Samkvæmt tölum Statistisk Sentralbyrå (Hagstofu norðmanna) varð aukning í stangveiði á laxi á árinu 2015 talsverð þar í landi.  Samtals voru veiddir 132.000 laxar í norskum ám árið 2015.  Af laxi sem var aflífaður er aukning í veiði á milli ára rúm 26% og af þeim fiski sem var sleppt aftur var aukningin 31%.  Þá kemur fram að aðeins um 20% af veiddum laxi í Noregi er sleppt aftur í árnar, nokkuð sem gaman væri að bera saman við Ísland og þá vafasömu iðju sem veiða/sleppa fyrirkomulagið er.  Fyrr  í sumar bárust einnig fréttir af góðri veiði í norskum laxveiðiám í  og er því útlitið sannarlega ekki í takt við dauðadómsspádóma ýmissa aðila yfir villtum laxastofnum á Íslandi, fái fiskeldið að vaxa og dafna hér sem annarsstaðar.  Stangveiðimenn og konur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af áhugamáli sínu, amk ekki vegna áhrifa fiskeldis.  Ættu kannski frekar að hafa áhyggjur af verðlagningu veiðileyfanna…