Atvinnutekjur frá fiskeldi þrefölduðust ríflega á tímabilinu 2008 til 2016. Fóru úr um 800 milljónum króna í tæplega 2,7 milljarða. Af einstaka atvinnugreinum var þessi aukning hlutfallslega hvergi meiri.
Þetta kemur fram í fréttaskýringu sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 12. október. Hér á eftir verða raktar nokkrar tölulegar staðreyndir úr fréttaskýringunni:
Útflutningsverðmæti og fjárfestingar  

Útflutningur eldisafurða hefur aldrei verið meiri en um þessar mundir. Verðmætið eru tæpir 9 milljarðar á fyrstu átta mánuðum ársins.
 Útflutningsverðmæti eldisafurða í fyrra nam um 14 milljörðum sem var 7% af útflutningsverðmæti sjávarafurða í heild árið 2017
 Fjárfestingar í fiskeldi hafa aldrei verið meiri en síðustu tvö árin.
Fjöldi starfa og atvinnutekjur
 Árið 2008 störfuðu 166 við fiskeldi.
 Á fyrri hluta þessa árs störfuðu að jafnaði 457 við fiskeldi.
 Atvinnutekjur frá fiskeldi þrefölduðust ríflega á tímabilinu 2008 til 2016, skv. samantekt Byggðastofnunar frá því í fyrra.
 Atvinnutekjur í fiskeldi voru 800 milljónir árið 2008. Voru 2,7 milljarðar árið 2016.
Fiskeldið og landsbyggðin
 Um 80 prósent atvinnutekna í fiskeldi voru á landsbyggðinni árið 2016.
 34% atvinnutekna frá fiskeldi má rekja til Vestfjarða.
 Atvinnutekjur frá fiskeldi á Vestfjörðum fjórtán földuðust á árunum 2008 til 2016.
 Fram hefur komið að atvinnutekjur vestfirsku fiskeldisfyrirtækjanna voru í fyrra um 1,5 milljarður.