Samanburður á eplum og ljósaperum

Samanburður á eplum og ljósaperum

Kristján Þ. Davíðsson

Kristján Þ. Davíðsson: Engin lyf eru notuð í fiskeldi á Íslandi. Eldisfiskur lifir á fóðri sem búið er til úr meðal annars íslensku fiskimjöli og lýsi, auk næringarefna úr jurtaríkinu, allt svo vandlega gæðatryggt að mælingar sýna að eldislax inniheldur minna af mengunarefnum en villtur lax, sem étur það sem kjafti er næst í náttúrunni, allt of fjölbreytilega mengaðri af manna völdum.

Ingólfur Ásgeirsson, einn leigutaki Kjararár og flugstjóri, flýgur ekki hátt í áróðri sínum gegn fiskeldi í Fréttablaðinu 14. nóvember. Þar ber hann að jöfnu ómengaðan dýrasaur og mengaðan mannaskít, innihaldandi fjölbreytta flóru mengunar af mannavöldum svo sem klór, mýkingar- og þvottaefni, (eitur)lyfjaleifar, plastagnir og fleira. Þótt það beri ekki vitni um gagnrýna hugsun er honum nokkur vorkunn að grípa á lofti, í þágu málstaðar síns, saurumræðuna í blaðinu nokkrum dögum áður þar sem blaðamaður fellur í sömu gildru og talar meira að segja um „óhreinsað skólp“ sem auk framangreinds inniheldur allt frá tannstönglum og glerbrotum, til smokka, túrtappa og annarra mannvistarleifa nútímans sem fleygt er í fráveitur og sigtað frá í dælustöðvum, sem skila svo menguðum bakteríugraut mannanna til hafs.
Ef hafa skal það sem sannara reynist er vert að hafa í huga að fiskasaur inniheldur ekkert af framangreindu, ekki einu sinni lyfjaleyfar, enda eru engin lyf notuð í fiskeldi á Íslandi. Eldisfiskur lifir á fóðri sem búið er til úr meðal annars íslensku fiskimjöli og lýsi, auk næringarefna úr jurtaríkinu, allt svo vandlega gæðatryggt að mælingar sýna að eldislax inniheldur minna af mengunarefnum en villtur lax, sem étur það sem kjafti er næst í náttúrunni, allt of fjölbreytilega mengaðri af manna völdum.

Við fiskeldi berst aðeins brot af úrgangsefnum út í umhverfið sé miðað við framleiðslu kjöts á landi. Í Noregi eru alin um 1,3 milljónir tonna af laxi árlega. Það skilar í hafið um 60% af því magni næringarefnis sem landbúnaður þarlendur skilar til hafs og er framleiðsla hans þó milljón tonnum minni, um 300.000 tonn. Einnig er vert að nefna að vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar telja að þeir Vest- og Austfirðir sem þeir hafa þegar metið beri vel a.m.k. 130.000 tonna eldi á laxi árlega án þess að umhverfið líði fyrir það og er það varfærið mat. Einnig er þekkt að umhverfisáhrif fiskeldis í sjó eru afturkræf og er sú staðreynd nýtt, bæði við hvíld eldissvæða og við flutning kvía frá svæðum sem ekki henta, eins og gert var nýlega að frumkvæði Arnarlax í Arnarfirði. Enda er það allra hagur að vel sé að málum staðið gagnvart umhverfinu og frá Íslandi er ekki flutt út mengað sjávarfang.
Talnaleikfimi
Til gamans þeim sem hafa ástríðu fyrir talnaleikfimi á borð við þá sem birst hefur á síðum Fréttablaðsins undanfarið um saur, er hér annað dæmi: Af einni kind ganga um 1,6 rúmmetrar af saur á ári. Ef við gefum okkur að það sé um hálft annað tonn þá berast í náttúru Húnavatnssýslna vel yfir 100.000 tonn árlega af kindasaur, á vel innan við 7.000 ferkílómetra (fjöll, vötn, afgirt land og þéttbýli frádregið), sem gera langleiðina í 20 tonn á hvern einasta ferkílómetra (ferhyrnt svæði sem er kílómetri á kant) á hverju einasta ári. Ætla mætti að svæðið væri nánast á kafi í skít og hér eru ekki taldar með kýrnar sem skíta árlega um 13 tonnum hver og skila því 65.000 kýr á Íslandi af sér einum 850.000 tonnum af saur árlega. Hvar skyldi sú “mengun” annars enda?
Epli og epli – eða hvað?
Hugsandi fólk sér að þetta er merkingarlítil talnaleikfimi og í besta falli eins og að bera saman epli og ljósaperur, rétt eins og samanburðurinn á mannaskít og laxasaur í hafinu umhverfis Ísland er. Í Húnavatnssýslum, eins og annars staðar á landinu, hreinsa og skola regn og (laxveiði)ár megninu af saurnum til sjávar, þar sem samspil strauma, ljóss og sjávar leysa hann hratt upp í næringarefni sem svo auka framleiðsluna í hafinu upp í gegnum fæðukeðjuna. Það sama gerist með fisksaurinn í víðáttum sjávar við strendur landsins. Bæði lífræn og ólífræn efni leysast upp í ferli er svo áhrifaríkt að það er meira að segja oftast talið óhætt að synda við strendur margra milljónaborga heimsins. Rannsóknir undanfarinna 60 ára á Boknefjorden í Noregi sýna engar mælanlegar breytingar í næringarsöltum þar, þrátt fyrir um 80.000 tonna árlegt fiskeldi. Hræðist einhver saurmengun af fiskeldi hérlendis ætti sá e.t.v að heimsækja Færeyjar, en þar er framleitt í fáeinum fjörðum ríflega allt það magn sem Hafrannsóknarstofnun mælir með að sé framleitt hér að óbreyttu.

