Nokkrar umræður hafa orðið um viðtal norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv við norska prófessorinn Kevin Glover um erfðablöndun. Í viðtalinu við hann kemur ma eftirfarandi fram:

„Við litla eða nokkra (moderat) blöndun, það er að segja 5 – 10% eldislaxa sjáum við næstum engar breytingar á 50 -100 árum í stærð smárra og fullorðinna laxa, né hve mikinn fisk áin framleiðir, né heldur breytingar á endurheimtum laxa eftir sjógöngu. Allt að 10% innblöndun eldislaxa er dæmigert fyrir margar norskar ár“. Þetta er niðurstaða Kevin prófessors við Björgvinaháskóla í Noregi, sem ásamt öðrum hefur smíðað líkan sem mælt getur áhrif innblöndunar af eldisfiski í ám. Í niðurstöðum prófessorsins kemur fram að „við búumst ekki endilega við að sjá miklar afleiðingar af hlutfallslega lítilli innblöndun við eldislaxa á hrygningarstöðvum“.
 En hvað ræður þessari niðurstöðu: Því svarar prófessorinn: –“Það er meðal annars vegna þess að eldislaxi heppnast miklu ver hrygning en villtum. Það er fyrsta hindrun náttúrunnar til varnar villta laxinum. Við vitum einnig að afkomendur eldislaxa lifa síður dvölina af, bæði í ánni og sjónum. Það verður þannig sterkt náttúruval sem hreinsar til í þeirri breytingu sem gæti hafa átt sér stað.“

Hér á eftir fer viðtalið við Kevin Glover í heild sinni. Viðtalið birtist í norska viðskiptablaðinu, Dagens Næringsliv 18. mars sl.

Náttúran hreinsar sjálf til í erfðaáhrifum sloppinna eldislaxa í nokkru magni á hrygningarstöðum í veiðiám, sýnir ný skýrsla.
–Við vitum mikið, en það mikilvægasta sem enn vantar til að skilja blöndun eldislaxa við villta er að skilja hve miklar afleiðingarnar eru fyrir villta laxinn, segir Kevin Glover.
Glover er yfirmaður rannsókna á Hafrannsóknastofnun Noregs og prófessor við Bergenháskóla. Hann hefur leitt vinnuna við að þróa líkan sem sýnir hvernig erfðaeiginleikar eldislaxa hafa áhrif á villta laxastofna.
Næstum engar breytingar
Glover segir að teymi hans hafi búið til háþróað líkan sem geri kleyft að herma erfða„mengun“ villtra laxa af völdum eldislaxa og sjá hvaða áhrif magn eldislaxa á hrygningastöðvum villtra laxa hafa, sem og sjá hve langan tíma tekur fyrir stofnana að verða „hreinir“ aftur. Líkanið hefur verið birt í hinu virta vísindatímariti Evolutionary Applications.
–Hvað sýnir líkanið?
–Við höfum sett í það frá 5 til 50% eldislaxa á hrygningarstaði og hermt 200 ára tímabil. Við litla eða nokkra (moderat) blöndun, það er að segja 5 – 10% eldislaxa sjáum við næstum engar breytingar á 50 -100 árum í stærð smárra og fullorðinna laxa, né hve mikinn fisk áin framleiðir, né heldur breytingar á endurheimtum laxa eftir sjógöngu. Allt að 10% innblöndun eldislaxa er dæmigert fyrir margar norskar ár.

Kevin Glover: Eldislaxi heppnast miklu verrhrygning en villtum. Það er fyrsta hindrun náttúrunnar til varnar villta laxinum. Við vitum einnig að afkomendur eldislaxa lifa síður dvölina af, bæði í ánni og sjónum. Það verður þannig sterkt náttúruval sem hreinsar til í þeirri breytingu sem gæti hafa átt sér stað

–Góð frétt fyrir fiskeldið með öðrum orðum?
–Tja, það veit ég ekki, en niðurstaðan bendir til að við búumst ekki endilega við að sjá miklar afleiðingar af hlutfallslega lítilli innblöndun við eldislaxa á hrygningarstöðvum. En þetta er líkan og öll líkön verður að taka með fyrirvara. En ég trúi mjög á niðurstöður líkansins. Þær passa vel við bæði reynslu og kenningar okkar segir Glover.
–Hver er orsök þess að áhrifin eru svona í lágmarki?
–Það er meðal annars vegna þess að eldislaxi heppnast miklu verr hrygning en villtum. Það er fyrsta hindrun náttúrunnar til varnar villta laxinum. Við vitum einnig að afkomendur eldislaxa lifa síður dvölina af, bæði í ánni og sjónum. Það verður þannig sterkt náttúruval sem hreinsar til í þeirri breytingu sem gæti hafa átt sér stað, segir Glover.
Getur eyðilagst alveg.
Í mörgum norskum ám, meðal annars í Hardanger, er staðfest innblöndun eldislaxa sem er langt yfir 10 prósent.
–Já og líkanið sýnir að ef innblöndunin er yfir 30% og ef það gerist yfir margra ára tímabil, þá fáum við meiri breytingar. Þá mun fjöldi bæði seiða og endurheimtra laxa minnka.
–En hvað gerist í á ef innblöndun eldislaxa hættir eftir margra ára mikla innblöndun?
–Líkanið sýnir að það tekur um það bil jafn langan tíma að komast aftur á upphafsstað. Hafi mikill lax sloppið í 50 ár mun það taka 50 ár. En þú munt aldrei ná alla leið að sama upphafspunkti, því þú getur aldrei endurskapað algerlega upphaflega erfðafjölbreytileikann.
–En skipti það einhverju máli?
–Það veit ég reyndar ekki og vil ekki koma með dramatíska ályktun um það. En þegar við keyrðum líkanið með 50% innblöndun eldislaxa í 200 ár var villta stofninum útrýmt. Það varð náttúrunni ofviða að hreinsa til og hann varð undir. Það er eins og að tæma olíutunnur á strönd á hverju ári, á endanum er ströndin ónýt, segir Glover.
Við gleðjumst.
Geir Ove Ystmark framkvæmdastjóri landssambands fiskeldisstöðva „Sjømat Norge“ segist ekki þekkja innihald skýrslu Glover.
–En við gleðjumst að sjálfsögðu yfir niðurstöðunni eins og þú lýsir henni segir hann.
–Það er mikilvægt fyrir okkur að passa upp á villta laxinn. Það er ein af mörgum mikilvægum ástæðum þess að meðlimir Sjømat Norge hafa lagt og leggja mikila vinnu í að hindra sleppingar á laxi. Síðan 2006 höfum við séð að mótvægisaðgerðirnar virka. Tölur um sleppingar minnka ár frá ári og þetta sýnir sig í færri eldislöxum í ám. Vöktun sýnir einnig, eins og fréttir staðfesta, að fáar ár hafa nú meira en 10% innblöndun eldislaxa, segir Ystmark.
–Auk þess að færri fiskar sleppa hefur laxeldið einnig borgað fyrir veiði á eldisfiski í laxveiðiám. Þótt slys verði höfum við í dag verkfæri til að halda eldislaxi í ám í lágmarki.

Úr dagblaðinu Dagens Næringsliv 18.03.2018. Harald Berglihn blaðamaður.