Jón Örn Pálsson: „Norskur villtur lax hefur veiðst hér við land á makrílveiðum inni í fjörðum og flóum. Það er alveg klárt að hann hafi leitað í íslenskar ár til að hrygna. En erfðaefni frá þeim stofni hefur ekki skaðað íslenska laxinn. Þannig að náttúran sér um sig,“

„Þó Norðmenn séu að ala 1,3 milljónir eldislaxa á ári, þá er villti laxastofninn þeirra sá sterkasti í Evrópu. Auðvitað hafa menn áhyggjur af erfðablöndun og áhrifum þess en sem betur fer höfum við lært af mistökum annarra og við höfum tekið upp til dæmis að vakta árnar með því að skoða erfðaefni villta laxins. En það er staðreynd að það tekur áratugi fyrir erfðabreytingu að skaða stofna og það hefur sýnt sig að þessi erfðabreyting gengur til baka.“
Þetta kemur fram í máli Jóns Arnar Pálssonar, ráðgjafa hjá fiskeldisfyrirtækinu Akvafuture í viðtali við Fréttablaðið, frettabladid.is í dag. Jón hefur langa reynslu af fiskeldi og er sjávarútvegsfræðingur að mennt.
Jón Örn segir að ekki hafi mælst marktæk neikvæð áhrif af erfðablöndun eldislaxa við villta laxa hingað til.
Höfum lært af mistökum annarra
Jón Örn segir að Norðmenn hafi stundað mælingar frá áttunda áratugi síðustu aldar og hafi yfir fjörutíu ára reynslu af því að eldislax sleppur úr fiskeldi.
„Það hafa fundist áhrif á erfðamengi fiskanna en þau hafa ekki haft þau áhrif að villti laxastofninn hnigni. Það má nefna að það hafa villtir laxastofnar í nokkrum ám í Noregi þurrkast alveg út vegna sníkjudýra og út af súru regni en eldisstofnar hafa sest þar að síðar meir og þeir stofnar una sér vel í þeim ám í dag,“ segir Jón Örn.
Jón Örn segir að menn hafi lært af mistökum annarra í þessum geira, þvert á það sem hafi komið fram í umræðunni.
„Þó Norðmenn séu að ala 1,3 milljónir eldislaxa á ári, þá er villti laxastofninn þeirra sá sterkasti í Evrópu. Auðvitað hafa menn áhyggjur af erfðablöndun og áhrifum þess en sem betur fer höfum við lært af mistökum annarra og við höfum tekið upp til dæmis að vakta árnar með því að skoða erfðaefni villta laxins. En það er staðreynd að það tekur áratugi fyrir erfðabreytingu að skaða stofna og það hefur sýnt sig að þessi erfðabreyting gengur til baka.“
Dæmið af hafbeitarlaxinum
Gott dæmi um þetta sé hafbeitarlaxinn sem sleppt hafi verið víða hér við land á sínum tíma.
„Sá lax er grimmari við að fjölga sér og sækja upp í árnar heldur en eldislax. En það sýnir sig hversu erfitt það er fyrir nýtt erfðaefni að ná fótfestu, að hann náði ekki fótfestu hér við land. Umhverfi á Íslandi er harðbýlt fyrir laxinn, miklar sveiflur og langir vetur og eldislaxinn á erfitt uppdráttar að lifa af í ánum í þrjú til fjögur ár áður en hann fer til sjávar. Það er vert að það komi fram að norskur villtur lax hefur veiðst hér við land á makrílveiðum inni í fjörðum og flóum. Það er alveg klárt að hann hafi leitað í íslenskar ár til að hrygna. En erfðaefni frá þeim stofni hefur ekki skaðað íslenska laxinn. Þannig að náttúran sér um sig,“ segir Jón Örn að lokum.