„Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi“

„Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi“

„Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árslok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfðablöndun.“

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var samhljóða á geysi fjölmennum borgarafundi sem haldinn var á Ísafirði, sl. sunnudag ( 24. september) þar sem rætt var um framfara og hagsmunamál Vestfirðinga.

Þar ber hæst. Uppbygging laxeldis á Vestfjörðum. Vegagerð um Gufudalssveit ( Teigsskóg). Uppbygging raforkuframleiðslu í fjórðungnum með hringtengingu Vestfjarða.

Hjálagt fylgir ályktunin í heild sinni

„Borgarafundur á Vestfjörðum 24. september 2017 vill að mat á samfélagslegum áhrifum verði í framtíðinni lagt til grundvallar stórframkvæmdum og lagasetningu þegar það á við.
Jafnframt setur fundurinn fram eftirfarandi þrjár kröfur:

– Ráðist verði strax í vegagerð í Gufudalssveit samkvæmt leið Þ-H (um Teigsskóg), vegna brýnna hagsmuna sveitarfélaganna, atvinnulífsins og íbúa

– Raforkumál á Vestfjörðum verði færð í nútímabúning með hringtengingu Vestfjarða um Ísafjarðardjúp, þannig að atvinnutækifærum fjölgi á Vestfjörðum.

– Laxeldi verði áfram heimilað í Ísafjarðardjúpi og í því ljósi setji stjórnvöld fram, fyrir árslok, ákvæði um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að verja laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi gegn hugsanlegri hættu á erfðablöndun.“

Milljarða tekjuaukning sveitarfélaganna með auknu fiskeldi

Milljarða tekjuaukning sveitarfélaganna með auknu fiskeldi

Útsvarstekjur sveitarfélaga, vegna  fiskeldis sem næmi 70 þúsund tonnum, eins og áhættumat Hafrannsóknastofnunarinnar gerir ráð fyrir, gætu numið 1,3 – 1,4 milljörðum króna á ári. Yrði fiskeldið 130 þúsund tonn, í samræmi við það burðarþolsmat sem Hafrannsóknastofnunin hefur gert, næmu útsvarstekjur sveitarfélaganna 2,5 milljörðum króna.

Þetta má lesa út úr útreikningum sem Byggðastofnun vann og birtast í skýrslu stofnunarinnar um byggðaleg áhrif fiskeldis frá 23. ágúst sl.

70 þúsund tonna framleiðsla: Útsvarstekjur sveitarfélaga, 1,3 milljarðar króna, þar af vegna beinna starfa 740 milljónir króna.       130 þúsund tonna framleiðsla: Útsvarstekjur sveitarfélaga, 2,5 milljarðar, þar af vegna beinna starfa 1,4 milljarðar króna.

Miðað við 500 þúsund króna mánaðarlaun að jafnaði

Í skýrslunni segir að erfitt sé að áætla meðallaun en stofnunin gerir ráð fyrir fyrir 500 þúsund kr. heildarlaunum á fullvinnandi einstakling á mánuði.

Þannig reiknað segir Byggðastofnun að heildarlaunagreiðslur á bein störf af 10.000 tonna framleiðslu yrðu 780 milljónir kr. á ári. Útsvarsprósenta flestra sveitarfélaga þar sem stefnt er að fiskeldi er 14,52% og útsvarstekjur til sveitarfélaga því um 106 milljónir kr. ári af 10.000 tonna framleiðslu.

Af afleiddum störfum gætu útsvarstekjur numið um 85 milljónum miðað við sömu framleiðslu en gera verður ráð fyrir að einhver hluti afleiddra starfa verði til utan helstu fiskeldissvæða.

Samandregið lítur þetta þá svona út

Út frá þessum forsendum Byggðastofnunar má þá sjá eftirfarandi:

70 þúsund tonna framleiðsla: Útsvarstekjur sveitarfélaga, 1,3 milljarðar króna, þar af vegna beinna starfa 740 milljónir króna.
130 þúsund tonna framleiðsla: Útsvarstekjur sveitarfélaga, 2,5 milljarðar, þar af vegna beinna starfa 1,4 milljarðar króna.

Lunginn fellur til á fiskeldissvæðunum

Ógjörningur er á þessu stigi að gera sér fulla grein fyrir skiptingu á þessum útsvarstekjum á milli sveitarfélaga. Augljóst er þó að lunginn af útsvarstekjunum fellur í skaut þeirra sveitarfélaga og nágrannasveitarfélaga þar sem eldið fer fram.

