Hætta á erfðablöndun algjörlega staðbundin

Hætta á erfðablöndun algjörlega staðbundin

Kjarni málsins er þá þessi: Þó að laxeldi yrði heimilað í samræmi við fyrirliggjandi burðarþolsmat, um 130 þúsund tonn, gætti erfðablöndunar miðað við 4% þröskuldinn sem Hafrannsóknarstofnunin setur, einvörðungu í þremur til fjórum ám sem næstar væru staðsetningu laxeldiskvíanna.
Viðfangsefnið er því staðbundið, en ekki eins og oft hefur mátt ráða af umræðunni um land allt. Ekki er hægt að heimfæra reynsluna frá Skotlandi og Noregi upp á íslenskar aðstæður vegna þess að hér er laxeldi einvörðungu heimilt á ákaflega takmörkuðu landfræðilegu svæði. Tillaga Hafrannsóknarstofnunarinnar gengur út á að setja miklu strangari viðmiðunarmörk en þau sem gilda í Noregi. Væru norsku viðmiðunarmörkin notuð þá mætti stunda hér laxeldi af þeirri stærðargráðu sem burðarþolsmetið setur. Verkefnið framundan snýr því að þessum tveimur til þremur ám. Sú niðurstaða markar algjör þáttaskil og beinir vonandi umræðunni inn á nýjar og uppbyggilegri brautir.

Fiskeldi Austfjarða

Þrátt fyrir verulega aukið umfang laxeldis spáir líkanið innblöndun ( langt undir þröskuldsmörkum) í öllum helstu laxveiðiám landsins ( nema Breiðdalsá).

Stærstu tíðindin úr nýrri skýrslu um „áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi“, eru þau að laxeldi hefur lítil áhrif á náttúrlega stofna fyrir utan nokkrar ár. Nokkur áhrif verða á Laugardalsá, Hvannadalsá/Langadalsá í Ísafjarðardjúpi og Breiðdalsá í Breiðdalsá. „Þessar ár þarf að vakta sérstaklega“, segir í skýrslunni.
Á grundvelli áhættumatsins leggja skýrsluhöfundar til að 71 þúsund tonna laxeldi verði leyft; 50 þúsund tonn á Vestfjörðum og 21 þúsund tonn á Austfjörðum.
Ólíkar aðstæður á Íslandi
Síðan segir í skýrslunni: „Þrátt fyrir verulega aukið umfang laxeldis spáir líkanið innblöndun ( langt undir þröskuldsmörkum) í öllum helstu laxveiðiám landsins ( nema Breiðdalsá). Helsta ástæðan fyrir þessari niðurstöðu er sú að eldissvæðin eru í mikilli fjarlægð frá helstu laxveiðiám og laxeldi er bannað á mjög stórum hluta strandlengjunnar. Í Noregi og Sktolandi eru eldissvæðin hins vegar oft í mikilli nálægð við helstu laxveiðiár og því verða blöndunaráhrifin mun meiri í þessum löndum“.
Þetta er mjög athyglisvert. Þarna er sem sagt vakin athygli á því að aðstæður í Noregi og Skotlandi séu frábrugðnar því sem hér er. Laxeldissvæði, núverandi og fyrirhuguð, eru hér á landi fjarri ánum, en í Skotlandi og Noregi er því öðruvísi farið. Af þessu má ráða að samanburður og skírskotun til inblöndunar ( erfðablöndunar) í þeim löndum verður ekki heimfært á Ísland þar sem aðstæður eru svo gjörólíkar.
„Lítill hluti strokulaxa nær að synda upp í ár til að hrygna

„Það verður (þó) að hafa í huga að aðeins lítill hluti strokulaxa nær að synda upp í ár til að hrygna.“

Í skýrslunni er vikið að innblöndun í villta laxastofna vegna strokufisks úr kvíum. Þar segir: „Það verður (þó) að hafa í huga að aðeins lítill hluti strokulaxa nær að synda upp í ár til að hrygna. Langflestir strokulaxar eiga í erfiðleikum með að afla sér fæðu í villtri náttúru eða forðast afræningja. Afkomumöguleikar þeirra ráðast verulega af nálægð sleppistaðar við árósa og einnig aldri við strok. Almennt má þó segja að langflestir strokulaxa hverfi í hafi og syndi aldrei upp í ár til að hrygna“.
Önnur og sveigjanlegri viðmiðunarmörk í Noregi en á Íslandi
Niðurstaða skýrslu Hafrannsóknarstofnunarinnar er sú að viðmiðunarmörkin eru sett við 4%. Í Noregi hefur verið unnið áhættumat, á vegum Hafrannsóknarstofnunarinnar þar. Athyglisvert er að viðmiðunarmörkin sem unnið er með í Noregi eru mun rýmri en íslenska áhættumatsskýrslan gengur út frá. Þessi mörk eru sveigjanleg og er lýst svo í í áhættumati Hafrannsóknarstofnunarinnar: „Þröskuldsgildið fyrir enga eða nær enga hættu á erfðablöndun var því valið með tilliti til lægri marka náttúrulegs flakks sem er um 4% en 10% fyrir mikla hættu á erfðablöndun sem efri mörk áhættudreifingar“.
Hvað ef við værum með norska áhættumatið?
Ef beitt væri hinni norsku aðferð í stað þeirrar sem íslenska Hafrannsóknarstofnunin leggur til, er ljóst að Langadalsá/Hvannadalsá, Laugardalsá og Breiðdalsá væru vel fyrir innan þau mörk. Og það jafnvel þó að laxeldi væri í 130 þúsund tonnum, eins og burðarþolsmatið kveður á um. Væri norska matið lagt til grundvallar hér á landi mætti því framleiða 30 þúsund tonn af laxi í Ísafjarðardjúpi í stað eldisbanns eins og áhættumatið felur í sér og 52 þúsund tonn á Austfjörðum í stað 21 þúsund tonna sem íslenska áhættumatið leyfir.
Einfaldara að fylgja eftir mögulegri erfðablöndun
Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar segir ennfremur: „Íslenskar áru eru lítið sem ekki erfðablandaðar af manna völdum auk þess sem framfarir í erfðatækni og efnatækni gera það mögulegt að fylgjast með fari og blöndun fiska frá einstökum fyrirtækjum. Því verður mun einfaldara að fylgja eftir mögulegri erfðablöndun.“
Kjarni málsins
Kjarni málsins er þá þessi: Þó að laxeldi yrði heimilað í samræmi við fyrirliggjandi burðarþolsmat, um 130 þúsund tonn, gætti erfðablöndunar miðað við 4% þröskuldinn sem Hafrannsóknarstofnunin setur, einvörðungu í þremur til fjórum ám sem næstar væru staðsetningu laxeldiskvíanna.
Viðfangsefnið er því staðbundið, en ekki eins og oft hefur mátt ráða af umræðunni um land allt. Ekki er hægt að heimfæra reynsluna frá Skotlandi og Noregi upp á íslenskar aðstæður vegna þess að hér er laxeldi einvörðungu heimilt á ákaflega takmörkuðu landfræðilegu svæði. Tillaga Hafrannsóknarstofnunarinnar gengur út á að setja miklu strangari viðmiðunarmörk en þau sem gilda í Noregi. Væru norsku viðmiðunarmörkin notuð þá mætti stunda hér laxeldi af þeirri stærðargráðu sem burðarþolsmetið setur. Verkefnið framundan snýr því að þessum tveimur til þremur ám. Sú niðurstaða markar algjör þáttaskil og beinir vonandi umræðunni inn á nýjar og uppbyggilegri brautir.

