Svein Ole Tveiten

Stein Ole Tveiten

Á næstu vikum mun koma til starfa nýr framkvæmdastjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten sem er í dag framkvæmdastjóri Norway Royal Salmon Feøy og hefur stýrt þeirri starfsemi sl. 7 ár. Sigurður Pétursson sem hefur frá stofnun Arctic Fish fyrir rúmum 6 árum verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins mun starfa áfram hjá félaginu með áherslu á viðskiptaþróun og leyfismál.

Stein Ove er tæplega fertugur, giftur og á tvö börn, hann er menntaður í fiskeldis- og fyrirtækjastjórnun og hefur 17 ára reynslu af fiskeldi. Það er góð viðurkenning fyrir starfsemi Arctic Fish að fá til liðs við fyrirtækið stjórnanda með eins víðtæka reynslu og Stein Ove hefur til þess að leiða uppbyggingu á eldisstarfsemi fyrirtækisins. Stein Ove mun hafa aðsetur á Ísafirði.