Útflutningsverðmæti 40 þúsund tonna fiskeldis á Austfjörðum gæti farið upp í 37 milljarða  króna og orðið helmingi meira en í loðnu. 900 manns fengju vinnu við eldið og launagreiðslur yrðu um 5,6 milljarðar. 2.250 manns hefðu afkomu sína af þessum atvinnurekstri og útsvarstekjur sveitarfélaganna fyrir austan næmu 770 milljónum króna. Þetta er byggt á útreikningum Byggðastofnunar. Burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar vegna fiskeldis á Austfjörðum er 50 þúsund tonn af laxi.