Kristján Þ. Davíðsson

Kristján Þ. Davíðsson: Engin lyf eru notuð í fiskeldi á Íslandi. Eldisfiskur lifir á fóðri sem búið er til úr meðal annars íslensku fiskimjöli og lýsi, auk næringarefna úr jurtaríkinu, allt svo vandlega gæðatryggt að mælingar sýna að eldislax inniheldur minna af mengunarefnum en villtur lax, sem étur það sem kjafti er næst í náttúrunni, allt of fjölbreytilega mengaðri af manna völdum.

Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutaki Kjararár og flugstjóri, flýgur ekki hátt í áróðri sínum gegn fiskeldi í Fréttablaðinu 14. nóvember. Þar ber hann að jöfnu ómengaðan dýrasaur og mengaðan mannaskít, innihaldandi fjölbreytta flóru mengunar af mannavöldum svo sem klór, mýkingar- og þvottaefni, (eitur)lyfjaleifar, plastagnir og fleira. Þótt það beri ekki vitni um gagnrýna hugsun er honum nokkur vorkunn að grípa á lofti, í þágu málstaðar síns, saurumræðuna í blaðinu nokkrum dögum áður þar sem blaðamaður fellur í sömu gildru og talar meira að segja um „óhreinsað skólp“ sem auk framangreinds inniheldur allt frá tannstönglum og glerbrotum, til smokka, túrtappa og annarra mannvistarleifa nútímans sem fleygt er í fráveitur og sigtað frá í dælustöðvum, sem skila svo menguðum bakteríugraut mannanna til hafs.
Ef hafa skal það sem sannara reynist er vert að hafa í huga að fiskasaur inniheldur ekkert af framangreindu, ekki einu sinni lyfjaleyfar, enda eru engin lyf notuð í fiskeldi á Íslandi. Eldisfiskur lifir á fóðri sem búið er til úr meðal annars íslensku fiskimjöli og lýsi, auk næringarefna úr jurtaríkinu, allt svo vandlega gæðatryggt að mælingar sýna að eldislax inniheldur minna af mengunarefnum en villtur lax, sem étur það sem kjafti er næst í náttúrunni, allt of fjölbreytilega mengaðri af manna völdum.

Við fiskeldi berst aðeins brot af úrgangsefnum út í umhverfið sé miðað við framleiðslu kjöts á landi. Í Noregi eru alin um 1,3 milljónir tonna af laxi árlega. Það skilar í hafið um 60% af því magni næringarefnis sem landbúnaður þarlendur skilar til hafs og er framleiðsla hans þó milljón tonnum minni, um 300.000 tonn. Einnig er vert að nefna að vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar telja að þeir Vest- og Austfirðir sem þeir hafa þegar metið beri vel a.m.k. 130.000 tonna eldi á laxi árlega án þess að umhverfið líði fyrir það og er það varfærið mat. Einnig er þekkt að umhverfisáhrif fiskeldis í sjó eru afturkræf og er sú staðreynd nýtt, bæði við hvíld eldissvæða og við flutning kvía frá svæðum sem ekki henta, eins og gert var nýlega að frumkvæði Arnarlax í Arnarfirði. Enda er það allra hagur að vel sé að málum staðið gagnvart umhverfinu og frá Íslandi er ekki flutt út mengað sjávarfang.
Talnaleikfimi
Til gamans þeim sem hafa ástríðu fyrir talnaleikfimi á borð við þá sem birst hefur á síðum Fréttablaðsins undanfarið um saur, er hér annað dæmi: Af einni kind ganga um 1,6 rúmmetrar af saur á ári. Ef við gefum okkur að það sé um hálft annað tonn þá berast í náttúru Húnavatnssýslna vel yfir 100.000 tonn árlega af kindasaur, á vel innan við 7.000 ferkílómetra (fjöll, vötn, afgirt land og þéttbýli frádregið), sem gera langleiðina í 20 tonn á hvern einasta ferkílómetra (ferhyrnt svæði sem er kílómetri á kant) á hverju einasta ári. Ætla mætti að svæðið væri nánast á kafi í skít og hér eru ekki taldar með kýrnar sem skíta árlega um 13 tonnum hver og skila því 65.000 kýr á Íslandi af sér einum 850.000 tonnum af saur árlega. Hvar skyldi sú “mengun” annars enda?
Epli og epli – eða hvað?
Hugsandi fólk sér að þetta er merkingarlítil talnaleikfimi og í besta falli eins og að bera saman epli og ljósaperur, rétt eins og samanburðurinn á mannaskít og laxasaur í hafinu umhverfis Ísland er. Í Húnavatnssýslum, eins og annars staðar á landinu, hreinsa og skola regn og (laxveiði)ár megninu af saurnum til sjávar, þar sem samspil strauma, ljóss og sjávar leysa hann hratt upp í næringarefni sem svo auka framleiðsluna í hafinu upp í gegnum fæðukeðjuna. Það sama gerist með fisksaurinn í víðáttum sjávar við strendur landsins. Bæði lífræn og ólífræn efni leysast upp í ferli er svo áhrifaríkt að það er meira að segja oftast talið óhætt að synda við strendur margra milljónaborga heimsins. Rannsóknir undanfarinna 60 ára á Boknefjorden í Noregi sýna engar mælanlegar breytingar í næringarsöltum þar, þrátt fyrir um 80.000 tonna árlegt fiskeldi. Hræðist einhver saurmengun af fiskeldi hérlendis ætti sá e.t.v að heimsækja Færeyjar, en þar er framleitt í fáeinum fjörðum ríflega allt það magn sem Hafrannsóknarstofnun mælir með að sé framleitt hér að óbreyttu.