Tré, laxar og mannfólk

Tré, laxar og mannfólk

Þannig er að á Vestfjörðum hafa verið settar fram hugmyndir um að rækta laxfiska í sjókvíum. Munu aðstæður á hinni vogskornu strönd Vestfjarða þykja heppilegar til slíkrar ræktunar. En þá gerist það eins og með veginn og birkikjarrið að upp rísa raddir, sem setja sig upp á móti slíku.
Þannig kemst sr. Magnús Erlingsson á Ísafirði að orði í grein sem hann ritaði í síðasta tölublað Vestfjarða. Greinin fer hér á eftir í heild sinni. Millifyrirsagnir eru frá LF.

Magnús Erlingsson

Magnús Erlingsson: Á Vestfjörðum á allt helst að vera eins og það var þegar hann hann afi minn reri til fiskjar.

Einu sinni hringdi góður vinur í mig og bauð mér í sumarbústað á Barðaströndinni. Ég ók þangað slæman veg en þegar á staðinn var komið blasti við mér fallegt sumarbústaðaland. Þarna var íslenskt birkikjarr þar sem búið var að leggja vegi að nokkrum sumarbústöðum, sem stóðu í birkigróðrinum. Átti ég þarna góða helgi. Við félagarnir ásamt fjölskyldum okkar grilluðum íslenskt lambakjöt og drukkum rauðvín. Fórum svo út og lékum okkur í fótbolta og að kasta plastdiskum á milli okkar í fallegu skógarrjóðri, sem eigandi bústaðarins hafði rutt. Og þarna voru meira að segja rólur fyrir börnin. Já, Teigsskógur er yndislegur staður fyrir sumarbúðstaðafólk.

Teigsskógur bara fyrir suma
Nokkrum árum seinna fékk Vegagerðin þá hugmynd að leggja veg um þennan Teigsskóg. Átti hann raunar að liggja í fjörunni svo að sem minnst rask yrði í skóginum. Þá brá allt í einu svo við að opinberar stofnanir bönnuðu þessa fyrirhuguðu vegagerð. Sumarbúðstaðaeigendur mega gera sér vegi, ryðja skóg fyrir hús sín og útivistarsvæði en það má ekki leggja þjóðveg svo að almenningur geti ekið þessa leið! Þetta fannst mér með nokkrum ólíkindum. Teigsskógur er greinilega skógur bara fyrir suma en alls ekki hvern sem er.

Hagsmunir útvalinna eða almannahagsmunir
Bannið við að leggja þjóðveg um Teigsskóg er gert í nafni náttúruverndar. Náttúruvernd er vissulega mikilvæg. En það er svolítið undarlegt að gera megi sumarbústaðaland með öllu sínu raski en ekki þjóðveg, sem gagnast öllum. Virðist manni sem hagsmunir útvalinna vegi hér þyngra en almannahagsmunir. Rök manna fyrir því að þarna mætti ekki leggja veg voru einnig um margt sérstæð. Þannig töluðu sumir um að Teigsskógur væri landnámsskógur. Svona birkikjarr eins og þarna er mun víst lifa í ein 70 ár eða svipað langt og mannsævin er. Ef hægt er kalla Teigsskóg landnámsskóg þá eru allir núlifandi Íslendingar landnámsmenn því að við getum flest rakið ættir okkar aftur til hinna fyrstu landsnámsmanna og við höfum búið hér mann framm af manni, – líkt og Teigsskógur hefur verið þarna frá ómunatíð.

Þannig er að á Vestfjörðum hafa verið settar fram hugmyndir um að rækta laxfiska í sjókvíum. Munu aðstæður á hinni vogskornu strönd Vestfjarða þykja heppilegar til slíkrar ræktunar. En þá gerist það eins og með veginn og birkikjarrið að upp rísa raddir, sem setja sig upp á móti slíku.

Laxar og menn
En fyrst ég er farinn að bera saman tré og menn þá mætti kannski einnig gera samanburð á löxum og mönnum. Þannig er að á Vestfjörðum hafa verið settar fram hugmyndir um að rækta laxfiska í sjókvíum. Munu aðstæður á hinni vogskornu strönd Vestfjarða þykja heppilegar til slíkrar ræktunar. En þá gerist það eins og með veginn og birkikjarrið að upp rísa raddir, sem setja sig upp á móti slíku. Eru það einkum sportveiðimenn, sem hafa yndi af því að veiða lax á stöng, sem mæla í mót sjókvíaeldinu. Ég skil vel að sportveiðimenn vilji standa vörð um sína dægradvöl og skiljanlegar eru áhyggjur þeirra af fiskasjúkdómum. En hitt átti ég erfiðara með að skilja þegar þeir fóru að tala um mikilvægi þess að vernda villta íslenska laxastofninn fyrir kynblöndun við eldislax. Ég fór nefnilega að hugsa: Ef villti íslenski laxinn má ekki kynblandast norskum eldislaxi hvað þá með íslensku landnámsmennina, mega þeir blandast erlendum stofnum? En svona má víst ekki hugsa því þetta heitir kynþáttahyggja, – rasimsi á erlendum tungum, og þykir til marks um ægilega fordóma.

„Já og svo verð ég auðvitað friðaður“
Núna í vor las ég frétt um að læknir einn fyrir sunnan væri á móti því að falleg á norður á Ströndum yrði virkjuð til að framleiða rafnmagn. Já og enn á ný var rökstuðningurinn náttúruvernd. Þið megið samt ekki misskilja mig og halda að ég sé á móti náttúruvernd. Engu að síður setur að mér ákveðinn ugg. Ég er farinn að óttast það að sú kra fa eigi eftir að koma fram að Vestfirðir verði allir friðaðir; Dynjandisheiðin verði friðlýst og það verði bannað að leggja nýjan veg þar um. Húsin, harðfiskhjallarnir og bryggjurnar verði friðar og varðveittar í sinni upprunalegu mynd. Já, og svo verð ég auðvitað friðaður. Þarf ekki að friða Vestfirska landnámsmenn?

„Where is the candidate“?
Í þessum pælingum varð mér hugsað til þess, sem gamall sveitastjórnarmaður á Ísafirði sagði mér. Þetta var fyrir mörgum áratugum síðan og karlinn var nýbúinn að opna kosningaskrifstofu til að hella upp á kaffi fyrir stuðningsmenn flokksins. Þá vindur sér þar inn kona og spyr reiðilega: „Where is the candidate?“ Þegar konunni hafði verið bent á frambjóðann þá tók hún til við að skamma hann eins og hund fyrir það að hafa eyðilagt fjörurnar á Ísafirði, þar sem afi hennar hefði dregið bátinn sinn upp í sandinn. Það væri búið að eyðileggja tangann og fjörurnar með öllum þessum uppfyllingum, sagði konan höstugum rómi . Og allar þessar skammir fóru fram á ensku því konan var farin að ryðga í tungumálinu, sem afi hennar talaði á sinni tíð. Og frambjóðandinn þagði meðan skammirnar dundu á honum.

Á Vestfjörðum á allt að vea eins og þegar hann afi minn reri til fiskjar
Það er vandlifað í þessum heimi. Fyrir sunnan má leggja vegi og fylla upp í grunnar fjörur til búa til byggingarland. En á Vestfjörðum á allt helst að vera eins og það var þegar hann hann afi minn reri til fiskjar.

Magnús Erlingsson.

Vestfirðingar biðja ekki um annað en skilning

Vestfirðingar biðja ekki um annað en skilning

Það eru bjartar framtíðarhorfur í Ísafjarðarbæ og við byggjum okkur upp af eigin rammleik. Það er hinsvegar augljóst að laxeldi verður einn af undirstöðuþáttunum í atvinnuuppbyggingu næstu ára á norðanverðum Vestfjörðum, líkt og suðurfjörðunum. Vestfirðingar biðja ekki um annað en skilning, sanngjarna umfjöllun og að leyfisumsóknir fái eðlilega afgreiðslu.

