„Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar, en þarf að byggja upp með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ – Með þessum orðum  hefst kaflinn um fiskeldi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Hér má lesa kaflann um fiskeldismálin í heild sinni.

Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem felur í sér tækifæri
til atvinnuuppbyggingar en þarf að byggja upp með
ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig
að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað. Samhliða vexti
greinarinnar þarf að tryggja nauðsynlegar rannsóknir
og eðlilega vöktun áhrifa á lífríkið. Eftir því sem fiskeldinu
vex fiskur um hrygg þarf að ræða framtíðarfyrirkomulag
gjaldtöku vegna leyfisveitinga.