Arctic Fish boðar til íbúafundar á Tálknafirði

Arctic Fish boðar til íbúafundar á Tálknafirði

Arctic Fish boðar til íbúafundar í seiðaeldisstöð félagsins í botni Tálknafjarðar fimmtudaginn 3. maí kl 16 þar sem fyrirtækið mun kynna starfsemi sína.

Dýrafjörður: Sjókvíaeldi Arctic Sea Farm (fyrrum Dýrfisks) byrjaði árið 2009 þegar fyrirtækið hóf að ala regnbogasilung í sjókvíum í Dýrafirði og á síðasta ári voru sett út laxaseiði sem byrjað verður að slátra síðar á þessu ári.

Áhersla verður á að kynna frummatsskýrslur félagsins fyrir laxeldi í Arnarfirði og stækkun eldis í Dýrafirði, en einnig verður almenn kynning og umræður um núverandi starfsemi og áform félagsins í fiskeldi á Vestfjörðum.

Arctic Sea Farm hefur starfs- og rekstrarleyfi til framleiðslu á 4.200 tonnum af laxi eða regnbogasilungi í Dýrafirði og er að sækja um stækkun í 10.000 tonn. Þá er fyrirtækið með leyfi til framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi í Patreks- og Tálknafirði og 400 tonna leyfi í Önundarfirði. Auk þess hefur fyrirtækið sótt um leyfi til laxeldis í Ísafjarðardjúpi og á fundinum verður frummatsskýrsla um 4.000 tonna laxeldi í Arnarfirði kynnt en hana er að finna á vef Skipulagsstofnunar.
Skrifstofa Arctic Fish er í Ísafjarðarbæ og hjá félaginu starfa nú þegar yfir 40 starfsmenn, flestir í sjóeldisstarfseminni (Arctic Sea Farm) en þar líkt og í seiðaeldisframleiðslunni (Arctic Smolt) hefur verið auglýst eftir fleiri starfsmönnum til þess að fylgja eftir uppbyggingu félagsins.
Þátttakendum gefst færi á að sjá nýja seiðeldisstöð félagsins þar sem fundurinn verður haldinn í Norður Botni í Tálknafirði. Þar hefur Arctic Smolt staðið að uppbyggingu seiðaeldisstöðvar frá árinu 2011 sem er grunnurinn að uppbyggingu sjóeldis félagsins á Vestfjörðum.

Kröfu um frestun réttaráhrifa hafnað

Kröfu um frestun réttaráhrifa hafnað

Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur hafnað kröfu um frestun réttaráhrifa á ákvörðun Matvælastofnunar frá 13. nóvember 2017 um útgáfu rekstrarleyfis fyrir 500 tonna seiðaeldi Laxa fiskeldis ehf í Þorlákshöfn. Kærendur höfðu gert þá kröfu að ákvörðunin yrði ógilt og réttaráhrifum hennar frestað.
Málsatvik eru þau að Matvælastofnun hafði gefið út rekstrarleyfi 13. nóvember sl. en Umhverfisstofnun hafði gefið út starfsleyfi til handa sama aðila, 8. nóvember.
Í niðurstöðu Úrskurðarnefndarinnar kemur fram að kærendur telji hættu á lúsafári, sjúkdómasmiti og erfðamengun, sleppi eldisfiskur úr stöðinni. Í niðurstöðu Úrskurðarnefndarinnar segir ennfremur:
„Fyrir liggur matsskylduákvörðun Skipulagsstofnunar frá 2. ágúst 2016 og hefur hún ekki verið kærð. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að helstu neikvæðu áhrif eldisins yrði losun næringarefna út í sjó, en að ekki væru líkur á að næringarefni söfnuðust upp að neinu ráði vegna staðhátta. Væri eldið ekki líklegt til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og væri framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Verður með hliðsjón af framangreindu að telja litlar líkur á að þau áhrif komi fram á umhverfið á meðan á meðferð málsins stendur að kæruheimild verði þýðingarlaus, en að sama skapi er ljóst að frestun réttaráhrifa hinnar kærðu ákvörðunar myndi hafa í för með sér mikið tjón fyrir leyfishafa. Þá skal á það bent að verði eldið aukið umfram það sem þegar hefur verið leyft kemur til nýrra stjórnvaldsákvarðana sem einnig eru kæranlegar til úrskruðarnefndarinnar. Eru því ekki forsendur til að beita undantekningarheimild 3. mgr. 5. gr. laga nr 130/2011 og fresta réttaráhrifum hins kærða rekstrarleyfis.

