Samkvæmt héraðsblaðinu Nationen í Noregi er ástand norskra áa í ár mjög gott, laxveiðin sýnir vöxt á milli ára upp á 30-50%.   Sumar hverjar eru að upplifa sitt besta tímabil í 15 ár og þurfa að fara aftur til ársins 2002 til að finna viðlíka tölur.  Þetta eru frábærar fréttir fyrir hin áhyggjufullu veiðifélög á Íslandi sem hafa verið dugleg að spá eyðingu villtra stofna samhliða auknu sjókvíaeldi við Ísland.  Norðmenn hafa nefnilega alið yfir milljón tonn af laxi í sjókvíum á ári undanfarin ár, margtugfalt það sem nokkurn tíma verður alið á Íslandi.   Og ekki er að sjá það hafi „eytt villtum stofnum í hundruðum áa í Noregi“ eins og talsmenn veiðifélaga á Íslandi hafa látið hafa eftir sér.