Efftirfarandi pistil skrifar Runólfur Ágústsson verkefnastjóri á facebooksíðu sína. Runólfur var ma rektor Háskólans á Bifröst, einn af stofnendum og fyrsti framkvæmdastjóri Keilis og  hefur verið einn helsti frumkvöðullinn  að stofnun Lýðháskólans á Flateyri og er stjórnarformaður hans:

„Sem stangveiðimaður skil ég ekki þessa öskurumræðu um fiskeldi í sjó vestur á fjörðum. Atvinnuuppbygging í laxeldi hefur gjörbreytt lífsskilyrðum fólks þar sem uppbygging hefur tekið við af vörn og hnignun. Við þá uppbyggingu er auðvitað nauðsynlegt að hafa í huga vísindalega ráðgjöf og mat okkar besta vísindafólks um áhættu af laxeldi.

Það er einmitt það sem við erum að gera, öfugt við það sem ætla má af umræðunni. Eldisfiskurinn sem veiddist í Vatnsdalsá staðfestir neðangreint mat Hafró. Hann er eini eldislax sumarsins sem veiðist utan Vestfjarða, af ca 40.000 veiddum löxum og hann var ófrjór.

Þeir sem hafa áhuga á faglegri umfjöllun um þetta mál ættu að lesa þessa skýrslu okkar færustu vísindamanna:“

https://www.hafogvatn.is/static/research/files/hv2017-027pdf