Grænt ljós á aukið fiskeldi Hábrúnar í Skutulsfirði

Grænt ljós á aukið fiskeldi Hábrúnar í Skutulsfirði

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð stækkun á fiskeldisleyfi Hábrúnar í Skutulsfirði er ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með tilliti til eðlis framkvæmdarinnar, staðsetningar hennar og eiginleika hugsanlegra áhrifa hennar. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta er niðurstaða Skipulagsstofnunar.
300 tonna stækkkun
Um er að ræða aukningu á þorsk og regnbogasilungseldi Hábrúnar í allt að 700 tonn, sem er 300 tonnum stærra leyfi en fyrirtækið hefur núna. Fyrirhuguð áform fela í sér framleiðslu á allt að 700 tonnum af þorski og regnbogasilungi og er miðað við að lífmassi regnbogasilungs fari aldrei yfir 650 tonn og lífmassi þorsks verði aldrei meiri en 50 tonn.
Eldi stundað í Skutulsfirði frá árinu 2002
Í framlögðum gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að Hábrún ehf., (áður Álfsfell ehf., Glaður ehf. og Sjávareldi ehf.) hafi stundað eldi á þorski og regnbogasilungi í sjókvíum í Skutulsfirði síðan 2002 og hafi ársframleiðsla verið innan við 400 tonn á ári.

Ísfirska fiskeldisfyrirtækið Hábrún hefur í góðri sátt stundað eldi í Skutulsfirði. Eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í sumar liggja skemmtiferðaskip í næsta nágrenni við kvíarnar og undirstrikar það góða sambúð fiskeldis og ferðaþjónustu. Með nýrri samsetningu leyfis Hábrúnar dregur úr lífrænu álagi.

Dregur úr lífrænu álagi
Áform Hábrúnar ehf. í Skutulsfirði fela í sér aukningu á umfangi framleiðslu frá núgildandi starfsleyfi um 300 tonn, en því samhliða er hlutföllum milli þorsks og silung í eldi breytt sem leiðir af sér að fóðurstuðull lækkar og fóðurnýting eykst því samhliða. Þar með dregur úr lífrænu álagi sem fylgir.
Ekki áhrif á skipaumferð
Kannað var sérstaklega hvort fyrirhuguð stækkun hefði áhrif á skipaumferð um Skutulsfjörð. Hafnarstjóri Ísafjarðbæjar staðfesti í bréfi að innsiglingalína inn Skutulsfjörð sé 211° siglt inn í merkjum í Naustum á Kirkjubólshlíð og sé töluvert austan við það svæði sem úthlutað hafi verið undir fiskeldi. Af þessum sökum hafi hafnaryfirvöld á Ísafirði ekki gert athugasemdir við að eldiskvíar Hábrúnar verði áfram á því svæði sem úthlutað hafi verið.
Út frá stærð og umfangi framkvæmdarinnar og sammögnun sem og staðsetningu og eiginleikum hugsanlegra áhrifa framkvæmdarinnar telur Skipulagsstofnun að fyrirhuguð framkvæmd þurfi ekki að undirgangast mat á umhverfisáhrifum.

„Engin dýraprótínframleiðsla með minni umhverfisáhrif en fiskeldi“

„Engin dýraprótínframleiðsla með minni umhverfisáhrif en fiskeldi“

Ólafur Sigurgeirsson: Það er ekki mikið meira að hafa af fiski frá veiðum og því verður öll aukin fiskneysla að koma frá eldisfiski.

Engin dýraprótíframleiðsla er með minni umhverfisáhrif en fiskeldi, ef skordýr eru undanskilin. Það þurfa gagnrýnendur fiskeldis að kynna sér. Þetta kemur fram í viðtali 200 mílna, sem Morgunblaðið gefur út, við Ólaf Sigurgeirsson lektor við Háskólann á Hólum.