Til gamans þeim sem hafa ástríðu fyrir talnaleikfimi á borð við þá sem birst hefur á síðum Fréttablaðsins undanfarið um saur, er hér annað dæmi: Af einni kind ganga um 1,6 rúmmetrar af saur á ári. Ef við gefum okkur að það sé um hálft annað tonn þá berast í náttúru Húnavatnssýslna vel yfir 100.000 tonn árlega af kindasaur, á vel innan við 7.000 ferkílómetra (fjöll, vötn, afgirt land og þéttbýli frádregið), sem gera langleiðina í 20 tonn á hvern einasta ferkílómetra (ferhyrnt svæði sem er kílómetri á kant) á hverju einasta ári. Ætla mætti að svæðið væri nánast á kafi í skít og hér eru ekki taldar með kýrnar sem skíta árlega um 13 tonnum hver og skila því 65.000 kýr á Íslandi af sér einum 850.000 tonnum af saur árlega. Hvar skyldi sú “mengun” annars enda?

Strangar kröfur um vistvæna atvinnugrein.
Þeir sem vilja vita að kröfur til fiskeldis á Íslandi eru þær ströngustu í heiminum. Starfsfólk Hafrannsókna-, Matvæla-, Skipulags- og Umhverfisstofnunar vinnur sleitulaust að alls kyns rannsóknum, sýnatökum, mælingum, úttektum og rýni til að tryggja að þeim sé fylgt. Þeir sem hafa fyrir því að kanna sannleiksgildi órökstuddra fullyrðinga, sem illa upplýstir of oft grípa til, vita að fiskeldi er með umhverfisvænstu leiðum sem til eru til að framleiða holl matvæli og nýtur því velvildar Matvælastofnunar SÞ og fjölda ríkisstjórna t.d. í Færeyjum, Noregi, Skotlandi, Írlandi, Chile, Kanada. Þar sem hægt er að framleiða eldisfisk er undantekningarlaust ætlun stjórnvalda að auka framleiðsluna, enda ekki vanþörf á að nýta bláa akurinn fyrir sívaxandi fjölda jarðarbúa. Hérlendis er verið að þróa vistvæna atvinnugrein, byggða á bestu tækni og þekkingu og greinin skorast ekki undan upplýstri, rökrænni umræðu um það sem betur má fara, því ætíð má gera betur. Talnaleikfimi, sem enga skoðun stenst, telja andstæðingar þeirrar þróunar e.t.v. henta sér best í baráttunni gegn uppbyggingunni, en svona fá”fræði” dæmir sig sjálf í upplýstri umræðu.
Kristján Þ. Davíðsson
Framkvæmdastjóri Landssambands Fiskeldisstöðva

Útflutningsverðmæti skosks laxeldis eykst um 56 prósent

Útflutningsverðmæti skosks laxeldis eykst um 56 prósent

Útflutningsverðmæti skoskra laxeldisfurða hefur aukist um 56 prósent það sem af er þessu ári í samanburði við sama tíma í fyrra. Þar með slær skoskur laxeldisútflutningur enn eitt metið.
Þessu veldur ekki síst stór aukning á útflutningi til Frakklands sem og því að skoskur lax státar af viðurkenningu Label Rouge vörumerkisins sem þær vörur einar bera sem taldar eru skara fram úr. Skoskir laxaframleiðendur voru fyrstir til að fá þessa virtu viðurkenningu, utan Frakklands, eða fyrir 25 árum.Enn þann dag í dag eru þeir einu skosku matvælaframleiðendurnir sem geta státað af henni.
Frakkland er orðið stærsta markaðslandið
Útflutningsverðmæti skoska laxeldisins nemur það sem af er árinu um 67 milljörðum króna. Frakkland er núna orðið stærsta markaðslandið fyrir skoskan lax; stærra en Bandaríkin sem lengst af var mikilvægasti markaðurinn fyrir afurðir skosks laxeldis. Aðrir mikilvægir markaðir skosks laxeldis eru meðal annars Kína og Taiwan er einnig vaxandi markaður.
Mikilvægasta útflutningsgreinin á sviði matvælaframleiðslu
Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu er laxeldi mikilvægasta útflutningsgreinin á sviði matvælaframleiðslu í Skotlandi. Skotar vinna hörðum höndum að því að efla sitt laxeldi og stefna að tvöföldun þess. Feta þeir þannig sömu slóð og aðrar þjóðir sem stunda laxeldi, svo sem Norðmenn, Írar, Færeyingar, Kanadamenn og fleiri.
Skapa átta þúsund störf, einkanlega í hinum dreifðu byggðum
Forsvarsmenn laxeldisfyrirtækjanna í Skotlandi leggja áherslu á að til þess að ná markmiðum sínum þurfi atvinnugreinin á að halda öflugu fólki með fjölþætta menntun og reynslu. Hafa fyrirtækin lagt sig fram um að kynna atvinnugreinina fyrir ungu fólki sem er að leggja út á menntabrautina. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar enda býður fiskeldisstarfsemi upp á fjölþætt atvinnutækifæri.
Talið er að skoskt fiskeldi skapi nú um átta þúsund störf, að lang mestu leyti í hinum dreifðari byggðum við ströndina á vestanverðu Skotlandi.

Fiskeldi – laxveiði- umhverfisvernd og hagsæld.

Fiskeldi – laxveiði- umhverfisvernd og hagsæld.

Byggðir landsins hafa átt undir högg að sækja á undanförnum áratugum. Fiskveiðar verða ekki auknar en tækifærin í verðmætasköpun á sjávarafurðum eru í fiskeldi.

Með því að standa rétt að málum mun laxeldi skila þjóðarbúinu álíka verðmætum og þorskurinn gerir í dag.

