Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að áhættumatið miðist við þær aðferðir sem notaðar eru í fiskeldi í dag og það geti breyst. Hann segir að að umræður um breyttar aðferðir hafi átt sér stað við eldisfyrirtækin en allt taki þetta tíma, mislangan eftir því hvar þekkingarstigið er. Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir í viðtali við Ríkisútvarpið að áhættumatið miðist við þær aðferðir sem notaðar eru í fiskeldi í dag og það geti breyst. Hann segir að að umræður um breyttar aðferðir hafi átt sér stað við eldisfyrirtækin en allt taki þetta tíma, mislangan eftir því hvar þekkingarstigið er. Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.
Sigurður segir að niðurstöður vöktunar verði einnig hafðar til grundvallar endurmati. Nýjar forsendur geti til dæmis verið kynbætur á eldisstofninum svo hann verði seinna kynþroska og útsetning stærri seiða að hausti. Breytingar sem gætu dregið úr hættu af eldinu: „Það var nú lagt upp með að þetta yrði gert að lágmarki á þriggja ára fresti en það er í rauninni ekkert sem hindrar endurmat komi fram nýjar forsendur.“ Sigurður segir að að umræður um breyttar aðferðir hafi átt sér stað við eldisfyrirtækin en allt taki þetta tíma, mislangan eftir því hvar þekkingarstigið er. Þá eru niðurstöður vöktunar einnig hafðar til grundvallar endurmati. Endurmat get þó bæði leitt til hækkunar og lækkunar á leyfilegu magni á laxeldi.
Sigurður telur að með frekari þróun og rannsóknum sé ekki langt í að menn finni skaðminni lax til að ala: „Það er mikið rannsóknastarf unnið, sérstaklega í Noregi, að finna og þróa lax sem er ófrjór en stendur sig samt vel í eldi.“ Hann telur að innan fárra ára verði slíkur lax kominn á markað. Stofnfiskur og fleiri aðilar hér á landi vinna að slíkum rannsóknum. Stofnfiskur hefur selt ófrjó laxaseiði til Noregs en framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir laxinn vera viðkvæmari en sá tvílitna.

Sjá fréttina í heild sinni: http://ruv.is/frett/haegt-ad-byggja-upp-umhverfisvaenna-laxeldi