Tilefni viðtalsins við Ólaf er erindi sem hann flutti á ráðstefnu Strandbúnaðar nú nýlega. Í viðtalinu segir Ólafur meðal annars:
„Ég var í námi í Noregi, árin 1987 til 1991 og um það leyti var laxeldi í Noregi 120 til 150 þúsund tonn. Þá héldu sumir einmitt að markaðurinn væri mettur; það væri ekki hægt að selja meira. Þeir voru í einhverju basli með þetta á tímabili og tóku um 30 þúsund tonn út og settu í frysti. En nú eru þeir búnir að tífalda magnið í eldinu og farnir að tala upphátt um fimm milljón tonn fyrir 2050.

Þetta leitar jafnvægis.

En almennt er fiskneysla að aukast í heiminum og fólki fjölgar hratt. Allar ráðleggingar næringarfræðinga og lækna beina fólki að því að borða meira af fiski. Feitur fiskur eins og lax, bleikja og regnbogasilungur er einmitt sérlega hollur. Þess vegna býst ég ekki við að markaðurinn sé mettur. Það er ekki mikið meira að hafa af fiski frá veiðum og því verður öll aukin fiskneysla að koma frá eldisfiski.

Og í því ljósi er kannski vert að taka fram að engin dýraprótínframleiðsla er með með minni umhverfisáhrif en fiskeldi, ef skordýr eru undanskilin. Það þurfa gagnrýnendur fiskeldis að kynna sér betur“.

„Lax og ferðamenn bjarga byggðunum“

„Lax og ferðamenn bjarga byggðunum“

Fréttaskýring í Morgunblaðsinu bregður ljósi á jákvæð byggðaleg áhrif af uppbyggingu fiskeldis. Sigurður Árnason sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar bendir á að á Vestfjörðum hafi fólki fækkað í langan tíma. Þetta snerist hins vegar við í fyrra. Þá fjölgaði um 100 manns og enn hefur fjölgað á Vestfjörðum um 50 til viðbótar frá áramótum. Sigurður telur að uppbygging fiskeldis og væntingar til þess séu að koma fram. Þótt greinin sé enn að byggjast upp, megi merkja verulega aukningu tekna.

Fréttaskýring Morgunblaðsins.

 

Þetta er í samræmi við það sem bent hefur verið á hér á síðunni áður. Þar sem fiskeldisuppbyggingin hefur átt sér stað hefur það gerst í senn að störfunum fjölgar, fólksfjölgun hefur orðið þar sem fólksfækkun var áður og meðaltekjur á mann sem voru um 87 af landsmeðaltali eru núna álíka og landsmeðaltalið. Það þarf ekki frekari vitnanna við.
Ástæða er til að rifja upp rannsókn Byggðastofnunar sem unnin var í tengslum við stefnumótunarskýrslu um fiskeldi og kom út í ágúst í fyrra. Af henni má sjá að um fjögur þúsund manns munu hafa afkomu af fiskeldi og afleiddum störfum þegar það verður komið upp í þau 71 þúsund tonn sem áhættumat Hafrannsóknastofnunarinnar gerir ráð fyrir. Ef burðarþolstalan er lögð til grundvallar má áætla að um 7.300 manns hefðu afkomu af þessari starfsemi. Ljóst er að lang flest þessara starfa yrðu á Austfjörðum og Vestfjörðum, á svæðum sem hafa verið vörn eða hnignun á síðustu árum.
Útsvartekjur sveitarfélaga vegna fiskeldis sem næmi 71 þúsund tonnum gætu numið 1,3 til 1,4 milljörðum króna. Yrði það 130 þúsund tonn næmu útsvarstekjurnar 2,5 milljörðum króna. Lunginn af þessum tekjum félli í í skaut sveitarfélaga á Austfjörðum og Vestfjörðum.

http://www.lf.is/oflokkad-is/fiskeldid-mun-skapa-thusundir-starfa/

„Er þetta að koma eða ekki“

„Er þetta að koma eða ekki“

„Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi, mun leiða til stærstu samfélagslegu breytinga í yfir 50 ár, með uppbyggingu innviða, ný atvinnutækifæri, fólksfjölgun og eflingu smærri byggða. Það er ekki boðlegt að halda fólki í bið árum saman. Er þetta að koma, eða ekki? Þetta er bara ekki boðlegt.