Tækifærið er að vera leiðandi á heimsvísu og koma fram með áætlun um eftirfylgni og hámörkun allra þátta í huga, laxeldi, laxveiði, náttúruvernd og hagsæld.

Hagsmunaaðilar, notum tækifærið og gerum íslenskt laxeldi og laxveiðar einstakar með því að skapa samstöðu um rannsóknir, eftirlit og vöktun á náttúruskilyrðum.

Það mun skila sér til okkar allra í betri náttúrugæðum, verðmætum og hagsæld fyrir land og þjóð.

Þetta skrifar Helgi G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Laxar fiskeldi ehf í Austurfrétt. Grein Helga er birt hér í heild, en millifyrirsagnir eru lf.is

 

Helgi G. Sigurðsson

Helgi G. Sigurðsson: Kolefnisspor í fiskeldi er með því lægsta sem gerist í matvælaframleiðslu.

Einn ágætur arkitekt sagði eitt sinn við mig að umræðan um náttúruvernd væri á þann veg að ef fugl gerði sér hreiður þá væri náttúran þar á ferð en ef maður byggði sér hús þá væru það umhverfisspjöll.

Talsverðar deilur hafa að undanförnu verið um uppbyggingu sjókvíaeldis við strendur Íslands. Það þarf ekki að vera þannig að menn eyði orku í að deila árum saman. Betra er að ræða málin og komast að niðurstöðu sem hentar öllum.
Það má vinna með náttúrunni

Það má vinna með náttúrunni og nýta hana eins og mannfólkið hefur gert í þúsundir ára.

Unnið með náttúrunni og hún nýtt á umhverfisvænan hátt

Í áraraðir hafa íslenskir veiðiréttarhafar leitað leiða til að auka fiskgengd í vötnum og ám. Þeir hafa t.d. gert laxastiga við fossa, sleppt seiðum í ár og skapað með þessum aðgerðum aukin verðmæti og lífsgæði fyrir stóran hóp fólks sem hefur þá aukna ánægju af veiðunum.

Laxveiðiár hafa verið búnar til með góðum árangri, t.d. Rangárnar að stórum hluta þar sem aðstæður til hrygningar og uppbyggingar á náttúrulegum fiskistofni eru afleitar en með sleppingum á seiðum á hverju ári hefur tekist að byggja upp tvær af bestu laxveiðiám landsins. Aðstæður til veiða þar eru einstakar þar sem veiðistaðir eru góðir og umhverfið fallegt.

Þarna er verið að vinna með náttúrunni og nýta hana á umhverfisvænan hátt.

Arnarfjörður

Lax frá Íslandi er afburðavara sem nú er byrjað að selja í bestu verslunum í Evrópu og Bandaríkjunum og hærra verð hefur fengist fyrir afurðina en áður. Íslendingar eins og aðrar strandþjóðir eru aðilar að alþjóðasamningum um að auka matvælaframleiðslu í sjó, en þar eru ónýtt tækifæri. Kolefnisspor í fiskeldi er með því lægsta sem gerist í matvælaframleiðslu.

Staðreyndir um laxeldið

Þær raddir heyrast að uppbygging sjókvíeldis sé stjórnlaus og að laxeldi í sjókvíum muni hafa neikvæð áhrif á stangveiði. Reyndin er hins vegar önnur.

Íslensk stjórnvöld settu sér stefnu strax um aldamótin þar sem tekin var ákvörðun um að friða stóran hluta strandlengjunnar fyrir laxeldi til að vernda íslenska laxastofna fyrir hugsanlegri erfðablöndun.

Laxeldisfyrirtæki vilja framleiða góða matvöru við einstaklega góðar náttúrulegar aðstæður á Íslandi í hreinum sjó. Með áralöngu starfi við markaðsetningu á fiskafurðum frá Íslandi hefur tekist að skapa góða ímynd og hærra verð hefur fengist fyrir vöruna.

Mikil þróun hefur verið í allri umgjörð fiskeldis á undanförum árum. Góður búnaður til að gæta fyllsta öryggis, rannsóknir og eftirlit hefur verið eflt.

Velferð fisksins er í fyrirrúmi þar sem gefið er gott fóður og aðstæður hafðar þannig að vel fari um fiskinn og honum líði vel. Það er grundvallaratriði við matvælaframleiðslu að dýrunum okkar líði vel.

Lax frá Íslandi er afburðavara sem nú er byrjað að selja í bestu verslunum í Evrópu og Bandaríkjunum og hærra verð hefur fengist fyrir afurðina en áður.

Íslendingar eins og aðrar strandþjóðir eru aðilar að alþjóðasamningum um að auka matvælaframleiðslu í sjó, en þar eru ónýtt tækifæri.

Kolefnisspor í fiskeldi er með því lægsta sem gerist í matvælaframleiðslu.

Notum þekkingu færustu vísindamanna

Nýlega lauk nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra störfum og gaf út skýrslu með tillögum að stefnumótun í fiskeldi á Íslandi. Hagsmunaaðilar frá Landsamabandi fiskeldisstöðva og Veiðiréttarhafar voru með fulltrúa í nefndinni. Umhverfisráðuneytið og Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytið voru einnig með sína fulltrúa. Markmiðið með störfum nefndarinnar var að ná saman um stefnu hvað varðar uppbyggingu fiskeldis á Íslandi. Megin viðhorf nefndarinnar er að það skuli taka tillit til náttúrusjónamiða og einnig þeirra hagsmuna sem eru fyrir í þeim byggðum sem laxeldi er fyrirhugað m.a. með auðlindagjaldi sem á að stórum hluta að renna til uppbyggingar á innviðum á þeim svæðum sem fiskeldi er stundað.

