Arnarlax_prammi_drbatur_useÍ dag kom til Bíldudals nýr fóðurprammi fyrir Arnarlax. Hafist var handa strax við komuna að lesta prammann en hann tekur rúm 300 tonn af fóðri og verður þessi prammi staðsettur við Hringsdal í Arnarfirði. Dráttarbáturinn lagði strax af stað að ná í annan sem er alveg eins pramma sem býður við Hjaltlandseyjar en sá prammi verður í Tálknafirði og ætti að vera kominn um miðjan september. Er þessi fjárfesting uppá 240 milljónir íslenskra króna.  Frekari tækjavæðing íslenskra fiskeldisfyrirtækja sýnir þann metnað sem nú er í uppbyggingu greinarinnar á Íslandi.  Eigendur fyrirtækjanna leggja til tæki og búnað af bestu gerð þannig að uppbyggingin á Íslandi geti orðið sem öruggust.  Fóðurprammar eru frábær tæki sem auka öryggi bæði manna og fiska og tryggja jafna stöðuga fóðrun óháða veðri.  Það er afar ánægjulegt að sjá fagmennskuna sem einkennir nútíma fiskeldi á Íslandi, þökk sé aðkomu sterkra fjárfesta með mikla þekkingu og alþjóðlega reynslu úr greininni.