Það er ekki verið að biðja um ölmusu, ríkisaðstoð eða vinagreiða. Það er bara verið að biðja um svar.“

Þetta skrifar Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík í færslu á facebook í gær. Það er óhæt að segja að með þessum orðum endurómi hann viðhorf alls almennings við Ísafjarðardjúp. Hér að neðan fylgir færsla hans í heild sinni.

Jón Páll Hreinsson: Þetta er svona einfalt. Það sem hefur hinsvegar ekki verið einfalt er tíminn. Það hefur tekið langan tíma að komast á þennan stað sem við erum á núna. Allt of langan tíma. Samfélagið við Djúp hefur beðið árum saman, án þess að fá trúverðugt svar um hvernær þessu leyfisferli lýkur og svar kemur.

Í dag hefur verið fjallað um álit Skipulagsstofnunar sem segir að stofnunin leggist gegn laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Þetta eru ekki nýjar fréttir og ekkert sem kemur á óvart í þessu áliti stofunarinnar.

Skipulagsstofnun er einungis að benda á þá staðreynd að Hafró hefur gefið út áhættumat sem gerir ráð fyrir að áhættan við laxeldi í sjó sé of mikil m.v. núverandi forsendur. Ef þessar forsendur breytast ekki, þá verður ekkert eldi.

Þetta er eins og að segja að það sé bannað að opna veitingahús, nema að það séu settar upp eldvarnir. Ef það eru engar eldvarnir, þá er áhættan of mikil og veitingastaðurinn opnar ekki. Þegar hinsvegar búið er að setja upp eldvarnir eins og eldvarnir eiga að vera. Þá má byrja að hræra í pottunum!

Á sama hátt er verið að bíða eftir að Hafrannsóknarstofnun vinni nýtt áhættumat sem byggir á þeim mótvægisaðgerðum sem fiskeldisfyrirtækin leggja til í samráði við ráðleggingar stofnunarinnar. Nýtt áhættumat, sem tekur inn í áhrif mótvægisaðgerða, mun sýna fram á allt aðra áhættu af fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Ásættanlega áhættu sem þýðir að ekkert verður því til fyrirstöðu að hefja eldi í Ísafjarðardjúpi.

Þetta er svona einfalt. Það sem hefur hins vegar ekki verið einfalt er tíminn. Það hefur tekið langan tíma að komast á þennan stað sem við erum á núna. Allt of langan tíma. Samfélagið við Djúp hefur beðið árum saman, án þess að fá trúverðugt svar um hvernær þessu leyfisferli lýkur og svar kemur.

Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi, mun leiða til stærstu samfélagslegu breytinga í yfir 50 ár, með uppbyggingu innviða, ný atvinnutækifæri, fólksfjölgun og eflingu smærri byggða. Það er ekki boðlegt að halda fólki í bið árum saman. Er þetta að koma, eða ekki? Þetta er bara ekki boðlegt.

Það er ekki verið að biðja um ölmusu, ríkisaðstoð eða vinagreiða. Það er bara verið að biðja um svar.

Þriggja milljarða seiðaeldisstöð í Tálknafirði

Þriggja milljarða seiðaeldisstöð í Tálknafirði

Seiðaeldisstöð Arctic Smolt í Tálknafirði sér laxeldi móðurfyrirtækisins Arctic Fish fyrir seiðum. Stöðin hefur verið um þrjú og hálft ár í byggingu og kostað yfir þrjá milljarða. Arctic Fish er að stærstum hluta í eigu Norðmanna og Pólverja og er með leyfi fyrir laxeldi í Dýrafirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta kemur fram í nýlegri frétt í Ríkusútvarpinu, Sjónvarp.

