Omega-3

Neysla lýsis og fiskmetis er ein besta leiðin til að sjá líkamanum fyrir Omega – 3. Sýnt hefur verið fram á verndandi áhrif Omega – 3 fitusýra úr sjávarfangi gegn hjarta- og æðasjúkdómum og gegna þær sömuleiðis mikilvægu hlutverki líkamans er kemur að bólgu- og ónæmissvörnum líkamans, ubbyggingu frumuhimna og blóðstorknun. Þá hafa rannsóknir leitt í ljós jákvæð áhrif þeirra á heilsu manna og framvindu ýmissa sjúkdóma eins og psoriasis húðsjúkdóma, astma, geð- og gigtsjúkdóma.

Salmon

Í fiski er 5-10 sinnum meira magn af omega 3 en í kjúklingi og svínakjöti. Sömuleiðis er í fiskinum heilmikið af prótínum, vitaminum og steinefnum. Þar sem fiskur inniheldur fjölmargar lífsnauðsynlegar aminosýrur er protein í fiskum gæðaprótein. Prótín er aðalbygginarefni líkamans og þar sem það er ekki geymt sem forði í líkamanum er nauðsynlegt að huga að því að fá það daglega úr fæðu.

Ráðlagt er að fá um 450 milligrömm af n-3 fitusýrum (omega) úr fiski á dag og janfgildir þetta að borða fisk tvisvar í viku og að önnur máltíðin sé feitur fiskur.

Þegar litið er á næringarinnihald í eldislaxi má sjá að fituprósenta í íslenska laxinum sé um 11%.

Fitusýrurnar sem koma úr fiski eru síðan betri fyrir okkur því líkaminn getur unnið meira úr þeim. Fitusýrurnar eru auðvitað í fitunni og því feitari sem fiskurinn er því betra fyrir okkur. Í villtum laxi er um 5-7% fituhlutfall og hann því fituminna en eldisfiskurinn. Þar sem meiri fita er í eldislaxinum en þeim villta er því norksi eldislaxinn hollari fyrir okkur (hann er feitari en íslensku en það eru skekkjumörk og eru þeir því svipaðir) en villti laxinn með tiliti til omega-3 fitusýra og það má gera ráð fyrir að sama gildir um íslenska laxinn.

 

Viðtal í 7.tbl Sjávarafli 2015 við Jón Árnason, verkefnastjóri hjá Matís.