Landssamband Fiskeldisstöðva stóð fyrir opnu málþingi um sjókvíaeldi í Ísafjarðadjúpi þann 10. maí sl. Málþingið var mjög vel sótt af heimamönnum og góður rómur gerður af framsöguerindum. Líflegar umræður spunnust um málefnið enda margir áhugasamir um uppbyggingu sjókvíaeldis á þessu landssvæði. Jafnframt eru ýmis sjónarmið um samspil sjókvíaeldis við aðrar atvinnugreinar og voru málin því rædd frá ýmsum vinklum.
Öll erindi málþingsins eru vistuð og aðgengileg á vef ATVEST.