Seiðaeldisstöð Arcit fish í Tálknafirði: Laxahrognin klekjast í fyrsta áfanga seiðaeldisstöðvarinnar, eru þar í 8-10 vikur áður en þau flytjast í startfóðrunardeild. Seiðaeldisstöðin hefur þá sérstöðu að hún endurnýtir vatn. Þá hefur allt vatn verið geislað síðan í haust.

Endurnýta vatn
Laxahrognin klekjast í fyrsta áfanga seiðaeldisstöðvarinnar, eru þar í 8-10 vikur áður en þau flytjast í startfóðrunardeild. Seiðaeldisstöðin hefur þá sérstöðu að hún endurnýtir vatn. Þá hefur allt vatn verið geislað síðan í haust.
„Til að geta stýrt umhverfinu og hugsanlega drepa það sem óæskilegt að berast inn í stöð,“ segir Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri hjá Arctic Smolt. Þannig hefur til dæmis verið hægt að koma í veg fyrir nýrnaveikismit, sem hrjáði hluta stöðvarinnar.

Vilja fleiri leyfi
Startfóðrunareiningin getur tekið á móti þremur milljónum seiða. Með því að stýra hitastigi vatnsins er hægt að stýra vexti seiðanna og tímasetja hann, miðað við hvenær þau eiga að fara út í sjó. „Við náttúrlega tökum bara inn í stöðina það sem við höfum leyfi til að setja út. Uppbyggingin hér er svo hröð að við eru ekki með nema brot of þeim leyfum sem við vildum hafa.“

Þrír milljarðar og þrjú og hálft ár
Sigurvin segir að að jafnaði starfi um átta manns í seiðaeldisstöðinni, sem og fjöldi pólskra verkamanna við framkvæmdir, en stöðin hefur verið um þrjú og hálft ár í byggingu og kostað yfir þrjá milljarða. Framkvæmdum á að ljúka nú í mars, í bili, en enn á eftir að byggja eitt hús. Þegar öllum framkvæmdum verður lokið er áætlað að kostnaðurinn hlaupi á 3,5 milljörðum

Beinum athyglinni að því sem máli skiptir

Beinum athyglinni að því sem máli skiptir

Gríðarlega mikið er lagt í að rannsaka hvaða áhrif eldi hefur á lax – borið saman við villta stofna. Sjálfur hef ég tekið þátt í slíkum rannsóknum. Niðurstöður eru óyggjandi. Eldislax hefur glatað mikilvægustu þáttum líffræðinnar sem lúta að hæfni til að lifa villtir í umhverfinu.
Af hverju? Jú ekki ólíkt íslensku sauðkindinni þá hefur áhersla verið lögð á þætti sem eldismenn (bændur hafsins) telja mikilvæga – einkum eiginleikana að vaxa hratt, nýta vel fóður (lágur fóðurstuðull), sjúkdómaþol og seinn kynþroski. Allt þetta þýðir þar með að lax sem sleppur er ekki líklegur til að blandast villtum stofnum.
Erfitt að sjá þessa erfðablöndun
Ef litið er til Noregs – og eins og víða kemur fram – þá er mjög erfitt að sjá þessa erfðablöndun. Og ef litið er til náttúrulegs vals þá er auðvitað ljóst að einstaklingar sem eru síður hentugir til að lifa af í villtri náttúru munu deyja út. Því er það svo að þrátt fyrir yfir 50 ára eldi við strendur Noregs þá er enn góð staða á villtum löxum víðast. Hvergi er hægt að fullyrða neitt um að eldi hafi eyðilagt ár – hvergi!
Meiri áhyggjur eru af veiðum á villtum laxi í net við strendur og hann Orri Vigfússon heitinn, sá merki maður, keypti jú upp alla kvóta í kringum landið.

Þorleifur Ágústsson: Það er því sérstakt í mínum huga, sem fagmanns á þessu sviði, að þurfa endalaust að hlusta á marklausar yfirlýsingar um hættur og eyðileggingu þegar um er að ræða iðnað sem á fullan rétt á sér, sé hann stundaður eins og eldismenn gera í dag.