Þannig kemst Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði að orði í grein sem hann birti í blaðinu Vestfirðir, síðasta tölublaði. Hér fara á eftir þeir kaflar úr grein Gísla sem fjalla um fiskeldismálin.

 

Gísli Halldór Halldórsson: Það er okkur því keppikefli að styrkja stoðir atvinnulífs með sjálfbærri atvinnugrein á borð við fiskeldi.

180 bein störf í fiskeldi á Vestfjörðum í dag
Þrátt fyrir að sveitarfélögin á Vestfjörðum geri ekki kröfu um ákveðna niðurstöðu úr afgreiðslu leyfisumsókna til laxeldis þá er ljóst að þau eru áhugasöm um að laxeldi eigi sér áfram stað á svæðinu. Í dag eru 180 bein störf í kringum fiskeldi á Vestfjörðum og skattsporið er um milljarður. Í áætlunum fiskeldisfyrirtækja er gert ráð fyrir 700-800 beinum störfum – sé miðað við varfærnislegt burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar. Í verðmætum má reikna með 60 milljörðum í útflutningstekjur.
Vissulega mun þurfa samstillt átak fiskeldisfyrirtækja, ríkisins og sveitarfélaga í uppbyggingu innviða og atvinnugreinarinnar. Fyrsta mál á dagskrá er hinsvegar að leyfisumsóknir séu unnar af fagmennsku – og á þeim hraða sem lög gera ráð fyrir.
Laxeldið í Færeyjum
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fór í heimsókn til vina okkar Íslendinga í Færeyjum dagana 8.-12.maí síðastliðinn. Súðavíkurhreppur tók þátt í þessari heimsókn með Ísafjarðarbæ og var tilgangur ferðarinnar tvíþættur. Í fyrsta lagi vildum við færa Færeyingum þakklætisvott vegna stuðnings og vinarþels sem frændur okkar sýndu eftir snjóflóðin í Súðavík í janúar 1995 og á Flateyri í október sama ár. Í öðru lagi vildum við kynna okkur laxeldi Færeyinga en þeir eru hugsanlega fremstir allra þjóða í slíku eldi.
Athöfn fór fram í Þórshöfn í Færeyjum þann 9. maí þar sem borgarstjóri Þórshafnar, Annika Olsen, tók á móti listaverkinu „Tveir vitar“ eftir ísfirska listamanninn Jón Sigurpálsson. Høgni Hoydal var viðstaddur athöfnina fyrir hönd færeysku ríkisstjórnarinnar og flutti ræði ásamt Anniku Olsen og fulltrúum Súðavíkurhrepps og Ísafjarðarbæjar. Verkið er á fallegum stað í lundinum Grið í nágrenni Vesturkirkju í hjarta Þórshafnar. Óhætt er að segja að Færeyingar hafi tekið vel þessari viðleitni okkar og gagnkvæmur skilningur var á gildi þessarar kveðju. Það er von sveitarfélaganna að með þessu hafi verið komið til skila því þakklæti sem býr ævinlega í hjörtum okkar til færeysku þjóðarinnar vegna þeirrar samúðar sem Færeyingar auðsýndu í kjölfar snjóflóðanna á Vestfjörðum 1995.

Laxeldi í Arnarfirði

Fiskeldi, og þá sérstaklega laxeldi, er í dag einn besti kostur mannkyns til að takast á við aukna matvælaframleiðslu á umhverfisvænan hátt. Kolefnisspor laxeldis er lægra en dæmi eru um annarsstaðar. Afurðin er einnig sérstaklega holl til manneldis.

1 kíló af fóðri verður að 1 kílói af laxi – Ótrúleg staðreynd
Odd Eliassen, forstjóri í Havsbrún, tók svo að sér að kynna okkur laxeldið í Færeyjum. Havsbrún er hluti af Bakkarfrost samstæðunni, en fjöldi fólks á vegum stálsmíðafyrirtækisins 3X á Ísafirði hefur starfað við gerð nýrrar verksmiðju Bakkafrost í Rúnavík, vinabæ Ísafjarðarbæjar. Havsbrún er heimsþekktur framleiðandi laxafóðurs, fiskimjöls og lýsis. Nánast öll framleiðsla Havsbrúnar er nýtt í laxafóður og aðeins lítill hluti þess fer til útflutnings. Havsbrún er í fararbroddi í framleiðslu laxafóðurs og á þátt í því að færeyskur lax selst á hærra verði en annar eldislax.
Á einum og sama deginum fengum við að sjá allt laxeldisferlið eins og það leggur sig, frá klaki seiða og framleiðslu fóðurs til kvíaeldis – og til þess að laxaafurðum var staflað á bretti í nýrri verksmiðju Bakkafrost. Í vinnslu Bakkafrost í Færeyjum nýtist eldislax 100% til manneldis. Fóðurhlutfallið eftir 2015 er þessu til viðbótar með þeim hætti að 1 kíló fóðurs verður að 1 kíló af laxi (wikipedia). Ótrúleg staðreynd!
Í fóðurverksmiðju Havsbrúnar sáum við kolmunnia unninn í laxafóður og þannig nýtist hann 100% til manneldis, kíló fyrir kíló, en einungis fengjust um 270 grömm til manneldis ef kolmunni væri nýttur beint sem soðning á okkar disk. Í leit að sjálfbærni og umhverfisvænum kostum skorar eldislax úr sjó því afskaplega hátt.

Frá Ísafirði: Laxeldi verður einn af undirstöðuþáttunum í atvinnuuppbyggingu næstu ára á norðanverðum Vestfjörðum, líkt og suðurfjörðunum

Einn besti kosturinn til að takast á við aukna matvælaframleiðslu
Fiskeldi, og þá sérstaklega laxeldi, er í dag einn besti kostur mannkyns til að takast á við aukna matvælaframleiðslu á umhverfisvænan hátt. Kolefnisspor laxeldis er lægra en dæmi eru um annarsstaðar. Afurðin er einnig sérstaklega holl til manneldis. Laxeldi hefur verið í þróun á undanförnum áratugum og hefur vissulega lent í sínum hremmingum. Síle, Noregur, Kanada og Færeyjar hafa öll gert sín mistök í gegnum tíðina. Mistökin hafa hinsvegar verið nýtt til þess að læra af þeim. Ýmis dæmi sem stangveiðimenn tína til í dag til að tala niður laxeldið eru einmitt gömul dæmi um mistök sem menn hafa þegar lært af. Það er engin ástæða fyrir Íslendinga til annars en að læra af þessum sömu mistökum og nota nýjustu aðferðir hér á landi.

Laxeldi verði einn af undirstöðuþáttunum í atvinnuuppbyggingu á norðanverðum Vestfjörðum

Það eru bjartar framtíðarhorfur í Ísafjarðarbæ og við byggjum okkur upp af eigin rammleik. Það er hinsvegar augljóst að laxeldi verður einn af undirstöðuþáttunum í atvinnuuppbyggingu næstu ára á norðanverðum Vestfjörðum, líkt og suðurfjörðunum. Vestfirðingar biðja ekki um annað en skilning, sanngjarna umfjöllun og að leyfisumsóknir fái eðlilega afgreiðslu.

