bleikja_matur

Það eru spennandi tímar framundan hjá Matorku en uppbygging landstöðvar fyrirtækisins í Grindavík er nú að hefjast.  Árni Páll Einarsson framkæmdastjóri Matorku er í athyglisverðu viðtali við vefmiðilinn kvotinn.is og segir m.a:   „Nú loksins eftir mikinn undirbúning er fjármögnun fiskeldisfyrirtækisins Matorku til verulegar uppbyggingar fiskeldisstöðvar í Grindavík lokið.  Búið er að bjóða út verkið og verið er að vinna í verksamning við verktaka um mannvirkin.  Stefnt er að því að byrja framkvæmdir á næstunni. Hin nýja eldisstöð mun fullbyggð búa til 40 ný störf og afla um 20 milljóna dollara í erlendum gjaldeyri fyrir þjóðarbúið,“

Viðtalið við Árna í heild sinni má lesa hér.