Í Fréttablaðinu í gær er skemmtilegt viðtal við Gísla Ásgeirsson en flutningafyrirtæki hans hefur byggst upp í kringum fiskeldisumsvifin á Vestfjörðum.  Það er sannarlega ánægjulegt að fylgjast með hvernig stoðgreinar eldisins eru að dafna, samfélögunum til hagsbóta.   Í dag vinna á milli 4 og 500 manns beint við fiskeldi á Íslandi en óbeinu störfin eru að líkindum annað eins og fara vaxandi.  Það eru víða tækifæri á þeim svæðum sem eldið fær að dafna og margt spennandi að gerast í kringum fiskeldið á Íslandi.

Viðtalið við Gísla og son hans í Fréttablaðinu má lesa hér.