Laxeldi í strandsjó Vestfjarða þjónar hagsmunum Vestfirðinga

Laxeldi í strandsjó Vestfjarða þjónar hagsmunum Vestfirðinga

Neðangreind sveitarfélög á Vestfjörðum lýsa vilja sínum til þess að á Vestfjörðum byggist upp kraftmikið laxeldi á næstu árum. Með uppbyggingu fiskeldis og styrkingu innviða á Vestfjörðum verði stuðlað að sjálfbærri fjölgun íbúa í landshlutanum.

Þannig hefst yfirlýsing sem sjö sveitarfélög á Vestfjörðum hafa sent sameiginlega frá sér. Yfirlýsingin er birt hér í heild sinni.

Neðangreind sveitarfélög á Vestfjörðum lýsa vilja sínum til þess að á Vestfjörðum byggist upp kraftmikið laxeldi á næstu árum. Með uppbyggingu fiskeldis og styrkingu innviða á Vestfjörðum verði stuðlað að sjálfbærri fjölgun íbúa í landshlutanum.
Sveitarfélögin hafa mótað sér sameiginlega stefnu um sjálfbæra þróun í umhverfislegu og félagslegu tilliti og hafa þegar hlotið silfurvottun EarthCheck. Mörkuð hefur verið sú stefna að Vestfirðir verði sjálfbært samfélag og umhverfisvænt þar sem áhersla er lögð á að vernda sögu, minjar og landslag fyrir komandi framtíð.

Laxeldi mun fjölga stoðum atvinnulífs á Vestfjörðum

Það er álit sveitarfélaganna að laxeldi teljist umhverfisvænt með tilliti til þess hve litlu álagi það veldur á auðlindir og loftlagsmál Jarðar í samanburði við annað eldi. Landnotkun og kolefnisfótspor laxeldis er þannig margfalt minna en af eldi kjúklinga, svína eða nautgripa. Þar að auki verður álagi laxeldis dreift þannig að umhverfi sjávarins ráði við það og ummerki verði afturkræf, á grunni mats Hafrannsóknarstofnunarinnar á burðarþoli og í samræmi við reynslu annarra þjóða.
Sveitarfélögin telja einsýnt að laxeldi muni fjölga stoðum atvinnulífs á Vestfjörðum og styrkja þær og dreifa þannig fjöreggjum byggðanna í fleiri körfur. Sveitarfélögin gera kröfu um að starfræksla eldisins verði til fyrirmyndar og byggist á þeirri þekkingu sem aðrar þjóðir hafa aflað, m.a. með því að læra af mistökum liðinna áratuga. Eldinu þarf nauðsynlega að fylgja uppbygging innviða sem tryggt getur möguleika fiskeldis og annarra atvinnugreina til vaxtar og framþróunar. Einnig þarf að tryggja eðlilega hlutdeild sveitarfélaganna í opinberum tekjum vegna fiskeldis.

Leyfisumsóknir verði ekki dregnar mánuðum og árum saman
Það er krafa sveitarfélaganna að afgreiðsla á umsóknum um laxeldisleyfi verði unnin á þeim hraða sem lög og góð stjórnsýsla mæla fyrir um, en verði ekki dregin mánuðum og árum saman undir yfirskyni manneklu eða fjárskorts.
Gríðarleg verðmæti munu skapast í íslensku hagkerfi af laxeldinu. Sveitarfélögin telja að vel útfært laxeldi í strandsjó Vestfjarða þjóni hagsmunum Vestfirðinga, íslensku þjóðarinnar og vistkerfa Jarðarinnar.

Ísafjarðarbær
Vesturbyggð
Bolungarvíkurkaupstaður
Tálknafjarðarhreppur
Súðavíkurhreppur
Strandabyggð
Reykhólahreppur

Ráðherra heimsækir og kynnir sér laxeldi á Bíldudal

Ráðherra heimsækir og kynnir sér laxeldi á Bíldudal

Við kvíarnar hjá Steinanesi. Talið frá vinstri: Víkingur Gunnarsson, Matthias Garðarsson, Ásthuldur Sturludóttir og Lilja Sigríður Hafþórsdóttir, Jón Gunnarsson, Halla Ragnarsdóttir og Sigrún J. Þórisdóttir.

Jón Gunnarsson ráðherra samgöngu og sveitarstjórnarmála heimsótti fiskeldisfyrirtækið Arnarlax á Bíldudal nú fyrr í vikunni. Hann skoðaði vinnslu fyrirtækisins, skrifstofur og stjórnstöð, jafnframt því að sigla út að kvíunum við Steinanes í Arnarfirði.
Jón er gjörkunnugur fiskeldismálunum. Hann var formaður atvinnuveganefndar Alþingis þegar gerðar voru miklar breytingar á lögum um fiskeldi, en þær lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun árið 2015.
Byggðamálin heyra undir ráðuneyti Jóns Gunnarssonar og öllum er ljóst að mikil jákvæð byggðaleg áhrif hafa þegar orðið með uppbyggingu á fiskeldi, jafnt á Vestfjörðum og á Austfjörðum.
Sannkallaður þekkingariðnaður.

Fóðrun í laxeldiskvíunum er stýrt úr landi og fer hún fram með nær alveg sjálfvirkum hætti frá stórum fóðurbátum. Á þjónustubátum fylgist mannskapurinn með því að allt gangi eðlilega fyrir sig.

Eins og kunnugt er, krefst þróað nútíma fiskeldi margvíslegra starfskrafta og mikillar þekkingar. Fiskeldi er því í raun sannkallaður þekkingariðnaður. Mörgum hefur komið á óvart sú mikla fjölbreytni starfa sem er í fiskeldinu, jafnt til sjós og lands.
Háþróaður íslenskur búnaður
Í vinnslunni er háþróaður búnaður, hannaður og smíðaður í íslenskum fyrirtækjum á borð við Skaginn 3X technology, Marel, Vaka og Völku svo dæmi séu tekin. Fóðrun er stýrt úr landi og fer hún fram með nær alveg sjálfvirkum hætti frá stórum fóðurbátum. Á þjónustubátum fylgist mannskapurinn með því að allt gangi eðlilega fyrir sig.
Margvísleg afleidd starfsemi
Það vakti athygli ráðherrans að sjá hvernig margvísleg afleidd starfsemi hefur orðið til í kring um fiskeldið. Allt frá beinni þjónustu á borð við köfun, flutningastarfsemi og fjölda mörgu öðru. Þá hafa aukin umsvif í atvinnulífinu sem stafa af fiskeldisstarfseminni lyft undir margs konar aðra þjónustu, svo sem ferðaþjónustu á svæðinu.
Öflugra skólastarf
Með tilkomu fiskeldisins hefur nemendum á báðum skólastigunum sem sveitarfélögin starfrækja, leikskóla og grunnskóla fjölgað mikið. Og á Patreksfirði er starfrækt framhaldsskóladeild í samvinnu við Fjölbrautaskóla Snæfellinga,svo dæmi séu nefnd.
Mikil tekjuaukning sveitarfélagsins
Á fundi ráðherra með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar kom fram að tekjuaukning sveitarfélagsins vegna umsvifa fiskeldisins nemur tugum prósenta og sömu sögu er að segja um hafnarsjóðinn.
Fiskeldismenn ánægðir
Fiskeldismenn voru að vonum ánægðir með komu ráðherrans og þann áhuga og skilning sem hann sýndi á þörfum og mikilvægi fiskeldisuppbyggingar og þess hlutverks sem hún gegnir í eflingu byggðanna.
Með í för ráðherrans voru Halla Ragnarsdóttir eiginkona hans, Einar K. Guðfinnsson formaður LF og kona hans Sigrún J. Þórisdóttir, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og níu mánaða dóttir hennar Lilja Sigríður, auk Víkings Gunnarssonar framkvæmdastjóra Arnarlax og Matthías Garðarsson frumkvöðull að stofnun Arnarlax.

