Í Morgunblaðinu í dag segir Helgi Bjarnason blaðamaður frá framleiðslu á laxa- lýsi og mjöli úr laxaslógi sem hefst á næstunni í Borgarnesi á vegum fyrirtækisins Arctic prótein, en sífellt meira mun falla til af slógi vegna vaxandi laxeldis hér á landi.Landssamband fiskeldisstöðva fagnar því að hér er gott dæmi sem sýnir tækifæri á afleiddu atvinnustarfsemi sem sprottið getur af fiskeldi landsmanna. Fram kemur að Vélsmiðjan Héðinn hafi hannað og smíðað þessa nýju vél til vinnslunnar og segir Valdimar Gunnarsson, stjórnarformaður Arctic prótein „að með henni verði innleidd ný tækni tiul að finna úrganginum verðugt hlutverk“

Sjá frétt Morgunblaðsins.