Niðurstaðan er að við skulum nota þekkingu færustu vísindamanna á þessu sviði.

Nýtum okkur rannsóknir og þekkingu sem er til staðar og eflum það starf. Fiskeldisfyrirtæki greiða nú þegar gjald í umhverfisjóð sjókvíaeldis.

Fyrir uppbyggingu og á meðan henni stendur er mikilvægt að stunda rannsóknir á náttúruskilyrðum og vöktun á þeim. Það þjónar hagsmunum allra.
Laxeldið gæti skilað álíka verðmætum og þorskurinn gerir í dag

Byggðir landsins hafa átt undir högg að sækja á undanförnum áratugum. Fiskveiðar verða ekki auknar en tækifærin í verðmætasköpun á sjávarafurðum eru í fiskeldi.

Með því að standa rétt að málum mun laxeldi skila þjóðarbúinu álíka verðmætum og þorskurinn gerir í dag.

Tækifærið er að vera leiðandi á heimsvísu og koma fram með áætlun um eftirfylgni og hámörkun allra þátta í huga, laxeldi, laxveiði, náttúruvernd og hagsæld.

Hagsmunaaðilar, notum tækifærið og gerum íslenskt laxeldi og laxveiðar einstakar með því að skapa samstöðu um rannsóknir, eftirlit og vöktun á náttúruskilyrðum.

Það mun skila sér til okkar allra í betri náttúrugæðum, verðmætum og hagsæld fyrir land og þjóð.

Höfundur er framkvæmdastjóri Laxar fiskeldi ehf.

Stefnt að enn frekari vexti í norsku fiskeldi

Stefnt að enn frekari vexti í norsku fiskeldi

 Norsk stjórnvöld hafa nú markað stefnu um fyrirkomulag fiskeldis næstu árin. Samkvæmt stefnumótuninni mun fiskeldisframleiðslan aukast fyrsta kastið um 35 til 40 þúsund tonn að mati Nordea bankans og mun að öllum líkindum aukast enn frekar á næstu árum. Lífmassi í kvíunum eykst á næsta ári um 24 þúsund tonn.

Met framleiðsluaukning frá árinu 2012

Laxeldisframleiðslan í Noregi jókst á árunum 2016 til 2018 um 130 þúsund tonn sem er mesti vöxtur sem hefur orðið frá árinu 2012. Áætlað er að framleiðslan í Noregi muni á næsta ári verða um 1, 3 milljónir tonna sem er nær 100 þúsund tonna aukning frá yfirstandandi ári.

Frá Noregi: Laxeldisframleiðslan í Noregi jókst á árunum 2016 til 2018 um 130 þúsund tonn sem er mesti vöxtur sem hefur orðið frá árinu 2012. Áætlað er að framleiðslan í Noregi muni á næsta ári verða um 1, 3 milljónir tonna sem er nær 100 þúsund tonna aukning frá yfirstandandi ári.

Umferðarljósakerfið

Eins og kunnugt er hafa norsk stjórnvöld unnið að stefnumörkun sem byggist á svo kölluðu umferðaljósakerfi. Líkt og glögglega kom fram í máli Dr. Geir Lasse Taranger, frá norsku Hafrannsóknastofnuninni (Havforskningsinstituttet) á fundi sem Sjávarútvegsráðuneytið og Hafrannsóknastofnunin efndu til í Reykjavík 27. september sl. er helsta vandamálið í norsku eldi bundið við laxalús. Er það liður í því að takast á við þennan vanda að eldissvæði eru skilgreind með hliðsjón af alvarleika hans. Fyrir nokkru voru settar fram tillögur af hálfu sérfræðinga í Noregi um að skipta landinu upp í rauð svæði, þar sem vandinn er verstur, græn svæði þar sem vandinn er lítill eða enginn og loks gul sem má segja að séu svæði sem liggja þar á milli. Í daglegu tali hefur þetta fyrirkomulag verið nefnt umferðarljósastýringin.

Norks stjórnvöld hafa haft þessar tillögur til athugunar og kynntu svo niðurstöðu sína í lok október mánaðar.

Fyrirkomulagið
Í stórum dráttum verður fyrirkomulagið eftirfarandi:

Á grænum svæðum er gert ráð fyrir vexti í framleiðslunni. Heimilt er að auka framleiðsluna um 6 prósent á grænu svæðunum, sem svarar til heildarframleiðsluaukningar á landsvísu um 3 prósent. Sé staðan jafn góð eða betri að tveimur árum liðnum – svæði verði sem sagt áfram græn, – má enn auka framleiðsluna um 6 prósent.

Á gulu svæðunum verður um að ræða óbreytta framleiðslu og sama er að segja um rauðu svæðin.

Markverður árangur hefur náðst
Mikil áhersla er lögð á það í Noregi að sigrast á vandamálinu sem laxalúsin veldur í fiskeldinu. Verulegu fjármagni er varið, einkanlega af hálfu atvinnugreinarinnar og ýmsar aðferðir notaðar til að takast á við vandann og hafa þær skilað markverðum árangri. Því má ætla að til framtíðar litið muni fiskeldinu takast að sigrast á þessum vanda þó kostnaður því samfara verði mikill.