Hér lifa  eldisfyrirtækin „Ground hog day“

Hér lifa eldisfyrirtækin „Ground hog day“

Mikil sóknarfæri eru nú á Vestfjörðum og útlitið bjartara en í áratugi. Hagsmunamál okkar Vestfirðinga hafa ekki bara þýðingu fyrir Vestfirði, heldur þjóðina alla. Þar má nefna helst virkjunaráform, uppbyggingu fiskeldis og samgangna. Hér eru íbúar og fyrirtæki tilbúin í uppbyggingu en samt gerist allt á hraða snigilsins. Málin bara þvælast um í kerfinu og þegar forsvarsmenn verkefna eru spurðir, hvar sé málið statt, hafa þeir stundum ekkert svar. Málið er bara í kerfinu. Einhverskonar svartholi sem enginn skilur.

Daníel Jakobsson, Ísafirði

Daníel Jakobsson: Hvað fiskeldi varðar er það sennilega eitt mikilvægasta mál opinberra fjármála á landinu í dag, að vel takist til með uppbyggingu fiskeldis

Þannig kemst Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að orði í grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið laugardaginn 8. júlí sl. Hér fer á eftir hluti greinarinnar þar sem Daníel fjallar um málefni fiskeldis.

Svarthol sem enginn skilur

Mikil sóknarfæri eru nú á Vestfjörðum og útlitið bjartara en í áratugi. Hagsmunamál okkar Vestfirðinga hafa ekki bara þýðingu fyrir Vestfirði, heldur þjóðina alla. Þar má nefna helst virkjunaráform, uppbyggingu fiskeldis og samgangna. Hér eru íbúar og fyrirtæki tilbúin í uppbyggingu en samt gerist allt á hraða snigilsins. Málin bara þvælast um í kerfinu og þegar forsvarsmenn verkefna eru spurðir, hvar sé málið statt, hafa þeir stundum ekkert svar. Málið er bara í kerfinu. Einhverskonar svartholi sem enginn skilur.

Fiskeldi getur orðið verðmætasta útflutningsgrein okkar.
Á Vestfjörðum hefur fiskeldi verið að byggjast upp. Í samanburðir við aðrar nágrannaþjóðir okkar er það hinsvegar agnarsmátt. Fiskeldi er orðið stærra að umfangi en sala villtra sjávarafurða bæði í Noregi, Færeyjum og Skotlandi. Enda er það skynsamlegt því hagkvæmt er að framleiða mat í sjó og laxfiskur þykir heppileg fæða út frá lýðheilsusjónarmiðum.

Nú þegar er búið að fjárfesta fyrir á þriðja tug milljarða í fiskeldi á Vestfjörðum og á þriðja hundrað manns vinna við eldið í nánast öllum sveitarfélögum fjórðungsins. Áform fiskeldisfyrirtækjanna eru hófleg og raunhæf en til að geta vaxið og dafnað þurfa þau leyfi. Leyfin fara í umsóknarferli þar sem hinar ýmsu ríkisstofnanir koma að og ætti taka 1-2 ár að jafnaði. En svo er ekki.

Fiskeldiskvíar í Dýrafirði

Nú þegar er búið að fjárfesta fyrir á þriðja tug milljarða í fiskeldi á Vestfjörðum og á þriðja hundrað manns vinna við eldið í nánast öllum sveitarfélögum fjórðungsins. Áform fiskeldisfyrirtækjanna eru hófleg og raunhæf en til að geta vaxið og dafnað þurfa þau leyfi. Leyfin fara í umsóknarferli þar sem hinar ýmsu ríkisstofnanir koma að og ætti taka 1-2 ár að jafnaði. En svo er ekki.

„Ground hog day“

Hér lifa eldisfyrirtækin „Ground hog day“ – það sama aftur og aftur. Þegar frestir stofnanna eru að líða, taka þær upp pennann og óska eftir frekari skýringum. Þá kaupa þær sé meiri tíma. Þegar þær geta ekki keypt sér meiri tíma senda þær bréf þar sem afsakað er að ekki sé hægt að svara innan tilskilins frests vegna manneklu og fjárskorts. Ja, eða gefa bara enga skýringu eða þá þokukennda. Allir sem vilja, sjá að þetta er fyrirsláttur óhæfra embættismann og stjórnenda vanvirkra stofnanna sem jafnvel virðast láta persónulegar skoðanir sínar á framkvæmdum ráða för! Stjórnendum stofnanna sem virka með þessum hætti á að skipta út. Þeir eiga ekki að komast upp með svona vinnubrögð og ráðamönnum ber skylda til að sjá til þess að í stofnunum séu hæfir stjórnendur sem virða lög, reglur og tímaramma, og fara að gerðum samþykktum og ákvörðunum æðri stjórnstiga.

Eitt mikilvægasta mál opinberra fjármála í landinu

Hvað fiskeldi varðar er það sennilega eitt mikilvægasta mál opinberra fjármála á landinu í dag, að vel takist til með uppbyggingu fiskeldis. Innan fárra ára gætu tekjur af fiskeldi orðið meiri en af hefðbundnum sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Það mun skila sér í auknum skatttekjum ríkisins. Þannig að mikið er undir fyrir samfélagið okkar og þar með ríkissjóð.

Framtíð okkar í fiskeldi

Framtíð okkar í fiskeldi

Við viljum  fá blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf allt árið um kring. Fagleg uppbygging á fiskeldi er eitt stærsta tækifæri sem við íbúar við Ísafjarðardjúp höfum staðið frammi fyrir í áratugi og það besta er að ríkið þarf ekki að fjárfesta í virkjunum, veita ívilnanir eða gefa eftir skatttekjur. Við erum svo fullfær um að veita þessum fyrirtækjum aðhald og stuðning. Drífum í að nýta þessa auðlind í þágu íbúanna á svæðinu og Íslendinga allra.

Stundum heyrum við Vestfirðingar í fólki sem er mótfallið fiskeldi á svæðinu. Sumt af þessu ágæta fólki á kannski hús í sjávarþorpi fyrir vestan sem þau nota í sumarfríinu og jafnvel í nokkra daga yfir jól og áramót. Sumt af þessu fólki hefur áhyggjur af því að aukin umferð þjónustubáta í kringum fiskeldi muni raska kyrrðinni og eldiskvíarnar muni eyðileggja útsýnið.

Kristján Andri Guðjónsson

Kristján Andri Guðjónsson: Við viljum líka fá blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf allt árið um kring. Faglegt fiskeldi á afmörkuðum svæðum er skynsamlega nýting á auðlindum okkar

Þannig kemst Kristján Andri Guðjónsson, skipstjóri og  bæjarfulltrúi í Ísafjaarðrbæ að orði í grein sem birtisti á Vísi í gær, 6. júlí. Greinin birtist hér í heild sinni.

FRAMTÍÐ OKKAR Í FISKELDI

Ég skil vel að það sé gaman að geta keypt einbýlishús á 2-3 milljónir í krúttlegu sjávarþorpi. Ég skil vel að það sé gott að kúpla sig aðeins frá borgarlífinu, skreppa aðeins í þorpið og slaka á.

„…en við viljum líka blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf“
Enda fögnum við íbúar þessara þorpa þessum góðu gestum og viljum fá þá sem flesta en við viljum líka fá blómlegt og fjölbreytt atvinnulíf allt árið um kring. Við viljum geta nýtt auðlindir okkar á skynsamlegan hátt eins og við höfum gert í hundruði ára. Faglegt fiskeldi á afmörkuðum svæðum er skynsamlega nýting á auðlindum okkar. Við vitum líka að allri matvælaframleiðslu fylgja umsvif. Það á við um sauðfjárræktun, kartöflurækt eða aðra matvælaframleiðslu.

