Í Vísi þann 23. júní birtist athyglisverð grein eftir Gunnar Davíðsson, sjávarútvegsfræðing M. Sc. og deildarstjóra atvinnu­þróunardeildar fylkisstjórnar Tromsfylkis í Norður-Noregi.  Í greininni fjallar Gunnar m.a. um þær áskoranir sem norðmenn standa frammi fyrir samhliða áætlunum um aukningu framleiðslu á eldisfiski.  Þá fer hann jákvæðum orðum um það regluverk sem Ísland hefur sett og telur það fela í sér tækifæri til skynsamlegrar uppbyggingar fiskeldis á Íslandi.  Grein Gunnars má nálgast hér.