Iðnaður sem rétt á sér sé hann stundaður eins og eldismenn gera í dag.
En þetta þýðir auðvitað ekki að engin hætta sé til staðar og menn þurfi ekki að fara varlega. Það er því sérstakt í mínum huga, sem fagmanns á þessu sviði, að þurfa endalaust að hlusta á marklausar yfirlýsingar um hættur og eyðileggingu þegar um er að ræða iðnað sem á fullan rétt á sér, sé hann stundaður eins og eldismenn gera í dag. Arnarlax og aðrir sem eru að stunda laxeldi hafa nákvæmlega engan áhuga á, frekar en bændur við Djúp, að fara ílla með dýrin sín eða eyðileggja náttúruna.
Beinum athyglinni að því sem skiptir máli
Ég legg því til að menn beini athygli sinni að því sem skiptir máli, sem er að hér er um landbúnað (strandbúnað) að ræða sem hefur svipað í för með sér og landbúnaður hefur gert á Íslandi frá því að land byggðist. Fiskirækt er landbúnaður – framkvæmdur í fersku vatni og í sjó – hvort sem það kallast að að ala lax til manneldis eða lax til að sleppa í ár svo að veiðiáhugamenn geti spreytt sig með stangir og línu.
Fiskeldi getur verið í sátt við umhverfið
Eftir að hafa dvalið í 10 ár á Ísafirði, kynnst því góða fólki sem þar býr og fylgst með hve erfitt er að halda uppi atvinnu þá vil ég við ykkur segja: Fiskeldi getur vel verið í sátt við umhverfið – getur vel verið lyftistöng fyrir byggðir fyrir vestan og austan. Svo nú ráðlegg ég ykkur að vinna saman að góðum lausnum – sem verða ykkur og landinu til góðs.
Þorleifur Ágústsson, rannsóknarstjóri hjá norska rannsóknafyrirtækinu  IRIS

Svolítið af laxi úr sleppingum er ekki stórt vandamál.

Svolítið af laxi úr sleppingum er ekki stórt vandamál.

Nokkrar umræður hafa orðið um viðtal norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv við norska prófessorinn Kevin Glover um erfðablöndun. Í viðtalinu við hann kemur ma eftirfarandi fram:

„Við litla eða nokkra (moderat) blöndun, það er að segja 5 – 10% eldislaxa sjáum við næstum engar breytingar á 50 -100 árum í stærð smárra og fullorðinna laxa, né hve mikinn fisk áin framleiðir, né heldur breytingar á endurheimtum laxa eftir sjógöngu. Allt að 10% innblöndun eldislaxa er dæmigert fyrir margar norskar ár“. Þetta er niðurstaða Kevin prófessors við Björgvinaháskóla í Noregi, sem ásamt öðrum hefur smíðað líkan sem mælt getur áhrif innblöndunar af eldisfiski í ám. Í niðurstöðum prófessorsins kemur fram að „við búumst ekki endilega við að sjá miklar afleiðingar af hlutfallslega lítilli innblöndun við eldislaxa á hrygningarstöðvum“.
 En hvað ræður þessari niðurstöðu: Því svarar prófessorinn: –“Það er meðal annars vegna þess að eldislaxi heppnast miklu ver hrygning en villtum. Það er fyrsta hindrun náttúrunnar til varnar villta laxinum. Við vitum einnig að afkomendur eldislaxa lifa síður dvölina af, bæði í ánni og sjónum. Það verður þannig sterkt náttúruval sem hreinsar til í þeirri breytingu sem gæti hafa átt sér stað.“

Hér á eftir fer viðtalið við Kevin Glover í heild sinni. Viðtalið birtist í norska viðskiptablaðinu, Dagens Næringsliv 18. mars sl.

