„Allt frá árinu 1967 eða í rúm fimmtíu ár hafa veiðiréttarhafar Breiðdalsár stundað eldi með sleppingum á  laxaseiðum í ána  af ýmsum laxastofnum m.a úr Elliðaánum og Aðaldal.   Hafa þessar hafbeitarsleppingar aukist verulega með tímanum og má ætla út frá veiðitölum að sleppt sé á annað hundrað þúsund laxaseiðum í ána árlega.
Þessar miklu seiðasleppingar veiðiréttarhafa eru að sjálfsögðu afgerandi þáttur fyrir vistkerfi árinnar. Jafnframt hafa veiðiréttarhafar ráðist í breytingar á árfarvegi Breiðdalsár þar sem fossinn Beljandi var gerður laxgengur.“

„Í allri umræðu um að vernda erfðamengi villtra laxa þá er áhugavert að sjá að á heimasíðu Strengja sem er rekstraraðili Breiðdalsár er sérstaklega tekið fram að félagið beiti ákveðinni aðferðafræði til að rækta fram stórlaxagen (MSW) og hafi það verið gert með góðum árangri. Með þessu inngripi er verið að velja út gen, hafa áhrif á fjölbreytileika og hið náttúrulega val sem myndi eiga sér stað ef til væri að dreifa náttúrulegum laxastofni í ánni.“

Einar Örn Gunnarsson. Í ljósi þess að veiðiréttarhafar sleppa á annað hundrað þúsund eldisseiðum árlega í Breiðdalsá er spurning hvort ekki sé eðlilegt að slík framkvæmd verði sett í umhverfismat?

Þetta kemur fram í grein eftir Einar Örn Gunnarsson stjórnarmann í Löxum fiskeldi ehf og birtist í Morgunblaðinu í gær. Greinin birtist hér í heild sinni.

Leigutaki Breiðdalasár Þröstur Elliðason skrifaði grein í Morgunblaðið fyrr í þessum mánuði þar sem hann heldur því ranglega fram að í Breiðdalsá sé að finna villtan laxastofn. Þröstur vísar ekki til heimilda máli sínu til stuðnings enda benda öll fyrirliggjandi gögn til hins gagnstæða.

„Sjaldan eða aldrei verður vart við lax í Breiðdalsá“
Árið 1899 birtist í tímaritinu Andvara skýrsla Cand Mag Bjarna Sæmundssonar til Landshöfðingja um fiskirannsóknir. Þar fjallar þessi virti vísindamaður meðal annars um vatnasvæði á Austurlandi. Í kafla sem ber yfirskriftina “Lax og silungsveiðar. – Veiðivötn” segir m.a.: “. . . Í ána gengur þó allmikið af silung, mest bleikja . . . Sú á á Austfjörðum, er best væri fallin til fyrir lax, er Breiðdalsá, en sjaldan eða aldrei verður vart við lax í henni.”
Einvörðungu flökkulaxar
Jafnframt má geta þess að í úrskurði um arðskrá fyrir Veiðifélag Breiðdælinga frá árinu 2006 kemur fram að veiði við Fagradal hafi verið allt frá 2 til 180 silungar á ári frá 1942 til 1961. Á framangreindu tímabili veiddust að meðaltali 5 laxar í net á ári og má ljóst vera að slík veiði endurspeglar að hér hafi aðeins verið um flökkulaxa að ræða.

Hvergi er getið um lax í umfjöllum um hlunnindi jarða við Breiðdalsá en hins vegar er kveðið á um silungsveiði.

Sleppingar á laxaseiðum úr ýmsum laxastofnum
Allt frá árinu 1967 eða í rúm fimmtíu ár hafa veiðiréttarhafar Breiðdalsár stundað eldi með sleppingum á laxaseiðum í ána af ýmsum laxastofnum m.a úr Elliðaánum og Aðaldal. Hafa þessar hafbeitarsleppingar aukist verulega með tímanum og má ætla út frá veiðitölum að sleppt sé á annað hundrað þúsund laxaseiðum í ána árlega.