Heildarframleiðslan aukin um 25 prósent

Heildarframleiðslan aukin um 25 prósent

Þorsteinn Már Baldvinsson , Hjalti Bogason og Jón Kjartan Jónsson klippa á borðann

Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Íslandsbleikju býður gesti velkomna

Íslandsbleikja, stærsti bleikjuframleiðandi í heimi, opnaði síðast liðinn föstudag nýja stækkun við eldisstöð sína á Stað í Grindavík. Með þessari nýju eldiseiningu er áætlað að auka heildarframleiðslu á bleikju um 25% á ári þegar öll kerin verða komin í fulla framleiðslu. Um er að ræða átta ný eldisker sem eru sextán þúsund rúmmetrar að stærð og bætast við núverandi 28 þúsund rúmmetra sem þegar eru á svæðinu.
Áratugir síðan svipuð mannvirki hafa verið byggð
„Það eru liðnir áratugir síðan byggð hafa verið svipuð mannvirki á landi til bleikjueldis“, segir Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri Íslandsbleikju í samtali við Morgunblaðið. „Við vorum með þetta verkefni í startholunum í langan tíma og það er virkilega ánægjulegt að sjá þessi glæsilegu kör í dag sem munu fyllast af fiski eitt af öðru á næstu mánuðum. Þessi uppbygging er fyrsta stóra skrefið okkar í að auka framleiðslugetuna og byggja undir framtíðar vöxt bleikju-eldis á landi“, segir Jón Kjartan í samtali við blaðið.
Hundrað manns mættu
Morgunblaðið greinir frá því að í tilefni dagsins var slegið upp veislutjaldi og verktökum sem hafa komið að byggingunni og starfsfólki félagsins ásamt fjölskyldum þeirra boðið til grillveislu í eldisstöðinni. Þangað mættu um hundrað manns sem skoðuðu stöðina og gæddu sér á dýr-indis heilgrilluðu lambi með tilheyrandi meðlæti, dýrðlegri bleikju og hátíðartertu.
75 manns starfa hjá Íslandsbleikju
Eins og fyrr segir er Íslandsbleikja stærsti bleikjuframleiðandi í heimi og framleiðir tæp 3000 tonn af bleikju árlega. Með þessari nýju eldiseiningu er áætlað að auka heildarframleiðslu á bleikju um 25% á ári þegar öll kerin verða komin í fulla framleiðslu. Hjá félaginu starfa um sjötíu manns í fimm eldisstöðvum á Suðurlandi, Reykjanesi og Öxnafirði en í Grindavík er fer einnig fram slátrun og fullvinnsla fyrir afurðir félagsins.

Fiskeldi gæti aukið íbúafjöldann við Djúp um 20 prósent

Fiskeldi gæti aukið íbúafjöldann við Djúp um 20 prósent

Bein og óbein efnahagsáhrif af 25 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi gætu numið um 23 milljörðum króna. Bein störf verða 260 og óbein um 150 eða alls um 410. Þegar fjöldi beinna og óbeinna starfa hefur náð þessari tölu má áætla að laxeldið hafi áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitarfélögunum við Djúp, eða sem svarar til um það bil 20 prósent fjölgunar.
Þetta kemur fram í skýrslu og greiningu sem ráðgjafarsvið KPMG vann fyrir Fjórðungssamband Vestfjarða um áhrif laxeldis í Ísafjarðardjúpi á efnahag og íbúaþróun byggðanna við Djúp.

Ísafjörður

Ísafjörður: Bein og óbein efnahagsáhrif af 25 þúsund tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi gætu numið um 23 milljörðum króna.

Bein störf 260 og óbein störf 150 ársverk
Fjöldi starfa (bein og óbein) eru talin verða mest á tíunda ári eftir að leyfi verða gefin út, en eftir það taki við hagræðingartímabil. Frekari uppbygging í stoðþjónustu og úrvinnslu á svæðin gæti þó breytt þessu. Bein störf eru talin verða um 260, og eru óbein og afleidd áhrif talin skapa um 150 ársverk til viðbótar. Því eru það samtals 410 störf sem framleiðsla á 25. þúsund tonnum af laxi á ársgrundvelli er talið skapa í sveitafélögunum við Djúp. Um 900 íbúar eru því taldir byggja afkomu sína á laxeldi á þessum tíma.

Bolungarvík: Bein störf verða 260 og óbein um 150 eða alls um 410 við Ísafjarðardjúp með 25 þúsund tonna fiskeldi

Íbúum við Djúp gæti fjölgað um 900
Með vísan í forsendurnar þrjár hér til hliðar og útreikninga á fjölda starfa hér að framan er áætlað að þegar fjöldi beinna og óbeinna starfa nái hámarki eða 410 eftir 11 ár má áætla að laxeldið hafi áhrif til fjölgunar íbúa um 900 manns í sveitafélögunum við Djúp, eða sem svarar til um það bil 20% fjölgunar.
Gert er ráð fyrir 25 þúsund tonna framleiðslu
Áætlað er að hámarksfjöldi beinna starfa verði um 260 sem næst á ári 7 eftir að framleiðsla hefst. Ekki er gert ráð fyrir meiri framleiðslu en 25 þús. tonnum og þess vegna fer beinum störfum að fækka vegna hagræðingar í greininni. Þess má þó geta að Hafrannsóknastofnunin metur að Ísafjarðardjúp þoli 30 þúsund tonna eldi, samkvæmt burðarþolsmati stofnunarinnar.
Í öllum samanburðarlöndunum hefur greinin farið í gegnum hagræðingu þegar hægir á magnaukningu í framleiðslunni sem hefur valdið fækkun á störfum til frambúðar. Gert er ráð fyrir að slíkt hið sama verði tilfellið hér á Íslandi.
150 óbein störf
Við mat á óbeinum og afleiddum áhrifum var stuðst við tölur frá Noregi og Írlandi. Notaður var stuðullinn 2,59 (frá Noregi) í upphafi sem lækkar síðan í stuðulinn 1,41 (frá Írlandi), því allar líkur eru á að ruðningsáhrifa fari að gæta þegar atvinnugreinin vex með þeim hraða sem hér er spáð.
— Hlutfall beinna og óbeinna áhrifa er 2,59 í Noregi og er þar ekki tekið eins mikið tillit til mögulegra ruðningsáhrifa sem starfsemin getur haft í för með sér.
— Sambærilegur stuðull er 1,41 á Írlandi enda er tekið frekara tillit til áætlaðra ruðningsáhrifa þar.

