Þorskeldi

Tilraunir með föngun á þorskeiðum (0+ árg.) til áframeldis í Ísafjarðardjúpi hófust seinnihluta ársins 2001. Seiðin hafa verið fönguð að hausti og fyrrihluta vetrar og alin í strandeldisstöð Háafells ehf. á Nauteyri á veturna og sett í sjókvíar á vorin.   Fyrstu tilraunir með söfnun á villtum þorski til áframeldis í kvíum hér á landi hófust 1992.  Á vorþingi 2002 voru samþykktar breytingar á lögum nr. 38/1990 um stjórnun fiskveiða þar sem fram kemur að sjávarútvegsráðherra hafi til sérstakrar ráðstöfunar til áframeldis aflaheimildir sem nema árlega 500 lestum af óslægðum þorski á fiskveiðiárunum 2001/2002 til og með 2005/2006, sem síðar var framlengt um fimm  ár.  Tvær meginleiðir eru í þorskeldi: Annars vegar föngun og eldi á villtum þorski (áframeldi) og hins vegar framleiðsla á eldisþorski allt frá klaki að markaðsstærð (aleldi).

thorskur_31.10.05

Þorskeldið á Íslandi náði hámarki árið 2009 þegar framleidd voru rúmlega 1.800 tonn en nú hefur það nánast lagst af og ekki er gert ráð fyrir neinni framleiðslu 2016.