Náttúran hreinsar sjálf til í erfðaáhrifum sloppinna eldislaxa í nokkru magni á hrygningarstöðum í veiðiám, sýnir ný skýrsla.
–Við vitum mikið, en það mikilvægasta sem enn vantar til að skilja blöndun eldislaxa við villta er að skilja hve miklar afleiðingarnar eru fyrir villta laxinn, segir Kevin Glover.
Glover er yfirmaður rannsókna á Hafrannsóknastofnun Noregs og prófessor við Bergenháskóla. Hann hefur leitt vinnuna við að þróa líkan sem sýnir hvernig erfðaeiginleikar eldislaxa hafa áhrif á villta laxastofna.
Næstum engar breytingar
Glover segir að teymi hans hafi búið til háþróað líkan sem geri kleyft að herma erfða„mengun“ villtra laxa af völdum eldislaxa og sjá hvaða áhrif magn eldislaxa á hrygningastöðvum villtra laxa hafa, sem og sjá hve langan tíma tekur fyrir stofnana að verða „hreinir“ aftur. Líkanið hefur verið birt í hinu virta vísindatímariti Evolutionary Applications.
–Hvað sýnir líkanið?
–Við höfum sett í það frá 5 til 50% eldislaxa á hrygningarstaði og hermt 200 ára tímabil. Við litla eða nokkra (moderat) blöndun, það er að segja 5 – 10% eldislaxa sjáum við næstum engar breytingar á 50 -100 árum í stærð smárra og fullorðinna laxa, né hve mikinn fisk áin framleiðir, né heldur breytingar á endurheimtum laxa eftir sjógöngu. Allt að 10% innblöndun eldislaxa er dæmigert fyrir margar norskar ár.

Kevin Glover: Eldislaxi heppnast miklu verrhrygning en villtum. Það er fyrsta hindrun náttúrunnar til varnar villta laxinum. Við vitum einnig að afkomendur eldislaxa lifa síður dvölina af, bæði í ánni og sjónum. Það verður þannig sterkt náttúruval sem hreinsar til í þeirri breytingu sem gæti hafa átt sér stað

–Góð frétt fyrir fiskeldið með öðrum orðum?
–Tja, það veit ég ekki, en niðurstaðan bendir til að við búumst ekki endilega við að sjá miklar afleiðingar af hlutfallslega lítilli innblöndun við eldislaxa á hrygningarstöðvum. En þetta er líkan og öll líkön verður að taka með fyrirvara. En ég trúi mjög á niðurstöður líkansins. Þær passa vel við bæði reynslu og kenningar okkar segir Glover.
–Hver er orsök þess að áhrifin eru svona í lágmarki?
–Það er meðal annars vegna þess að eldislaxi heppnast miklu verr hrygning en villtum. Það er fyrsta hindrun náttúrunnar til varnar villta laxinum. Við vitum einnig að afkomendur eldislaxa lifa síður dvölina af, bæði í ánni og sjónum. Það verður þannig sterkt náttúruval sem hreinsar til í þeirri breytingu sem gæti hafa átt sér stað, segir Glover.
Getur eyðilagst alveg.
Í mörgum norskum ám, meðal annars í Hardanger, er staðfest innblöndun eldislaxa sem er langt yfir 10 prósent.
–Já og líkanið sýnir að ef innblöndunin er yfir 30% og ef það gerist yfir margra ára tímabil, þá fáum við meiri breytingar. Þá mun fjöldi bæði seiða og endurheimtra laxa minnka.
–En hvað gerist í á ef innblöndun eldislaxa hættir eftir margra ára mikla innblöndun?
–Líkanið sýnir að það tekur um það bil jafn langan tíma að komast aftur á upphafsstað. Hafi mikill lax sloppið í 50 ár mun það taka 50 ár. En þú munt aldrei ná alla leið að sama upphafspunkti, því þú getur aldrei endurskapað algerlega upphaflega erfðafjölbreytileikann.
–En skipti það einhverju máli?
–Það veit ég reyndar ekki og vil ekki koma með dramatíska ályktun um það. En þegar við keyrðum líkanið með 50% innblöndun eldislaxa í 200 ár var villta stofninum útrýmt. Það varð náttúrunni ofviða að hreinsa til og hann varð undir. Það er eins og að tæma olíutunnur á strönd á hverju ári, á endanum er ströndin ónýt, segir Glover.
Við gleðjumst.
Geir Ove Ystmark framkvæmdastjóri landssambands fiskeldisstöðva „Sjømat Norge“ segist ekki þekkja innihald skýrslu Glover.
–En við gleðjumst að sjálfsögðu yfir niðurstöðunni eins og þú lýsir henni segir hann.
–Það er mikilvægt fyrir okkur að passa upp á villta laxinn. Það er ein af mörgum mikilvægum ástæðum þess að meðlimir Sjømat Norge hafa lagt og leggja mikila vinnu í að hindra sleppingar á laxi. Síðan 2006 höfum við séð að mótvægisaðgerðirnar virka. Tölur um sleppingar minnka ár frá ári og þetta sýnir sig í færri eldislöxum í ám. Vöktun sýnir einnig, eins og fréttir staðfesta, að fáar ár hafa nú meira en 10% innblöndun eldislaxa, segir Ystmark.
–Auk þess að færri fiskar sleppa hefur laxeldið einnig borgað fyrir veiði á eldisfiski í laxveiðiám. Þótt slys verði höfum við í dag verkfæri til að halda eldislaxi í ám í lágmarki.