Súðavík: Folki gæti fjölgað um 20% í byggðarlögunum við Djúp með tilkomu fiskeldis.

Áætlað er að hámarksfjöldi óbeinna starfa verði um 150 sem næst á ári 7 eftir að framleiðsla hefst. Ekki er gert ráð fyrir meiri framleiðslu en 25 þús. tonn og vegna þess fer óbein störfum að fækka vegna hagræðingar í greininni.
Bein áhrif
Áætlað er að hámarksframleiðsla verði 25 þús. tonn. Framleiðsla eykst hraðar í byrjun, en hægja fer á aukningu þar til hún nær hámarki 10 árum eftir að framleiðsla hefst.
Hafa ber í huga að ekki er gert ráð fyrir óvæntum framleiðslubresti í laxeldinu eins og hefur komið fyrir hjá Noregi, Færeyjum og Skotlandi. Því er gert ráð fyrir nokkuð stöðugum vexti þar til framleiðsla nær hámarki.
Áætluð bein áhrif við hámarksframleiðslu nemur 16,7 ma.kr.

Óbein og afleidd áhrif um 23 milljarðar króna
Við mat á óbeinum og afleiddum áhrifum var stuðst við tölur frá Noregi og Írlandi.
—Stuðull frá Noregi milli beinna og óbeinna áhrifa er 2,59 en 1,41 á Írlandi.
—Stuðullinn í Noregi er brúttó þ.e. án ruðningsáhrifa en stuðull í Írlandi er nettó.
—Við mat á stöðu á Íslandi var því notaður áætlaður stuðull fyrir Noreg (2,59) í upphafi þar sem ekki er tekið eins mikið tillit til mögulegra ruðningsáhrifa sem starfsemin getur haft í för með sér.
—Eftir því sem umfang laxeldis vex má gera ráð fyrir að ruðningsáhrif láti á sér kræla. Því er farin sú leið hér að miða við stuðul með ruðningsáhrifum undir lok spátímabilsins (1,41).

Samkvæmt þessu nema bein og óbein áhrif um 23 milljörðum króna.

Laxinn er sérstaklega vinsæll á meðal kvenna

Laxinn er sérstaklega vinsæll á meðal kvenna

Tæplega helmingur aðspurðra í skoðanakönnun í Japan sögðust hafa valið sushi með laxi, þegar þeir borðuðu síðast á veitingastað sem býður sérstaklega upp á þennan vinsæla rétt.
Athyglisvert er að laxinn er sérstaklega vinsæll á meðal kvenna, en rúmlega helmingur þeirra sögðust hafa valið lax.

Þetta kemur fram í Fiskifréttum og byggir frásögn blaðsins á fréttamiðlinum Seafood source. Fréttin í Fiskifréttum er birt hér í heild.http://www.fiskifrettir.is/frettir/kjosa-laxinn-helst/141969/

Neyslumenning Japana hefur gjörbreyst
Tæplega helmingur aðspurðra í skoðanakönnun í Japan sögðust hafa valið sushi með laxi, þegar þeir borðuðu síðast á veitingastað sem býður sérstaklega upp á þennan vinsæla rétt.
Það var stórt japanskt sjávarútvegsfyrirtæki – Maruha Nichiro – sem gerði könnunina, og úrtakið var þúsund manns á aldrinum fimmtán til 59 ára.

SUSHI

Um 1980 borðuðu Japanir ekki hráan lax; í raun ekki fyrr en Norðmenn sjálfir settu af stað sérstakt átak – projekt Japan – til að selja þeim lax í stórum stíl. Það tókst með eftirtektarverðum hætti,

Sjötta árið í röð
Niðurstaða könnunarinnar ætti í raun ekki að koma nokkrum manni á óvart þar sem að þetta er sjötta árið í röð þar sem niðurstaðan er þessi – lax er vinsælasta sjávarfangið á japönskum sushi veitingastöðum, eða helst þeim sem teljast til skyndibitastaða í þessum geira. Eru það þeir staðir þar sem maturinn berst viðskiptavinum á þar til gerðum færiböndum og þekkjast um allan heim.

Laxinn er sérstaklega vinsæll á meðal kvenna en rúmlega helmingur þeirra sögðust hafa valið lax. Þar á eftir var túnfiskur vinsælastur sem 31% sagðist hafa valið. Þegar horft er til beggja kynja er talan ögn lægri, eða 46,3% velja laxinn fyrstan. Ýmsar afurðir túnfisks fylla næstu sæti, en einnig smokkfiskur, hrá rækja og hrossamakríll, svo dæmi séu nefnd. Helstu breytingarnar eru að smokkfiskurinn er að tapa vinsældum sínum og það sama má segja um hrogn hvers konar.

Projekt Japan
Því má bæta við frétt Seafood Source að um 1980 borðuðu Japanir ekki hráan lax; í raun ekki fyrr en Norðmenn sjálfir settu af stað sérstakt átak – projekt Japan – til að selja þeim lax í stórum stíl. Það tókst með eftirtektarverðum hætti, og þegar lax var orðinn jafn vinsæl vara og raun ber vitni í Japan þá opnuðust einnig markaðir fyrir lax í Kína og Singapúr.

