Fiskeldi Austfjarða hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsingar stjórnar Loðnuvinnslunnar hf. í fréttatilkynningu 5. desember s.l.

Í yfirlýsingunni hafa forsvarsmenn Loðnuvinnslunnar hf. áhyggjur af áhrifum lífrænna efna frá fiskeldi í Fáskrúðsfirði á sjótöku fyrirtækisins í firðinum. Fiskeldi Austfjarða hf. óskaði í kjölfarið eftir fræðilegu áliti sjálfstæðra vísindamanna í umhverfismálum hjá Rorum ehf. sem unnið var undir stjórn dr. Þorleifs Eiríkssonar.

Niðurstöður vísindamanna liggja nú fyrir. Ljóst er að sjókvíeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif á gæði sjávar sem Loðnuvinnslan h.f. mun nota.

„Af þessum 2 rannsóknum má sjá algerlega ótvíræða niðurstöðu. Vatnsinntak Loðnuvinnslunnar er 6,7 km frá næstu kvíum í straumstefnu (mynd 2) þannig að algerlega útilokað er að þeir muni nokkurn tíman finna neina breytingu á sínum vatnsgæðum vegna sjókvíaeldis í firðinum“.

Hér fer á eftir samantekt fyrirtækisins RORUM sem unnin var að í framhaldi af yfirlýsingu forsvarsmanna Loðnuvinnslunnar.

Athugasemdir frá RORUM

Þorleifur Eiríksson
Guðmundur Víðir Helgason
Sigmundur Einarsson

Dreifing lífræns efnis frá fiskeldi í Fáskrúðsfirði.
Vegna yfirlýsingar Loðnuvinnslunnar í fréttum þann 5.12.2017.

Vegna yfirlýsingar frá Loðnuvinnslunni hf á Fáskrúðsfirði óskaði Fiskeldi Austfjarða (Jónatan
Þóraðrson) eftir athugasemdum RORUM.

Í yfirlýsingunni hafa forsvarsmenn Loðnuvinnslunar áhyggjur af lífrænu efni frá fiskeldi í
Fáskrúðsfirði vegna sjótöku fyrirtækisins í firðinum.

Ljóst er að sjókvíeldi í Fáskrúðsfirði mun ekki hafa neikvæð áhrif á gæði sjávar sem Loðnuvinnslan h.f. mun nota. 6,7 km eru frá kvíunum að vatnsinntaki Loðnuvinnslunnar, en fyrir liggur að lítilla áhrifa gætir í 100 metra fjarlægð frá kvíastæði og engra í 350 metra fjarlægð

Fóðurstuðullinn aðeins 1,1

Við eldi á 15.000 tonnum af laxi í sjókvíum þarf 16.500 tonn af fóðri miðað við fóðurstuðulinn 1,1. Mestur hluti þessa fóðurs (tafla 1) fer í vöxt eldisfisksins en hluti fellur til botns ásamt saur fisksins. Þekkt er að heildarmagn úrgangsefna (Wang 2012) á föstu formi (mest kolefni, fosfór og nitur) Frá 15.000 tonna eldi er um 1.650 tonn á ári sem falla á botninn. Aðeins lítill hluti næringarefna (nitur og fosfór) leysist upp í sjónum (tafla 1) og dreifist með straumum um og út fjörðinn.

Í töflu 1 er sundurliðað lífrænt efni sem mun koma frá fiskeldi í Fáskrúðsfirði.

Tafla 1. Lífrænt efni frá fiskeldi miðað við 15000 tonn á ári, allar tölur eru í tonnum. Byggt á
Wang o.fl. 2012

Fóðurmagn 16.500
Kolefni í föstu formi (POC) 1.439
Nitur í föstu formi (PON) 145
Fosfór í föstu formi (POP) 65
Nitur uppleyst (DON) 463
Fosfór uppleyst (DOP) 31

Misskliningur um áhrifasvæði sjókvíaeldis

Miskilnings virðist gæta um áhrifasvæði sjókvíaeldis og áhrif þess á fjarðarumhverfi.

Fjölmargar kannanir hafa verið gerðar í gegnum tíðina sem gefa afar skýra mynd af því hvernig ástand, sjókvíaeldi skapar í fjörðum og hvaða áhrif eldið hefur á vistkerfi fjarða og tærleika vatns.

Úrgangurinn fellur að mestu á botninn innan við 50 metra frá kvíunum og eyðist þar á hvíldartíma þegar eldistöku lýkur.

Lítilla áhrifa gætir í 100 metra fjarlægð frá kvíastæði og engra í 350 metra fjarlægð

Í stuttu máli sagt þá eru allar kannanir samhljóma og niðurstaðan er að lítilla áhrifa gætir í
meira en 100 m fjarlægð frá kvíastæði og alls engra áhrifa gætir þegar komið er í 350 m
fjarlægð.

Svo vill til að hin virta rannsóknarstofnun IRIS í Noregi, í samvinnu við Fiskeldi Austfjarða og
íslenska ráðgjafarfyrirtækið RORUM, hefur nýlega lokið við mjög ítarlega og nákvæma
rannsókn á einmitt þessm þáttum í Berufirði (Þorleifur Eiríksson o.fl. 2017)
Til að auðvelda mönnum lesninguna þá er Transect 3, snið í straumstefnu og vegalengd er í 1
km fjárlægð frá kví, sjá Fmynd 1. Einnig er viðlagt vatnssýni tekið í haust við Svarthamarsvík í Berufirði af Náttúrstofu Austurlands.

Algjörlega útilokað að breytingar verði á vatnsgæðum

Af þessum tveimur rannsóknum má sjá algerlega ótvíræða niðurstöðu. Vatnsinntak
Loðnuvinnslunnar er 6,7 km frá næstu kvíum í straumstefnu (mynd 2). Þannig er algerlega
útilokað  að Loðnuvinnslan muni nokkurn tíma finna neina breytingu á sínum vatnsgæðum vegna
sjókvíaeldis í firðinum þar sem alls engar breytingar er að finna í meira en 350 metra fjarlægð

Náttúrstofa Austurlands  framkvæmdi eftirlitsmælingar á næringarefnum í sjó 21. september
2017 við svipaðar aðstæður í Berufirði og verða í Fáskrúðsfirði, (sem sjást á meðfylgjandi
útdrætti úr skýrsludrögum). Þar kemur fram að á viðmiðunarstöð í um 1 km fjarlægð í
straumstefnu er styrkur næringarefna eðlilegur og að aðeins við sjókvíarnar mælist aukning á
styrk næringarefna.

Sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði hefur ekki neikvæð áhrfi á gæði þess sjávar sem Lðonuvinnslan mun nota

Af fransögðu er ljóst að ekki er hætta á að sjókvíaeldi í Fáskrúðsfirði hafi neikvæð áhrif á
gæði þess sjávar sem Loðnuvinnslan h.f mun nota.

Heimildir:
Wang, X., L.M. Olsen, K.I. Reitan & Y. Olsen (2012). Discharge of nutrient wastes from salmon
farms:enviromental effects, and potential for integrated multi-tropic aquaculture.
Aquaculture environment interactions, 2, 267-283.
Þorleifur Eiríkssin, Th., Moodley L., Gudmundur Vídir Helgason, G.V., Lilliendahl K., Halldór
Pálmar Halldórsson, H.P., Bamber, S., Jónsson, G.S., Thodarson, J. and Águstsson, Th
.2017. Estimate of organic load from aquaculture. RORUM 2017 011.
http://www.umsj.is/static/files/Skyrslur/estimate-of-organic-load-final-report.pdf