Bein og óbein efnahagsáhrif af 25 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi gætu numið um 23 milljörðum króna. Bein störf verða 260 og óbein um 150 eða alls um 410. Þegar fjöldi beinna og óbeinna starfa hefur náð þessari tölu má áætla að laxeldið hafi áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp, eða sem svarar til um það bil 20 prósent fjölgunar.
Þetta kemur fram í skýrslu og greiningu sem ráðgjafarsvið KPMG vann fyrir Fjórðungssamband Vestfjarða um áhrif laxeldis í Ísafjarðardjúpi á efnahag og íbúaþróun byggðanna við Djúp.

Ísafjörður

Ísafjörður: Bein og óbein efnahagsáhrif af 25 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi gætu numið um 23 milljörðum króna.

Bein störf 260 og óbein störf 150 ársverk
Fjöldi starfa (bein og óbein) eru talin verða mest á tíunda ári eftir að leyfi verða gefin út, en eftir það taki við hagræðingartímabil. Frekari uppbygging í stoðþjónustu og úrvinnslu á svæðin gæti þó breytt þessu. Bein störf eru talin verða um 260, og eru óbein og afleidd áhrif talin skapa um 150 ársverk til viðbótar. Því eru það samtals 410 störf sem framleiðsla á 25. þúsund tonnum af laxi á ársgrundvelli er talið skapa í sveitafélögunum við Djúp. Um 900 íbúar eru því taldir byggja afkomu sína á laxeldi á þessum tíma.

Bolungarvík: Bein störf verða 260 og óbein um 150 eða alls um 410 við Ísafjarðardjúp með 25 þúsund tonna fiskeldi

Íbúum við Djúp gæti fjölgað um 900
Með vísan í forsendurnar þrjár hér til hliðar og útreikninga á fjölda starfa hér að framan er áætlað að þegar fjöldi beinna og óbeinna starfa nái hámarki eða 410 eftir 11 ár má áætla að laxeldið hafi áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúp, eða sem svarar til um það bil 20% fjölgunar.
Gert er ráð fyrir 25 þúsund tonna framleiðslu
Áætlað er að hámarksfjöldi beinna starfa verði um 260 sem næst á ári 7 eftir að framleiðsla hefst. Ekki er gert ráð fyrir meiri framleiðslu en 25 þús. tonnum og þess vegna fer beinum störfum að fækka vegna hagræðingar í greininni. Þess má þó geta að Hafrannsóknastofnunin metur að Ísafjarðardjúp þoli 30 þúsund tonna eldi, samkvæmt burðarþolsmati stofnunarinnar.
Í öllum samanburðarlöndunum hefur greinin farið í gegnum hagræðingu þegar hægir á magnaukningu í framleiðslunni sem hefur valdið fækkun á störfum til frambúðar. Gert er ráð fyrir að slíkt hið sama verði tilfellið hér á Íslandi.
150 óbein störf
Við mat á óbeinum og afleiddum áhrifum var stuðst við tölur frá Noregi og Írlandi. Notaður var stuðullinn 2,59 (frá Noregi) í upphafi sem lækkar síðan í stuðulinn 1,41 (frá Írlandi), því allar líkur eru á að ruðningsáhrifa fari að gæta þegar atvinnugreinin vex með þeim hraða sem hér er spáð.
— Hlutfall beinna og óbeinna áhrifa er 2,59 í Noregi og er þar ekki tekið eins mikið tillit til mögulegra ruðningsáhrifa sem starfsemin getur haft í för með sér.
— Sambærilegur stuðull er 1,41 á Írlandi enda er tekið frekara tillit til áætlaðra ruðningsáhrifa þar.

Súðavík: Folki gæti fjölgað um 20% í byggðarlögunum við Djúp með tilkomu fiskeldis.

Áætlað er að hámarksfjöldi óbeinna starfa verði um 150 sem næst á ári 7 eftir að framleiðsla hefst. Ekki er gert ráð fyrir meiri framleiðslu en 25 þús. tonn og vegna þess fer óbein störfum að fækka vegna hagræðingar í greininni.
Bein áhrif
Áætlað er að hámarksframleiðsla verði 25 þús. tonn. Framleiðsla eykst hraðar í byrjun, en hægja fer á aukningu þar til hún nær hámarki 10 árum eftir að framleiðsla hefst.
Hafa ber í huga að ekki er gert ráð fyrir óvæntum framleiðslubresti í laxeldinu eins og hefur komið fyrir hjá Noregi, Færeyjum og Skotlandi. Því er gert ráð fyrir nokkuð stöðugum vexti þar til framleiðsla nær hámarki.
Áætluð bein áhrif við hámarksframleiðslu nemur 16,7 ma.kr.

Óbein og afleidd áhrif um 23 milljarðar króna
Við mat á óbeinum og afleiddum áhrifum var stuðst við tölur frá Noregi og Írlandi.
—Stuðull frá Noregi milli beinna og óbeinna áhrifa er 2,59 en 1,41 á Írlandi.
—Stuðullinn í Noregi er brúttó þ.e. án ruðningsáhrifa en stuðull í Írlandi er nettó.
—Við mat á stöðu á Íslandi var því notaður áætlaður stuðull fyrir Noreg (2,59) í upphafi þar sem ekki er tekið eins mikið tillit til mögulegra ruðningsáhrifa sem starfsemin getur haft í för með sér.
—Eftir því sem umfang laxeldis vex má gera ráð fyrir að ruðningsáhrif láti á sér kræla. Því er farin sú leið hér að miða við stuðul með ruðningsáhrifum undir lok spátímabilsins (1,41).

Samkvæmt þessu nema bein og óbein áhrif um 23 milljörðum króna.