Vestfirðir eru eitt fárra svæða á landinu þar sem heimilt er að stunda sjókvíaeldi og hentar vel til fiskeldis. Þess vegna væri grátlegt og í raun óboðlegt að háværir hagsmunaaðilar geti tekið þetta frá okkur

Fiskeldi er fyrst og fremst matvælaframleiðsla
Því fiskeldi er fyrst og fremst matvælaframleiðsla. Matvælaframleiðsla sem kallar á allskonar fólk með fjölbreytna menntun og reynslu. Íbúar við Ísafjarðardjúp binda miklar vonir við fyrirhugað fiskeldi enda höfum við séð blómlega uppbygginu á Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði. Þar fjölgar íbúum, börnum fjölgar í skólum og fullt af spennandi atvinnutækifærum spretta upp. Hver sá sem heldur að fiskeldi skilji lítið eftir sig eða skapi bara láglaunastörf ætti að heimsækja Bíldudal og sjá hið gagnstæða.

Við erum þreytt á að hagsmunir annarra séu alltaf teknir fram yfir hagsmuni okkar
Við erum þreytt á að hagsmunir annara sem ekki lifa hér og starfa séu alltaf teknir fram yfir hagsmuni okkar Vestfirðinga. Vestfirðir eru eitt fárra svæða á landinu þar sem heimilt er að stunda sjókvíaeldi og hentar vel til fiskeldis. Þess vegna væri grátlegt og í raun óboðlegt að háværir hagsmunaaðilar geti tekið þetta frá okkur. Ég geri mér fulla grein fyrir að eldinu fylgja áskoranir en við treystum okkur fullkomlega til að leysa úr þeim í samvinnu við fyrirtækin, aðra hagsmunaaðila og ríkið.

Eitt stærsta tækifæri sem við höfum staðið frammi fyrir í áratugi
Fagleg uppbygging á fiskeldi er eitt stærsta tækifæri sem við íbúar við Ísafjarðardjúp höfum staðið frammi fyrir í áratugi og það besta er að ríkið þarf ekki að fjárfesta í virkjunum, veita ívilnanir eða gefa eftir skatttekjur. Við erum svo fullfær um að veita þessum fyrirtækjum aðhald og stuðning. Drífum í að nýta þessa auðlind í þágu íbúanna á svæðinu og Íslendinga allra.

Kristján Andri Guðjónsson, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæ

Störf í fiskeldi skapa tækifæri fyrir öflugt, ungt fólk

Störf í fiskeldi skapa tækifæri fyrir öflugt, ungt fólk

 Eðlilegum kröfum, sem uppi eru um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf meðal annars að mæta með því að tryggja að starfsfólk sé vel menntað og skilji vel þá ábyrgð sem það ber gagnvart náttúru og öðrum starfsgreinum. Sem betur fer er íslenskt skólakerfi vel í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni.

Störf í laxeldi verða flest utan Reykjavíkursvæðisins og munu treysta byggð á Austfjörðum og Vestfjörðum. Einnig er mikið fjárfest í bleikjueldi á Reykjanesi og seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt vel sem atvinnugrein í minni sjávarbyggðum, þar sem aldalöng hefð er fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Framleiðni í áframeldi er mikil, þannig að fámenn samfélög geta staðið undir mikilli framleiðslu. Þetta kemur m.a fram í grein sem Helgi Thorarensen prófessor við Háskólann á Hólum ritar í Fréttablaðið í dag. Hjálagt fylgir greinin í heild sinni.

Mennta þarf starfsfólk og stjórnendur fyrir fiskeldi framtíðarinnar

Helgi Thorarensen

Helgi Thorarensen: Nærri helmingur af störfum í fiskeldi eru almenn störf við eldi, sem ekki krefjast háskólamenntunar. Þessir starfsmenn þurfa engu að síður að hafa undirstöðuþekkingu á fiskeldi

Fiskeldi á Íslandi vex nú hröðum skrefum; framleiðsla á laxi hefur margfaldast og mun halda áfram að aukast og eins er ljóst að meira verður framleitt af bleikju á næstu árum. Þessi vöxtur fiskeldis mun skapa fjölda nýrra starfa bæði við eldið og í tengdum greinum.

Störf í fiskeldi eru mjög fjölbreytt og skapa tækifæri fyrir öflugt ungt fólk, sem er reiðubúið til þess að taka þátt í uppbyggingu á nýjum atvinnuvegi, sem skipta mun sköpum fyrir fæðuöryggi mannkyns í framtíðinni. Árangur í fiskeldi krefst þekkingar og segja má að fyrri áföll í fiskeldi, hér á landi sem annars staðar, tengist fyrst og fremst skorti á þekkingu.

Skólakerfið vel í stakk búið
Eðlilegum kröfum, sem uppi eru um ábyrgt og sjálfbært fiskeldi, þarf meðal annars að mæta með því að tryggja að starfsfólk sé vel menntað og skilji vel þá ábyrgð sem það ber gagnvart náttúru og öðrum starfsgreinum. Sem betur fer er íslenskt skólakerfi vel í stakk búið til þess að sinna þessu verkefni.

Störf í laxeldi verða flest utan Reykjavíkursvæðisins og munu treysta byggð á Austfjörðum og Vestfjörðum. Einnig er mikið fjárfest í bleikjueldi á Reykjanesi og seiðaeldi á laxi á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Fiskeldi hentar einmitt vel sem atvinnugrein í minni sjávarbyggðum, þar sem aldalöng hefð er fyrir sjósókn og fiskvinnslu. Framleiðni í áframeldi er mikil, þannig að fámenn samfélög geta staðið undir mikilli framleiðslu.

Ábyrgð starfsmanna mikil
Sérhæfð störf í fiskeldi tengjast umsjón með seiðaeldi og áframeldi. Ábyrgð þessara starfsmanna er mikil, því það er árangur þeirra sem endanlega ræður því hvernig fyrirtækjunum mun reiða af og hversu mikil umhverfisáhrif starfsemin hefur. Það er nauðsynlegt að þessir starfsmenn hafi góða þekkingu á líffræði fiska, fóðrun, kjöraðstæðum í eldi og umhverfisáhrifum fiskeldis.

Fiskeldisnemar frá Hólum með Ólafi Sigurgeirssyni

Nemendur á Hólum heimsóttu okkur hjá LF og kynntu sér starfsemi Sjávarklasans: Það þarf að mennta fjölda fólks til starfa í greininni á næstu árum. Ný störf í fiskeldi opna spennandi möguleika fyrir ungt fólk að fá vinnu við hæfi í heimabyggð og ekki síður fyrir þá sem vilja flytja í dreifbýli og nýta þau lífsgæði sem lítil samfélög bjóða.

Háskólinn á Hólum hefur um árabil boðið eins árs háskólanám í fiskeldi á diplómastigi, sem er góður undirbúningur fyrir þessi störf. Það eru meðmæli með náminu að stjórnendur fiskeldisstöðva hafa hvatt starfsmenn sína til þess að sækja sér þessa menntun. Einingar úr diplómanáminu er líka hægt að fá metnar í BS nám í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. Stjórnun og rekstur eru stór þáttur í sjávarútvegsfræðanáminu og það er góður undirbúningur fyrir stjórnendur fiskeldisfyrirtækja. Fjölbreytt námsframboð við aðra háskóla, t.d. í matvælafræðum og strandsvæða­stjórnun, mun einnig nýtast vel við uppbyggingu fiskeldis og eftirlitsstörf tengd greininni.

