Karmenu Vella: European Maritime and Fisheries Fund, sem er sjóður á vegum Evrópusambandsins, hefur veitt styrki sem nema um 280 milljörðum króna frá árinu 2013. Þessir fjármunir hafa dreifst um alla Evrópu og farið til hvers konar fiskeldis. Á sama tíma hefur verið varið um 35 milljörðum króna á vegum rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins sem nefnist HORIZON 2020, til þróunar fiskeldis í ESB ríkjunum.

Evrópusambandið vill efla fiskeldi og hefur lagt gríðarlega fjármuni til þess á undanförnum árum. European Maritime and Fisheries Fund, sem er sjóður á vegum Evrópusambandsins, hefur veitt styrki sem nema um 280 milljörðum króna frá árinu 2013. Þessir fjármunir hafa dreifst um alla Evrópu og farið til hvers konar fiskeldis. Á sama tíma hefur verið varið um 35 milljörðum króna á vegum rannsóknaráætlunar Evrópusambandsins sem nefnist HORIZON 2020, til þróunar fiskeldis í ESB ríkjunum.
Þetta kom fram í ræðu Karmenu Vella, sjávarútvegsstjóra, Evrópusambandsins á 50 ára afmælisfundi evrópsku fiskeldissamtakanna í Brussel nú á dögunum.
Sjávarútvegsstjórinn var afdráttarlaus þegar kom að fiskeldi og taldi að greinin gæti gegnt lykilhlutverki í atvinnusköpun og efnahagsframförum í Evrópu.
„Við viljum að sjálfbært fiskeldi blómstri. Fiskeldi skapar hagvöxt, atvinnu og efnhagslegan stöðugleika, sérstaklega í dreifbýli og í sjávarbyggðunum“, sagði Vella. Hann benti á að fiskeldi gæti aukið matvælaöryggi og færi neytendum holla og próteinríka fæðu.
„Þess vegna styður ESB sjálfbært fiskeldi“, bætti hann við.
„Framtíðin er björt“, sagði sjávarútvegsstjórinn. Hann kvaðst hafa spurt helstu sérfræðinga Evrópusambandsins um hvernig við gætum framleitt meiri matvæli úr hafinu. Svör þeirra voru afdráttarlaus. Meira fiskeldi, sögðu þeir.
Ræða Karmenu Vella sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins er nú aðgengileg á Youtube. Sjá hér:https://www.youtube.com/watch?v=enwOG3KC5lA