Framleiðsla í fiskeldi jókst um 38% á nýliðnu ári, miðað við árið á undan, og nam 20.776 tonnum. Mest jukust afurðir úr sjókvíaeldi á laxi en hlutfallslega mest jókst regnbogasilungur úr sjókvíum. 86% af öllum laxi sem framleiddur var hér á landi á síðasta ári kom upp úr kvíunum hjá einu fyrirtæki. Bleikjan er á hægri uppleið, eins og lengi hefur verið. Framleidd voru 4.450 tonn í 22 landsstöðvum, 9 prósent meira en árið áður.
Þetta kemur fram í úttekt Morgunblaðsins, 1. febrúar sl. Hér á eftir birtist fréttin í heild sinni.
Framleidd voru 11.265 tonn af laxi á síðasta ári, þriðjungi meira en árið áður, sakvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Meginhluti framleiðslunnar er úr sjókvíaeldi, þar af nærri 10 þúsund tonn frá Arnarlaxi. Fjögur fyrirtæki framleiddu lax, tvö í sjó og tvö á landi. Íslandsbleikja framleiddi nærri 1.200 tonn í landeldisstöð.

Bleikjan er á hægri uppleið, eins og lengi hefur verið. Framleidd voru 4.450 tonn í 22 landsstöðvum, 9 prósent meira en árið áður. Langöflugasti framleiðandinn er Íslandsbleikja sem slátraði tæplega 2.700 tonnum í þremur stöðvum.

Útlit er fyrir að aukning verði í laxeldi á þessu ári með því að ný fyrirtæki koma inn í framleiðsluna auk viðbótar hjá þeim sem fyrir eru. Þannig hefur Fiskeldi Austfjarða hafið slátrun og Laxar fiskeldi hefja slátrun undir lok þessa árs eða í byrjun þess næsta.
Áform um frekari uppbyggingu
Fiskeldisfyrirtækin eru með mikil áform um aukningu svo að framleiðslan fari yfir 60 þúsund tonn árið 2020. Tafir við uppbyggingu seiðastöðva og lokun eldissvæða til að draga úr hættu á erfðablöndun við náttúrulegan lax getur þó dregið úr möguleikunum. Í skýrslu um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út sl. sumar er talið að raunhæft að slátrað verði 15 þúsund tonnum úr sjókvíum á þessu ári, 20 þúsund tonnum á því næsta og 25 þúsund tonnum á árinu 2020. Þessu til viðbótar kemur lax sem alinn er í landstöðvum, en það er mun minna magn.
Minnkandi framleiðsla á regnbogasilungi
Regbogaslilungur er nú skyndilega önnur afurðahæsta fiskeldisgreinin og tvöfaldast framleiðslan á milli ára. Helstu fyrirtækin voru hins vegar að slátra upp og færa sig yfir í lax og önnur eru að ljúka slátrun á þessu ári. Því er búist við að framleiðslan minnki niður í um 400 tonn í ár.
Bleikjuframleiðslan jókst um 9 prósent
Bleikjan er á hægri uppleið, eins og lengi hefur verið. Framleidd voru 4.450 tonn í 22 landsstöðvum, 9 prósent meira en árið áður. Langöflugasti framleiðandinn er Íslandsbleikja sem slátraði tæplega 2.700 tonnum í þremur stöðvum.
Í skýrslu stefnumótunarnefndar er spáð 6 þúsund tonna framleiðslu á bleikju árið 2018 en hún minnki aftur og verði um 4.500 tonn á ári næstu ár.