Eins og komið hefur fram í frétt frá Fiskistofu hefur regnbogasilungs orðið vart í ám á Vestfjörðum. Í samræmi við hagsmuni allra aðila er allt gert til að finna uppruna fisksins í samstarfi við Fiskistofu og Mast. Regnbogasilungur er alinn á fjórum stöðum á Vestfjörðum, hjá tveimur aðilum í Önundarfirði, í Dýrafirði, Tálknafirði og Ísafjarðardjúpi. Fiskistofa fer með forræði í málinu en eldisfyrirtækin veita alla þá aðstoð sem unnt er í samræmi við fyrirmæli stofnunarinnar. Eins og Guðni Magnús Eiríksson, sviðsstjóri hjá Fiskistofu, hefur þegar bent á hefur regnbogasilungur ekki náð fótfestu hér og því verða áhrifin á lífríkið tímabundin.