Á bb.is er að finna athyglisvert viðtal við Rögnvald Hannesson, prófessor við Viðskiptaháskólann í Bergen.  Rögnvaldur ræðir m.a. um hugleiðingar um auðlindarentu og hvað aðgreinir fiskeldi frá sjávarútvegi í því samhengi.   Fram kemur í viðtalinu að skynsamlegt sé að beita hóflegum gjöldum á atvinnugrein í uppbyggingu og hafa eldisleyfi tímabundin þannig að fyrirtækin fái tækifæri til að sýna árangur samhliða því að ná eðlilegum hagnaði úr fjárfestingum sínum.  Rögnvaldur kemur inn á gagnrýni andstæðinga fiskeldis, sérstaklega stangveiðimenn og veiðiréttarhafa en hann telur erfitt að verðmeta slíka grein til móts við fiskeldið því hún byggi á frístundamennsku og því hafi fólk óljóst verðmat á henni.   Viðtalið við Rögnvald má finna á bb.is eða með því að smella hér.