Tryggja þarf menntun
Nærri helmingur af störfum í fiskeldi eru almenn störf við eldi, sem ekki krefjast háskólamenntunar. Þessir starfsmenn þurfa engu að síður að hafa undirstöðuþekkingu á fiskeldi og það er mikilvægt að þeir fái menntun við hæfi, t.d. á vegum símenntunarmiðstöðva. Nú er unnið að undirbúningi fyrir slíkt nám á Vestfjörðum og Fisktækniskólinn í Grindavík býður nám í fiskeldi á framhaldsskólastigi.

Það þarf að tryggja greiðan aðgang að menntun í fiskeldi á þeim svæðum þar sem þessi mikilvæga atvinnugrein er stunduð. Símenntunarmiðstöðvar munu bjóða námskeið fyrir almennt starfsfólk í fiskeldi, hliðstæð þeim sem boðin eru t.d. í fiskvinnslu. Háskólanám í fiskeldi er boðið í fjarnámi við Háskólann á Hólum og eins er nám í sjávarútvegsfræði boðið í fjarnámi. Það eru því allar dyr opnar fyrir þá sem vilja sækja sér menntun í fiskeldi og leggja sitt af mörkum til að byggja það vel upp til framtíðar.

Höfundur er prófessor við Háskólann á Hólum.

Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög

Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög

Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög, sem heltekin voru af hrörnunarsjúkdómi. Sá sem hefur vaknað eldsnemma á Bíldudal, fundið driftina í mannlífinu á leið til vinnu, orkuna, hamarshöggin og baráttuna um lausu bílastæðin, skilur hvað fiskeldi hefur fært inn í vestfirskt samfélag, líf, vöxt og menningu.

Í dag eru 180 bein störf í kringum fiskeldi á Vestfjörðum, skattspor nær milljarði. Í áætlunum fiskeldisfyrirtækja er gert ráð fyrir 700-800 beinum störfum – sé miðað við að varfærnislegt burðarþol Hafrannsóknastofnunar verði nýtt. Í verðmætum má reikna með 60 milljörðum í útflutningstekjur.

Þetta kemur fram í grein sem Pétur G. Markan sveitarstjóri í Súðavik og formaður Fjóðrungssambands Vestfirðinga skrifar í Fréttablaðið í dag undir fyrirsögninni Júdas, lax og Símon. Hjálagt fylgir greinin í heild sinni, með millifyrirsögnum frá LF.

Pétur G. Markan: Í dag eru 180 bein störf í kringum fiskeldi á Vestfjörðum, skattspor nær milljarði. Í áætlunum fiskeldisfyrirtækja er gert ráð fyrir 700-800 beinum störfum – sé miðað við að varfærnislegt burðarþol Hafrannsóknastofnunar verði nýtt. Í verðmætum má reikna með 60 milljörðum í útflutningstekjur.

 

Þröstur Ólafsson reit grein í Fréttablaðið fyrir skemmstu sem bar yfirskriftina Júdasar í Jökulfjörðum. Í greininni fer Þröstur um víðan umhverfisvöll, er vonlítill, enda mennirnir vitgrannir sem stjórna löndunum.

Þröstur staldrar við helsta verkefni mannkyns um þessar mundir, sem eru umhverfismál í formi útblásturs og kolefnisspora. Þar er ég ekki bara sammála greinarhöfundi, heldur slá hjörtu okkar í takt. Loftslagsmál eru sá málaflokkur sem maðurinn hefur ekki náð tökum á, þróunin fer versnandi og ef ekki verður fyrir samhent átak allra þjóða heimsins þá endar vegferð mannkyns mun fyrr en áætlað var. Í þessu samhengi er vel hægt að skilja upphaf greinar Þrastar, um vitgranna leiðtoga, sem t.d. afneita nýgerðu Parísarsamkomulagi.

Eftir þetta kemur að mengandi laxeldi í flestum fjörðum Íslands. Þar missir Þröstur flugið. Orðrétt segir hann m.a. um laxeldisuppbygginguna: „…sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi“.

Bróðurparti strandlengjunnar er lokað fyrir sjóeldi

Það skal fyrst nefna að í reglugerð, sem gefin var út af Guðna Ágústssyni, þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var stærsta skref við verndun villtra laxastofna tekið frá upphafi íslenskrar stjórnsýslu. Það var gert með því að loka bróðurparti allrar íslenskrar strandlengju fyrir sjóeldi. Ég gef mér að Þröstur hafi einfaldlega ekki vitað þetta, varla fer virðulegur hagfræðingur vísvitandi með rangt mál.
En stundum helgar tilgangurinn meðalið, þegar tilfinningar blandast skoðunum. Þröstur rekur ættir sínar til Hornstranda. Eitthvað segir mér að ábúendur Hornstranda, áður en byggð horaðist af, hefðu horft hýrum augum til atvinnuuppbyggingar, eins og laxeldis. Svona rifna ræturnar frá mönnum. En það er um að gera að faðma kerfilinn á Hornströndum, umvafinn hungruðum forfeðrum, á meðan maður rúntar um á fjór- eða sexhjólinu sínu og hrópar: „Einstakt!“

Ekkert fiskeldi er ráðgert í friðlandinu

Þá er skemmtilegt að segja frá því að fjór- og sexhjólin sniglast um í friðlandinu. Ekkert fiskeldi er hins vegar ráðgert í friðlandinu, og engar hugmyndir hafa heyrst um slíkt. Samkvæmt reglugerð er mögulegt að sækja um sjóeldi í Jökulfjörðum Ísafjarðardjúps, sem eru ekki partur af friðlandi Hornstranda. Þröstur er því leiðréttur um þetta.

Líklega umhverfisvænasti matvælaiðnaðurinn

Þröstur fullyrðir að iðnaðurinn sé mengandi og slíkt verður ekki lesið öðruvísi en í samhengi við fyrri hluta greinar Þrastar. Er Þröstur virkilega svo illa áttaður í málinu að hann veit ekki að laxeldi er líkast til umhverfisvænsti matvælaiðnaður sem til er, sé litið til útblásturs og kolefnisspora. Sjóeldi er nútímaleg matvælaframleiðsla, ábyrgur iðnaður, sem getur vel verið ein af lausnum mannkyns við að fæða fleiri munna í sátt við umhverfi og framtíð. Með vísan í áhyggjur Þrastar um umhverfisspillingu og vitlausa menn, vil ég benda á að líkast til eru fáar matvælagreinar jafn lofandi fyrir framtíðina.

Staðreyndin er sú að Vestfirðir, suður- og norðursvæði, eru opnir fyrir sjóeldi. Í gildi eru reglugerðir og lög, sem heimila atvinnustarfsemina, svo lengi sem hún rúmast innan sömu laga og reglna. Til þess að fá starfsleyfi, þarf umsækjandinn m.a. að standast umhverfismat, faglega unnið mat vísindamanna, sem segir til um hvort starfsemi hafi, allt frá verulegum til óverulegra, áhrif á umhverfið. Þröstur gleymir að minnast á það.

Sem kraftaverkalyf á byggðarlögin

Bíldudalur

Sá sem hefur vaknað eldsnemma á Bíldudal, fundið driftina í mannlífinu á leið til vinnu, orkuna, hamarshöggin og baráttuna um lausu bílastæðin, skilur hvað fiskeldi hefur fært inn í vestfirskt samfélag, líf, vöxt og menningu.