Til gamans þeim sem hafa ástríðu fyrir talnaleikfimi á borð við þá sem birst hefur á síðum Fréttablaðsins undanfarið um saur, er hér annað dæmi: Af einni kind ganga um 1,6 rúmmetrar af saur á ári. Ef við gefum okkur að það sé um hálft annað tonn þá berast í náttúru Húnavatnssýslna vel yfir 100.000 tonn árlega af kindasaur, á vel innan við 7.000 ferkílómetra (fjöll, vötn, afgirt land og þéttbýli frádregið), sem gera langleiðina í 20 tonn á hvern einasta ferkílómetra (ferhyrnt svæði sem er kílómetri á kant) á hverju einasta ári. Ætla mætti að svæðið væri nánast á kafi í skít og hér eru ekki taldar með kýrnar sem skíta árlega um 13 tonnum hver og skila því 65.000 kýr á Íslandi af sér einum 850.000 tonnum af saur árlega. Hvar skyldi sú “mengun” annars enda?

Strangar kröfur um vistvæna atvinnugrein.
Þeir sem vilja vita að kröfur til fiskeldis á Íslandi eru þær ströngustu í heiminum. Starfsfólk Hafrannsókna-, Matvæla-, Skipulags- og Umhverfisstofnunar vinnur sleitulaust að alls kyns rannsóknum, sýnatökum, mælingum, úttektum og rýni til að tryggja að þeim sé fylgt. Þeir sem hafa fyrir því að kanna sannleiksgildi órökstuddra fullyrðinga, sem illa upplýstir of oft grípa til, vita að fiskeldi er með umhverfisvænstu leiðum sem til eru til að framleiða holl matvæli og nýtur því velvildar Matvælastofnunar SÞ og fjölda ríkisstjórna t.d. í Færeyjum, Noregi, Skotlandi, Írlandi, Chile, Kanada. Þar sem hægt er að framleiða eldisfisk er undantekningarlaust ætlun stjórnvalda að auka framleiðsluna, enda ekki vanþörf á að nýta bláa akurinn fyrir sívaxandi fjölda jarðarbúa. Hérlendis er verið að þróa vistvæna atvinnugrein, byggða á bestu tækni og þekkingu og greinin skorast ekki undan upplýstri, rökrænni umræðu um það sem betur má fara, því ætíð má gera betur. Talnaleikfimi, sem enga skoðun stenst, telja andstæðingar þeirrar þróunar e.t.v. henta sér best í baráttunni gegn uppbyggingunni, en svona fá”fræði” dæmir sig sjálf í upplýstri umræðu.
Kristján Þ. Davíðsson
Framkvæmdastjóri Landssambands Fiskeldisstöðva