„Laxeldi er komið til að vera og er mikilvægur atvinnuvegur fyrir Vest- og Austfirðinga“. Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra umhverfis og auðlindamála, í ítarlegu viðtali í Fréttablaðinu í dag.

Í viðtalinu segir ráðherrann ennfremur:

„Við þurfum hins vegar að passa mjög vel upp á villta laxastofna sem eru mjög mikilvægir líffræðilega og þróunarfræðilega séð og ólíkir norska eldislaxinum. Þetta er spurning um langtímaáhrif á erfðafræði íslenska laxins og við megum ekki gleyma að laxveiði er gríðarlega efnahagslega mikilvæg víða um land.

Þarna þurfum við að vera með kerfi sem tryggir til framtíðar að sem allra, allra minnst og helst engin erfðablöndun verði. Það er stóra málið í þessu. Það er spurning hvort það sé hægt og þá hvernig. Fiskeldi heyrir ekki undir mig, en mengunin af því gerir það“