eyglo_þoka

Í Morgunblaðinu í gær er viðtal við Víking Gunnarsson hjá Arnarlax vegna komu vinnubáts til fyrirtækisins.  Þá eru þrír nýir fóðurprammar á leið til fyrirtækisins.  Ljóst er að auknum umsvifum í sjókvíaeldinu fylgir aukin fagmennska, ekki síst með erlendri fjárfestingu.  Nútíma sjókvíaeldi á lítið skylt við kotbúskap fyrri tíma og allur búnaður verður að vera af bestu og öflugustu gerð.  Það er sérlega jákvætt fyrir íslenskt atvinnulíf að stjórnvöld á Íslandi hafi sett upp regluverk sem tryggir að fyrirtækin sem fyrir uppbyggingunni standa starfa eingöngu eftir ströngustu viðmiðum og nota besta mögulega búnað þannig að öryggi stöðvanna og umhverfi þeirra sé hámarkað.  Þannig er stuðlað að því að uppbygging atvinnugreinarinnar sé langtímaverkefni sem styður við atvinnulífið á landsbyggðinni með fjölbreytileika sínum.   Uppbyggingin á Vestfjörðum og Austfjörðum ber þessu vitni.

Viðtalið við Víking í Morgunblaðinu má lesa hér.