Írar hyggjast stórauka laxeldi sitt

Írar hyggjast stórauka laxeldi sitt

Írsk stjórnvöld í samvinnu við hagsmunaaðila stefna að því að stórauka matvælaframleiðslu sína á næstu árum. Hluti af þeirri áætlun er að auka fiskeldi.  Fiskeldi og sjávarútvegur gegna  veigamiklu hlutverki í írsku efnahagslífi, ekki síst í í dreifbýlinu og með eflingu þessara atvinnugreina telja írsk stjórnvöld að hagvöxturinn í landinu skili sér til dreifbýlis jafnt og borganna. Þar með liggur fyrir að Írar stefna í sömu átt og Norðmenn, Færeyingar og Skotar að efla fiskeldi á komandi árum.

Michael Creed: Írsk stjórnvöld eru staðráðin í því að straumlínulaga leyfafirkomulagið í fiskeldi og á sama tíma varðveita náttúru landsins

Írsk stjórnvöld í samvinnu við hagsmunaaðila stefna að því að stórauka matvælaframleiðslu sína á næstu árum. Hluti af þeirri áætlun er að auka fiskeldi, sem gegnir þegar veigamiklu hlutverki á Írlandi, ekki síst í hinum dreifðu byggðum.
Þetta kom fram í ræðu, Michael Creed, landbúnaðar, matvæla og sjávarútvegsráðherra Írlands á ráðstefnu Global Aquaculture Alliance í Dýflini á Írlandi nú nýverið.
Vöxtur í hagkerfinu gagnist ekki bara þéttbýlinu
“Fiskeldi og sjávarútvegur eru mikilvægur hluti hagkerfis Írlands og fyrirtækin eru almennt staðsett á tiltölulega afskekktum stöðum og við strandlengjuna, þar sem tækifæri til uppbyggingar á sjálfbærri atvinnustarfsemi er takmörkuð”, segir Michael Creed. “Við teljum að fiskeldi og sjávarútvegur geti verið sveiflujafnandi í hagkerfinu þannig að vöxtur í hagkerfinu gagnist öllum en ekki bara þéttbýlinu”.
“Þurfum að vaxa hraðar”
Ráðherrann segir að vöxtur í fiskeldi á Írlandi hafi verið nokkur á síðustu árum, “en okkur er ljóst að við þurfum að vaxa hraðar á þessu sviði”.
Stjórnvöld hafa stefnt saman 35 hagsmunaaðilum á sviði fiskeldis, landbúnaðar og fiskveiða og vinnslu, sem hafa fengið það verkefni að setja fram áætlun um aukna matvælaframleiðslu á næstu tíu árum. Áætlunin hefur fengið nafnið FoodWise 2025.
Þurfa að straumlínulaga leyfafyrirkomulagið
Með áætluninni er stefnt að auka matvælaframleiðsluna um 60 prósent á þessum tíma og að útflutningurinn vaxi um 85%. Með þessu auk annarrar virðisaukandi starfsemi á sviði matvælaiðnaðar telja írsk stjórnvöld að fjölga megi störfum á þessu sviði um 23 þúsund.
Írski ráðherrann sagði að mikilvægt sé að fara í gegn um allt leyfafyrirkomulagið sem snýr að fiskeldinu. Segir hann írsk stjórnvöld vera staðráðin í því að straumlínulaga það og á sama tíma varðveita náttúru landsins.

Fiskeldisframleiðslan nær tvöfaldaðist á einum áratug

Fiskeldisframleiðslan nær tvöfaldaðist á einum áratug

Fiskeldisframleiðslan í heiminum fór nálægt því að tvöfaldast á einum áratug, frá árinu 2007 til 2017, samkvæmt tölum frá FAO og samtakanna Global Aquaculture Alliance ( GAA). Þetta kom fram í ræðu sem Ragnar Tveteras viðskiptahagfræðingur við Háskólann í Stavanger í Noregi flutti á fundi síðarnefndu samtakanna nú nýverið.
Framleiðsla einstakra tegunda þróaðist með nokkuð breytilegum hætti. Markmiðið hefur verið að þessi framleiðsla gæti aukist að jafnaði um helming á hverjum áratug. Nú er ljóst að síðustu tíu árin hefur framleiðsluaukningin verið nálægt þessu.
Athuganir Global Aquaculture Alliance ná yfir stærstan hluta heimsframleiðslunnar á eldisfiski. Og þó að framleiðslutölur gefi vísbendingar um nokkuð mismunandi þróun þá er ljóst að framundan er enn frekari vöxtur. Framleiðsla á regnbogasilungi á heimsvísu hefur dregist saman en því er spáð að vöxtur verði í framleiðslu annarra sjó- og vatnagöngufiska. Þannig jókst framleiðsla á atlantshafslaxi um 62 prósent á síðustu tíu ár.
Ragnar Tveteras sagði í ræðu sinni að framundan gæti orðið frekari vöxtur í mörgum greinum fiskeldis, með áframhaldandi nýsköpun og dugnaði.

Mótvægisaðgerðir gegn mögulegri erfðablöndun

Mótvægisaðgerðir gegn mögulegri erfðablöndun

Nýlegar bárust fréttir af því að starfsmenn Fiskistofu kanni nú hvort eldislaxar finnist í ám nærri fiskeldisstöðvum og að þeir hyggist fiska þá upp upp úr ánum ef þeir finnast. Þetta minnir á að fiskeldisfyrirtækin hafa einmitt bent á margs konar leiðir til þess að bregðast við ef eldislax gengur upp í ár. Beita má margvíslegum mótvægisaðgerðum við slíkar aðstæður og reynsla annarra landa af slíku er góð. Það gerir verkefnið auðveldara hér á landi að sýnt hefur verið fram á að hætta á erfðablöndun vegna laxeldis er mjög staðbundin; í raun einskorðast hún við þrjár til fjórar ár. Þetta dæmi frá Fiskistofu sýnir þess vegna að beita má tiltölulega einföldum aðferðum til þess að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar þess ef eldislax gengur upp í laxveiðiár.

