Framleiðsla ársins 2015 var 8.289 tonn sem er 3.300 tonn undir áætlun ársins sem var 11.600 tonn. Mesti samdrátturinn var í laxeldi um 680 tonn og þorski 236 tonn eða rúm 60 tonn í heild milli áranna 2014 og 2015. Aukning var í bleikju um 466 tonn, 125 tonn í regnbogasilung og ný tegund kom inn í framleiðsluna, Senegal flúra 290 tonn. Mikill lífmassi er í sjó en nokkrir framleiðendur frestuðu slátrun á fiski fyrir jólin og hófu slátrun í þessum mánuði. Áætlun fyrir 2016 liggur fyrir og reiknað er með að slátrað magn verði rúm 15.000 tonn og aukningin verði mest i laxi og regnbogasilung. Sjá má framleiðslutölur hér…..