Samkvæmt reglugerð nr. 1170/2015, um fiskeldi, skal allur sjókvíaeldisbúnaður nú vera samkvæmt hinum norska staðli, NS-9415:2009. Er útgáfa nýrra rekstrarleyfa nú bundin þessu skilyrði og er um þetta fjallað í kafla V. reglugerðarinnar. Hafa íslensk stjórnvöld sýnt mikla ábyrgð í því að innleiða svo kröfuharðan búnaðarstaðal til sjókvíaeldis sem raun ber vitni. Með innleiðingu hans er stigið stórt skref í þá átt að lágmarka hættu á óhöppum við sjókvíaeldi á Íslandi. Fiskeldismenn hafa mikinn og beinan hag af því að öryggismál séu í öndvegi höfð og fara því að sjálfsögðu í einu og öllu eftir hinum nýja staðli.