Úr dagblaðinu Dagens Næringsliv 18.03.2018. Harald Berglihn blaðamaður.

Andófið gegn atvinnutækifærunum

Andófið gegn atvinnutækifærunum

Einar K. Guðfinnsson: : Sýnt hefur verið fram á í áhættumati Hafrannsóknastofnunar að möguleg áhætta af erfðablöndun sé bundin við þrjár ár, en ekki allt landið

Hér á eftir fer grein, sem upphaflega birtist í Fréttablaðinu, föstudaginn 23. mars sl.

Pennavinur minn Jón Þór Ólason, lögmaður og formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, stritast enn við í andófi sínu gegn uppbyggingu atvinnutækifæra og verðamætasköpunar í fiskeldi á Íslandi, í grein sem hann skrifaði hér í Fréttablaðið 21. mars.
Möguleg áhætta er staðbundin
Þrátt fyrir þrákelknina verður honum lítt ágengt í málflutningi sínum. Það er athyglisvert að Jón Þór skautar bæði fimlega og samviskusamlega framhjá því að fiskeldi á Íslandi er byggt á vísindum og þekkingu. Sýnt hefur verið fram á í áhættumati Hafrannsóknastofnunar að möguleg áhætta af erfðablöndun sé bundin við þrjár ár, en ekki allt landið, eins og telja mætti af skrifum Jóns.
Viltir laxastofnar sterkastir í Noregi
Hann víkur að Noregi, þar sem fiskeldi er ma stundað í nálægð við veiðiár og árósa, ólíkt því sem hér tíðkast og Hafrannsóknastofnunin hefur bent á. Í Noregi, eru þó villilaxastofnarnir þeir sterkustu í Norður Atlantshafi, eins og sjá má á skýrslum NASCO og fleiri stofnana. Þetta er raunin á sama tíma og laxeldi hefur margfaldast í Noregi og er nú um 1,3 milljónir tonna.
Brothættur grundvöllur
Í skrifum sínum hengir Jón Þór sig á athuganir sem gerðar hafa verið í nokkrum ám á Vestfjörðum, sem eiga það ma sammerkt að vera ekki með eiginlega laxastofna og dregur af þeim athugunum ótæpilegar ályktanir. Þetta er brothættur grundvöllur að standa á.
Niðurstöður Kevin Glover
Nú nýverið hafa birst niðurstöður Kevin Glover prófessors í Bergen, sem sýna að „við litla eða nokkra blöndun, það er að segja 5 – 10% eldislaxa, sjáum við næstum engar breytingar á 50 -100 árum í stærð smárra og fullorðinna laxa, né hve mikinn fisk áin framleiðir, né heldur breytingar á endurheimtum laxa eftir sjógöngu“.
Staðreyndirnar henta ekki málstað hans
En auðvitað tekur Jón Þór Ólason ekkert mark á svona staðreyndum; þær henta ekki hans málstað. Í hans huga er þetta væntanlega bara bænaþula og prófessorinn „áróðursmeistari“.

Einar K. Guðfinnson formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva

Síða 6 af 25« Fyrsta...45678...20...Síðasta »