Þetta kemur ma fram í grein sem Einar K. Guðfinnsson formaður Landssambands fiskeldisstöðva skrifaði í www.bb.is í gær. Greinin birtist hér í heild sinni.

Einar Kristinn Guðfinnsson: Þessar aðgerðir eru þeim mun áhrifameiri og einfaldari, þar sem nú hefur verið sýnt fram á að möguleg erfðablöndun vegna laxeldis er staðbundnari en margir töldu áður. Áhættumat Hafrannóknastofnunarinnar sýnir þetta svart á hvítu og að viðfangsefnið snýr að ánum í Ísafjarðrdjúpi ( Laugardalsá, Langadals og Hvannadalsá) auk Breiðdalsár á Austfjörðum.

Hér á þessum vettvangi birtist athyglisverð frétt um að „eftirlitsmenn Fiskistofu kanni nú hvort eldislaxa sé að finna í ám nærri sjókvíaeldisstöðvum.“ Ennfremur segir í fréttinni: „Við rannsóknina er notaður dróni og svo verður ádráttarveiði hugsanlega notuð til að ná til fiska. Ef laxar veiðast sem hafa útlitseinkenni eldisfiska verða þeir teknir og rannsakaðir nánar. Laxar sem ekki bera nein merki eldisfiska verður sleppt aftur.“
Þessi frétt beinir athyglinni að því að unnt er að beita fjölþættum mótvægisaðgerðum til þess að fyrirbyggja að eldislax úr kvíum gangi upp í laxveiðiár til hrygningar. Þessar aðferðir eru þekktar og er beitt til að mynda með virkum hætti í Noregi. Á nýlegum fundi á vegum Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytisins, sagði fulltrúi Hafrannsóknastofnunar þar í landi frá því að árangurinn væri mjög góður af slíkum mótvægisaðgerðum.
Fiskeldisfyrirtækin hafa sett fram tillögur um mótvægisaðgerðir
Nú vill svo til að íslensku fiskeldisfyrirtækin hafa sett fram tillögur um slíkar mótvægisaðgerðir. Koma þær til viðbótar hugmyndum sem nú er verið að ræða um eldisaðferðir sem hafa það að markmiði að draga úr hættu á að fiskur sleppi úr laxeldiskvíum og munu augljóslega skila þeim árangri eins og sýna má fram á.
Hættan á erfðablöndun er staðbundin
Þessar aðgerðir eru þeim mun áhrifameiri og einfaldari, þar sem nú hefur verið sýnt fram á að möguleg erfðablöndun vegna laxeldis er staðbundnari en margir töldu áður. Áhættumat Hafrannóknastofnunarinnar sýnir þetta svart á hvítu og að viðfangsefnið snýr að ánum í Ísafjarðrdjúpi ( Laugardalsá, Langadals og Hvannadalsá) auk Breiðdalsár á Austfjörðum.

Margvíslegar mótvægisaðgerðir
Mótvægisaðgerðirnar geta verið af margvíslegum toga. Hér er stuðst við tillögur Háafells hf í Hnífsdal og má nefna eftirfarandi:
1. Notkun norska staðalsins NS 9415 við kvíar. Þetta er nú þegar staðan varðandi allt laxeldi hér á landi. Þessi búnaður hefur ma skilað því að sleppingar í Noregi drógust saman um 85% á sama tíma og framleiðslan jókst um helming.
2. Reynsla erlendis sýnir að 9% af strokulaxi endurheimtast við veiðar í sjó. Þessum aðferðum er beitt í Noregi, en umdeilt er um gildi þessarar aðgerðar.
3. Megináhersla verði lögð á að hindra að eldislax gangi í veiðiár og fjarlægja slíkan lax sem þangað gengur. Þetta má gera með margvíslegum hætti. Til er háþróaður myndavélabúnaður sem framleiddur er hér á landi og komið er fyrir við árósa eða fiskistiga og getur numið með öruggum hætti hvort um er að ræða eldisfisk eða villtan fisk. Eldisfiskinn sem þannig er numinn er auðvelt að fjarlægja úr ánum,
4. Þekkt er sú aðferð að setja gildrur í fiskistiga eða að þvergirða ána og hindra þannig og flokka villtan fisk frá eldislaxi og hleypa villta fiskinum upp í ána. Þessi aðferð er alþekkt í Noregi og hefur skilað miklum og góðum árangri.
5. Í Noregi er byrjað að fjarlægja eldislax úr ám ( veiðivötnum) í nágrenni við þann stað sem slsysasleppingar eiga sér stað. Þessari aðferð er mjög auðvelt að beita í ánum í Djúpinu og er samkynja því sem Fiskistofa er nú að framkvæma í ám hér á Vestfjörðum og fréttin í BB.is greinir frá.
6. Tryggja þarf að í lok veiðitímabils á villtum laxi sé hæfilegur fjöldi fiska í hrygningarstofnunum í laxveiðiánum í Ísfjarðardjúpi. Því stærri sem laxastofninn er því betur ver stofninn sig gegn mögulegri ágengni strokulaxa.

Sameiginlegir hagsmunir
Þetta eru nokkur dæmi um beinar mótvægisaðgerðir. Mikilvægt er að eiga gott samstarf við veiðiréttareigendur um slíkar aðgerðir og engin ástæða til að ætla nokkuð annað en að það muni takast. Allir aðilar hafa sömu hagmunina sem er að standa vörð um laxveiðarnar, jafnframt því að byggja upp öfluga atvinnustarfsemi á borð við laxeldi, sem mun í bráð og lengd gagnast öllum.

Einar K. Guðfinnsson,
formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva.

Síða 10 af 25« Fyrsta...89101112...20...Síðasta »