Måsøval Fiskeoppdrett AS hefur keypt 53,5% hlutafjár í fyrirtækinu Laxar ehf.  Laxar hafa leyfi til 6.000 tonna framleiðslu í Reyðarfirði og eiga og reka tvær seiðastöðvar á suðurlandi þar sem nú þegar er hafin seiðaframleiðsla til undirbúnings eldisins fyrir austan.  Håvard Johannes Grøntvedt, stjórnarformaður Måsøval segir í viðtali við iLaks.no að fyrirtækið sjái mikil tækifæri í fiskeldi á Íslandi og það hyggist taka þátt í þeirri uppbyggingu sem sé að eiga sér stað.  Markmiðið sé að slátra fyrsta laxi fyrirtækisins síðla árs 2018.