Um Landssamband Fiskeldisstöðva

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.
Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.
Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.
Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.

Helstu ástæður og rökstuðningur fyrir að sækja um aðild í LF eru m.a:

1. Fiskeldismenn þurfa að hafa styrk og getu til að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í fiskeldismálum á hverjum tíma.

2. LF er tengiliður fiskeldismanna við stjórnvöld.

3. Fiskeldið fellur í megin atriðum undir þrjú ráðuneyti; landbúnaðar-, umhverfis- og sjávarútvegsráðuneyti og tilheyrandi eftirlitsstofnanir.

4. Reglugerðir og eftirlit valda oft ágreiningi sem greinin þarf skoða og finna skynsamlegar lausnir á.

5. Starfsleyfismál eru flókin og reynsla annarra getur reynst dýrmæt.

6. LF hefur á liðnum árum verið með fjölmarga starfandi faghópa.

7. SA eru öflugur málsvari löggjafar, atvinnustefnu og í vinnuverndar- og vinnuréttarmálum, efnahagsstjórnun, skatta- og samkeppnismálum, umhverfis- og jafnréttismálum,     rannsóknar-, þróunar- og menntamálum. Með inngöngu í LF er þú jafnframt félagi í SA.

8. Starfsfræðslunámskeið verða haldin fyrir starfsmenn fiskeldisstöðva.

9. Mikilvægt er fyrir alla eldismenn að standa saman um allt eldi og byggja upp þróttmikla og sjálfstæða starfsgrein.