Sjókvíaeldi – Fáeinar staðreyndir um umhverfisáhrif laxeldis

Laxeldi er ekki ástæða þess að laxastofnar hafa minnkað í Norður-Atlandshafi
– Norskir laxastofnar hafa haldið í horfinu eftir að laxeldi hófst þar í landi – Enginn samdráttur hefur verið í laxveiði í ám í Noregi síðustu 30 ár – Á Íslandi var laxveiðin árin 1991-2010 aðeins 60% af veiði sem var árin 1970-1990 – Laxveiði í Noregi stendur í dag undir 43% af heildarveiði Atlandshafslaxsins, en veiðin þar í landi var aðeins 18% af heildarveiði í Norður-Atlandshafi árin 1980-1990 – Ástæður fyrir miklum samdrættar laxastofna í Norður-Atlandshafi eru ekki þekktar

Skaðleg áhrif af erfðablöndun hefur ekki verið staðfest
– Laxastofnar sem orðið hafa erfðablöndun sýna ekki merki um minni lífþrótt – Sterkt náttúrulegt úrval (yfir 99%) hamlar að stök erfðablöndun berist milli kynslóða – Auknar kröfur um búnað og verklag hafa dregið stórleg úr slysasleppingum í Noregi – Langtímarannsóknir munu kortlegga hvort og hvernig erfðablöndun skaðar stofna – Mikilvægt að fyrirbyggja slysasleppingar með öllum tiltækum ráðum

Laxalús og sjúkdómar frá laxeldi munu ekki valda skaða á villtum laxastofna
– Kynslóðaskipt eldi og kaldur sjór munu fyrirbyggja að laxalús aukist á eldissvæðum – Engir veirusjúkdómar finnast í eldislaxi á Íslandi – Bólusetning gegn barkeríusjúkdómum fyrirbyggir að eldislax sýkist

Lítil mengun frá laxeldi
– Aðeins 0,5% eldisstöðva í Noregi hafa valdið óásættanlegri staðbundinni mengun – Úrgangsefni við framleiðslu á 1 tonni af laxi samsvarar klóakkrennsli frá 8 manns, án allra aukaefna (sápur, olíur, þvottaefni o.s.frv…) – Áhrif laxeldis á svifþörunga á nærsvæði eru lítil – mikil þynningaráhrif á næringarefni – Endurskoðun á verklagi og nýjar reglur um vöktun fyrirbyggja staðbundin langtímaáhrif – Grunnir firðir hafa sterkari botnstrauma en djúpir firðir og endurnýja umhverfi hratt

Laxeldi er umhverfisvæn matvælaframleiðsla
– Kolefnisútblástur á hver kg framleitt er 10X minni en laxeldi en nautgripaeldi – Orkunýting fóðurs er 50% betri hjá laxi en hjá kjúklingi og svínum – Aðeins þarf að meðaltali 1,3 kg af fiskmeti úr sjó til að framleiða hvert kg af laxi – Fjölómettaðar fitusýrur (EPA, DHA) frá þörungum mun gera laxeldi óháð veiðum í framtíðinni – Á íslensk tún er árlega borin 12-15.000 tonn af köfnunarefni í formi tilbúns áburðar. Það samsvarar úrgangsefnum frá 300.000 tonna framleiðslu af laxi

Nú þegar liggja fyrir umhverfismöt vegna eldisstarfseminnar í Arnarfirði, Patreks- og Tálknafirði og Reyðarfirði. Þá er búið að skila inn matsskýrslu fyrir Ísafjarðardjúp en beðið er álits. Ekkert þeirra verkefna þar sem sem matið hefur verið klárað hafa fengið neikvæða niðurstöðu þó vissulega sé bent á áhættuþætti.
Fiskeldi er akuryrkja til sjávar, það sem heimsbyggðin kallar bláa-byltingin. Við fögnum því umræðunni um hverngivið byggjum upp sjálfbært fiskeldi á íslandi:

1) Nágrannar okkar Norðmenn, Færeyingar, Skotar, Írar og Kanadamenn hafa allir þróað umfangsmikið laxeldi síðustu áratugi og fundið leið til að byggja upp það laxeldi í sátt við umhverfi og samfélag. Leyfisferlar hafa verið í gangi undanfarin 6 ár og sjálfsagt að þessi umræða eigi sér stað á Íslandi.

2) Hjá Arnarlaxi hefur t.a.m. leyfisferillinn staðið í undanfarin 6 ár og hafa hlutaðeigandi fengið fjölmörg tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum að og það hafa þau gert í ríkum mæli. Svokallaðir hagsmunaaðilar og veiðiréttareigendur hafa nýtt alla sína möguleika til að kæra niðustöður opinberra aðila og nú síðast í september vísaði Umhverfis og Auðlindaráð slíkri kæru frá. Það er því af og frá að leyfisferillinn sé ekki vel ígrundaður og ekki hafi verið opnað fyrir sjónarmið veiðiréttareigenda. Leyfisferillinn hefur einmittt verið sérlega gegnsær og ýtarlegur og niðurstaða er fengin, jafnvel þó einhverjir séu augljóslega ósáttir með það.

3) Fiskeldi og rannsóknum hefur fleygt gríðarlega fram síðustu ár og tilraunir með bæði geldfisk og lokaðar kviar eru komnar í gang og verður spennandi að sjá hverju þær tilraunir skila. Sem stendur eru slíkar hugmyndir á tilraunastigi og öruggasta leiðin er einmitt þeir staðlar sem innleiddir hafa verið á laxi á Íslandi. (NS9415)

4) Orri Vigfússon talsmaður NASF hefur bent á að genamengun taki áratugi og í því samhengi má benda á að íslensku laxeldisleyfin eru gefin úr til 10 ára með endurskoðun eftir 4 ár. Því fer fjarri að íslenskum laxi stafi bráð hætta af hugsanlegri genamengun við hugsanlegar slysasleppingar.

5) Laxastofninn sem notaður er á íslandi er svokallaður Saga Stofn sem var fluttur til Íslands fyrir tæpum 20 árum. Laxinn er að sjálfsögðu ekki genabreyttur en eins og við matvælaframleiðslu almennt eru stundaðar kynbætur á eldislaxinum. Það sama er einnig gert í langflestum laxveiðiám á Íslandi þar sem menn velja stærri laxa í kassa og fyrir seiðaframleiðslu ánna. Allir veiðimenn kannast við þessa kassa.

Við hlökkum til umræðunnnar um sjálfbært laxeldi á Íslandi!

Landssamband fiskeldisstöðva
Höskuldur Steinarsson
Október 2016