Seiðasleppingarnar afgerandi fyrir vistkerfi árinnar
Þessar miklu seiðasleppingar veiðiréttarhafa eru að sjálfsögðu afgerandi þáttur fyrir vistkerfi árinnar. Jafnframt hafa veiðiréttarhafar ráðist í breytingar á árfarvegi Breiðdalsár þar sem fossinn Beljandi var gerður laxgengur.

Breiðdalsvík

Breiðdalsvík: Í allri umræðu um að vernda erfðamengi villtra laxa þá er áhugavert að sjá að á heimasíðu Strengja sem er rekstraraðili Breiðdalsár er sérstaklega tekið fram að félagið beiti ákveðinni aðferðafræði til að rækta fram stórlaxagen (MSW) og hafi það verið gert með góðum árangri. Með þessu inngripi er verið að velja út gen, hafa áhrif á fjölbreytileika og hið náttúrulega val sem myndi eiga sér stað ef til væri að dreifa náttúrulegum laxastofni í ánni.

Hver er skilgreining á „villtum fiskistofni“
Ekki þarf annað en að skoða almenna skilgreiningu laga um lax- og silungsveiði nr. 14/2006 á “villtum fiskistofni” til að sjá að fiskur árinnar fellur utan skilgreiningarinnar en þar segir: “Fiskstofn þar sem meiri hluti fisks er klakinn í náttúrulegu umhverfi, elst þar upp og er kominn undan villtum foreldrum.“

Sleppingarnar eru forsenda þess að hægt sé að veiða lax í einhverjum mæli í ánni
Hafi Þröstur tekið ána á leigu í þeirri góðu trú að um væri að ræða náttúrulegan laxastofn þá tel ég að hann ætti leita réttar síns. Reyndar hefði verið hægur vandi fyrir leigutakann að finna upplýsingar um raunverulega stöðu árinnar sem á sér enga sögu um villtan lax en er hins vegar þekkt eldisá eða hafbeitará. Þessar miklu sleppingar í Breiðdalsá eru forsenda þess að hægt sé að veiða lax í einhverju mæli í ánni.

Verðugt og göfugt verkefni að huga að eðli árinnar
Í grein Þrastar nefnir hann lögbundið hlutverk veiðifélaga og segir það vera “að stunda fiskirækt á félagssvæðinu eftir því sem þörf krefur til að tryggja vöxt og viðgang fiskistofna og sjálfbæra nýtingu þeirra.”

Það er góðs viti að Þröstur geri sér grein fyrir því hvert hlutverk veiðifélaganna er og hvet ég hann til þess að tryggja vöxt og viðgang þeirra náttúrulegu fiskistofna sem tilheyra Breiðdalsá. Það væri verðugt og göfugt verkefni að huga að eðli árinnar og þeim náttúrulega fiski sem þar á heima. Breiðdalsá er silungsá eins og fram kemur í öllum eldri heimildum og í orðum Bjarna Sæmundssonar. Það væri virðingarvert ef aðstandendur Breiðdalsár tækju þeirri áskorun að hætta seiðasleppingum eldisfiska, fjarlægðu laxastiga við fossinn Beljanda og tryggðu vöxt og viðgang hins náttúrulega silungs.

Ættu sleppingar að fara í umhverfismat
Í ljósi þess að veiðiréttarhafar sleppa á annað hundrað þúsund eldisseiðum árlega í Breiðdalsá er spurning hvort ekki sé eðlilegt að slík framkvæmd verði sett í umhverfismat?

Aðferðafræði beitt til að rækta stórlaxagen
Í allri umræðu um að vernda erfðamengi villtra laxa þá er áhugavert að sjá að á heimasíðu Strengja sem er rekstraraðili Breiðdalsár er sérstaklega tekið fram að félagið beiti ákveðinni aðferðafræði til að rækta fram stórlaxagen (MSW) og hafi það verið gert með góðum árangri. Með þessu inngripi er verið að velja út gen, hafa áhrif á fjölbreytileika og hið náttúrulega val sem myndi eiga sér stað ef til væri að dreifa náttúrulegum laxastofni í ánni.

Einar Örn Gunnarsson