Vinsældir Sushi

Sala á sushi jókst um 10% milli áranna 2013 og 2014

Norðmenn borðuðu Sushi fyrir 790 milljónir króna á síðasta ári (13,7 milljarða ISK), að því er fram kemur í frétt á vef norska sjávarafurðaráðsins (Norges Sjømatråd). Sushi nýtur vaxandi vinsælda í Noregi. Norðmenn eyddu um 721 milljón í þennan vinsæla rétt á árinu 2013. Aukning milli ára er því um 10%.

sushi

Frá því sushi komst verulega á kortið í Noregi fyrir um tíu árum síðan hefur sushi-veitingastöðum fjölgað úr 72 í 282.

Sushi-veitingastaðirnir voru fyrst stofnaðir í Noregi en hafa nú breiðst út um allt land. Sala á sushi jókst verulega eftir að dagvöruverslanir fóru að bjóða sushi árið 2006. Frá þeim tíma hefur sala aukist um 341%. Þá hefur einnig færst í vöxt að Norðmenn útbúi sína eigin sushi-rétti heima.

Laxinn er vinsælasti bitinn í suhi í Noregi eins og svo víða í heiminum. Á síðasta ári seldur Norðmenn til dæmis lax til Japan fyrir 1,7 milljarða króna (um 30 milljarða ISK).

Fiskifréttir, apríl 2015