Fiskeldi á Vestfjörðum hefur virkað sem kraftaverkalyf á byggðarlög, sem heltekin voru af hrörnunarsjúkdómi. Sá sem hefur vaknað eldsnemma á Bíldudal, fundið driftina í mannlífinu á leið til vinnu, orkuna, hamarshöggin og baráttuna um lausu bílastæðin, skilur hvað fiskeldi hefur fært inn í vestfirskt samfélag, líf, vöxt og menningu.

Þröstur segir í grein sinni að fiskeldi skili sáralitlum virðisauka, en auki einungis útgjöld og mengun.

Í dag eru 180 bein störf í kringum fiskeldi á Vestfjörðum, skattspor nær milljarði. Í áætlunum fiskeldisfyrirtækja er gert ráð fyrir 700-800 beinum störfum – sé miðað við að varfærnislegt burðarþol Hafrannsóknastofnunar verði nýtt. Í verðmætum má reikna með 60 milljörðum í útflutningstekjur.

Menntun og rannsóknir tengdar sjóeldi munu aukast á svæðinu. Afleidd þjónusta mun vaxa samhliða fiskeldi. Í fáum orðum er hér um nútímalega og ábyrga byltingu að ræða, á svæði sem er efnahagslega og lýðfræðilega kalt.

Ísafjarðardjúp

Framundan er vinna við sameiginlegt svæðisskipulag á Vestfjörðum. Þar verður m.a. leitt í ljós hvernig menn ná sameiginlegri sýn á nýtingu Ísafjarðardjúpsins, og þá Jökulfjarða. Það getur vel orðið niðurstaða að Jökulfirðir fái annað hlutverk í framtíð Vestfjarða. En það verður tæpast á þeim forsendum að fiskeldi sé svo mengandi. Slíkar ákvarðanir þurfa að byggja á staðreyndum og rökum.

Að fullyrða, eins og Þröstur gerir, að fiskeldi muni engu skila inn á Vestfjarðasvæðið, er eins og að fullyrða að stærri atvinnugreinar eins og m.a. stórútgerð og ferðaþjónusta, skili engu inn á stórhöfuðborgarsvæðið, þar sem Þröstur býr.

Sameiginlegt svæðisskipulag framundan

Það getur vel verið að Jökulfirðir verði ekki fiskeldissvæði á Vestfjörðum. Sjálfur gæti ég verið hlynntur slíkri ákvörðun. Framundan er vinna við sameiginlegt svæðisskipulag á Vestfjörðum. Þar verður m.a. leitt í ljós hvernig menn ná sameiginlegri sýn á nýtingu Ísafjarðardjúpsins, og þá Jökulfjarða. Það getur vel orðið niðurstaða að Jökulfirðir fái annað hlutverk í framtíð Vestfjarða. En það verður tæpast á þeim forsendum að fiskeldi sé svo mengandi. Slíkar ákvarðanir þurfa að byggja á staðreyndum og rökum.

Staðreyndin er sú að Vestfirðir eru leiðandi afl í umhverfismálum á Íslandi, sem stóriðjulaus fjórðungur, þar sem öll sveitarfélögin eru silfurvottuð af umhverfisvottunarsamtökunum EarthCheck.

Byssan með kúlunni

Útblástur og kolefnisspor eru byssan með kúlunni, sem ógnar framtíð jarðar. Þröstur hefur eðlilega áhyggjur. Það er því með vestfirsku faðmlagi, sem hann er upplýstur um að Vestfirðir eru stóriðjulausir og hafa ákveðið að vera það í framtíðinni. Sá sem selur framtíð jarðarinnar fyrir 30 silfurpeninga gerir tilkall til ógæfusama lærisveinsins. Sá sem skrifar gegn betri vitund gerir einnig tilkall til ógæfunnar.
Svo eru aðrir að vinna hörðum höndum að uppbyggingu fjórðungs, sem hefur farið halloka síðustu áratugi, á ábyrgan og umhverfisvænan hátt. Hafna stóriðju og lifa í langtímasambandi við land og láð. Þeir svara kallinu Símon og eru að byggja upp öfluga kirkju á Vestfjörðum, svona ef menn þurfa að blæta með biblíuna.

Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Fjölmenni á málþingi um sjókvíaeldi

Fjölmenni á málþingi um sjókvíaeldi

Kempur tvær. Jón Gunnarsson samgöngu og sveitarstjórnrráðherra og ráðherra byggðamála og dr. Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð, ræða málin.

Fjölmenni var eða um 120 manns á málþingi um sjókvíaeldi sem haldið var í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði í dag föstudaginn 30. júní og haldið var af Fjallabyggð. Málþingið hófst klukkan 13:00 og stóð það til kl. 17:00. Þetta kemur fram á vef Fjallabyggðar, http://www.fjallabyggd.is

Umræðuefni málþingsins voru efling dreifðra byggða, þjóðhagsleg hagkvæmni sjókvíaeldis og umhverfismál tengd sjókvíaeldi.

Umræðuefnin

Fyrst á mælendaskrá var Ásthildur Sturludóttir, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur og bæjarstjóri  í Vesturbyggð en hún fór yfir samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Vesturbyggð en fram kom hjá Ásthildi að Sveitarfélagið Vesturbyggð bindur miklar vonir við að fiskeldi á Vestfjörðum verði arðbær atvinnugrein sem auki hagsæld og fjölgi atvinnutækifærum í sveitarfélaginu og á Vestfjörðum öllum til framtíðar.

Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma fjallaði um sjúkdóma í íslensku sjókvíaeldi.

Dr. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, ræddi þjóðhagsleg áhrif sjókvíaeldis, uppgang í atvinnugreininni í bæði Noregi og Færeyjum. Framfarir í þekkingu sjókvíaeldis, bein og óbein áhrif eldis á samfélagið, óvissuþætti og áhættu

. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar fjallaði um framtíð, áhrif og áskoranir sjókvíaeldis í Fjarðabyggð

. Jón Gunnarsson, ráherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála fjallaði um áhrif sjókvíaeldis á byggðaþróun.

Marita Rasmussen, forstöðumaður Industriens Hus í Færeyjum kynnti starfsemi hússins og sagði frá reynslu Færeyinga af sjókvíaeldi.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fjallaði um framtíð sjókvíaeldis á Íslandi og að lokum athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson, en hann var með erindið „er sjókvíaeldi ógn eða viðskiptatækifæri“.

Í lok málþingsins fóru svo fram almennar umræður og fyrirspurnir úr sal og beindust þær fyrst og fremst að ráðherrunum Jóni Gunnarssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Málþing í Ólafsfirði

Funarmenn fylgdust með málþinginu af áhuga.

Fundarstjóri var Dr. Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.

Dagskrá ráðstefnunnar

Ásthildur Sturludóttir, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur (bæjarstjóri í leyfi) „Samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Vesturbygg“.

Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma, „Eru sjúkdómar vandamál í íslensku sjókvíaeldi“?

Dr. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands „Þjóðhagsleg áhrif sjókvíaeldis“

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar „Framtíð, áhrif og áskoranir sjókvíaeldis í Fjarðabyggð“

Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, „Áhrif sjókvíaeldis á byggðaþróun“

Marita Rasmussen, forstöðumaður Industriens Hus í Færeyjum „Reynsla Færeyinga af sjókvíaeldi“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Framtíð sjókvíaeldis á Íslandi“

Róbert Guðfinnsson, athafnamaður „Er sjókvíaeldi ógn eða viðskiptatækifæri“?

Nálgast má glærur sem erindunum fylgdu á vef Fjallabyggðar, http://fjallabyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/malthing-um-sjokviaeldi-toks-vel

Síða 1 af 1212345...10...Síðasta »