Laxeldisframleiðsla í Noregi mun aukast um 20 prósent, eða um 250 þúsund tonn frá árinu í fyrra og fram til ársins 2022. Þessar upplýsingar koma fram í greiningu hins þekkta fjárfestingarbanka Pareto sem sérhæfir sig á þessu sviði, en eru í algjörri mótsögn við það sem oft er haldið fram hér á landi um að enginn vöxtur eigi sér nú stað í fiskeldi í Noregi.
Aukningin ein svarar til um tuttugufaldri heildarframleiðslu á laxi hér á landi á þessu ári. Talið er að laxeldisframleiðslan muni aukast að jafnaði um 5 prósent á næstu árum í Noregi.
Ef skoðuð er þróunin á milli ára í Noregi blasir við áhugaverð mynd.
2017: 1,208 þúsund  tonn ( 1,2 milljónir tonna)
2018: 1,251 þúsund tonn  (1,3 milljónir tonna)
2019: 1,324 þúsund tonn  (1,3 milljónir tonna)
2020: 1,367 þúsund tonn   (1,4 miljónir tonna)
2021: 1,414 þúsund tonn   (1,4 milljónir tonna)
2022: 1,453 þúsund tonn   (1,5 milljónir tonna)

Af þessu má meðal annars ráða að aukningin ein í Noregi frá því í fyrra nemur 43 þúsund tonnum, sem er þreföld til fjórföld ársframleiðsla okkar Íslendinga á laxi.

Lesa má einnig um þessi mál í þessari grein eftir Gunnar Davíðsson: http://www.lf.is/oflokkad-is/er-laxeldi-i-opnum-sjokvium-bannad-i-noregi/