Strandbúnaðarráðstefnan fer fram á Grand Hótel í Reykjavík 13.-14. mars nk.  Þar verða  fjölmörg fróðleg erindi í nokkrum málstofum þar sem til umfjöllunar verða fiskeldismál, kræklingarækt, þörungavinnsla og menntunarmál þessa atvinnugeira.  Allir sem áhuga hafa á uppbyggingunni við strendur landsins ættu ekki að láta þennan viðburð framhjá sér fara.

Dagskrá ráðstefnunnar er að finna á heimasíðu Strandbúnaðar.