eyglo_þoka

 

Fyrirtækið Arctic protein er að undirbúa flutning verksmiðju sinnar á Tálknafjörð.  Þar verður framleitt próteinduft og laxaolía úr laxaslógi enda framleiðsla á laxi á sunnanverðum Vestfjörðum í miklum vexti.  Hér er komin enn ein aukabúgreinin sem þrífst í kringum laxeldið og skapar fjölbreytt störf á þeim svæðum sem heimilt er að stunda eldi.  Nú þegar eru rekin þjónustufyrirtæki í kringum eldið, fyrirtæki sem sinna þrifum á nótum í kvíum og köfunarþjónusutu.  Þá er nótaþvottastöð á vegum Ísfells að hefja starfsemi á Flateyri.   Það er ljóst að atvinnuuppbyggingin í kringum eldið heldur áfram og tækifærin í kringum eldið eru fjölmörg.