Hvar verða afleiddu störfin?

Athygli vekur að umtalsverðar tekjur verða af afleiddum störfum í greininni, vegna þeirrar margvíslegu þjónustu sem fiskeldisstarfsemin kallar á.. Eðlilegt má telja að uppbygging þessarar þjónustu verði að umtalsverðu leyti sem næst eldisfyrirtækjunum. Bæði vegna hagkvæmni þess að ekki þurfi að sækja þjónustu um langan veg og að fyrir þann sem þjónustuna veitir sé það að öllu leyti heppilegt að geta veitt hana í næsta nágrenni við verkkaupann, þ.e fiskeldisfyrirtækin sjálf.

Bíldudalur

Til viðbótar við aukið útsvar má gera ráð fyrir auknum fasteignagjöldum samfara því að fiskeldið byggist upp.

Áður óþekkt tækifæri fyrir sveitarfélögin og íbúana
Eins og áður hefur verið rakið verður fiskeldisuppbyggingin einkanlega á svæðum sem hafa verið í byggðalegri vörn. Hlutfallsleg tekjuaukning þessara sveitarfélaga verður því gríðarlega mikil og mun fyrirsjáanlega búa til áður óþekkt tækifæri fyrir þau að ráðast í verkefni í þágu íbúanna, bæta þjónustuna og lækka gjaldtöku og þar með gera sveitarfélögin ennþá samkeppnisfærari en áður.

Margs konar annars konar tekjuaukning sveitarfélaganna

Til viðbótar við aukið útsvar má gera ráð fyrir auknum fasteignagjöldum samfara því að fiskeldið byggist upp. Aukin umsvif í fiskeldi kalla óhjákvæmilega á byggingu nýrra fasteigna, bæði atvinnuhúsnæði og íbúðahúsnæði. Þá sýnir reynslan, til að mynda frá sunnanverðum Vestfjörðum, að fiskeldisuppbyggingin leiðir til hækkunar fasteignaverðs vegna aukinnar eftirspurnar og þar með auknar tekjur sveitarfélaganna af fasteignagjöldum. Þá er ótalið að með fiskeldinu vaxa tekjur hafnarsjóðanna, eins og dæmin sanna bæði austanlands og vestan.

Dauðafæri stjórnmálamanna

Dauðafæri stjórnmálamanna

„Frjálslyndir stjórnmálamenn ættu í raun að sleikja út um eins og Steinríkur með villigölt í fanginu. Hér er ekki verið að tala um handstýrðar stjórnvaldsaðgerðir. Ekki er verið að færa til fjármuni eða verðmæti á milli landshluta. Ekki er verið að sulla saman einkafjármagni og opinberu fjármagni. Það eina sem stjórnmálamennirnir þurfa að gera er að flækjast ekki fyrir athafnamönnum og koma í veg fyrir að embættismenn, sem ekki eru lýðræðislega kjörnir, hirði af þeim umboðið. Stjórnmálamennirnir geta síðan mokað inn atkvæðum á svæðinu í kosningum næstu árin.“

Þetta skrifar Kristján Jónsson í pistli í Morgunblaðinu 14. september sl. þar sem hann fjallar um fiskeldismálin. Greinin birtist hér í heild sinni.

Kristján Jónsson: Þeir aðilar sem hafa gert áætlanir um að byggja upp laxeldi í Djúpinu eru tilbúnir að teygja sig lengra og fara í mótvægisaðgerðir sem þarf til að minnka líkurnar á erfðablöndun í hinum tilteknu ám til mikilla muna.

Þótt ég sé nú orðinn einn af elstu núlifandi Íslendingunum þá rekur mig ekki minni til þess að hafa orðið vitni að öðru eins tækifæri fyrir stjórnmálamenn á Íslandi til að takast á við byggðaröskun af alvöru, og nú þegar einkaaðilar vilja fara í umfangsmikið laxeldi í Ísafjarðardjúpi.

Djúpmenn eru hoppandi illir

Djúpmenn eru hoppandi illir. Margir hverjir í það minnsta. Skil ég það ósköp vel. Embættismannaræðið og stofnanaræðið gæti ráðið för ef stjórnmálamenn brestur kjarkinn.

Í skýrslu hinnar háæruverðugu Hafrannsóknastofnunar ríkisins kemur fram að laxveiðiám annars staðar á landinu stafi ekki hætta af laxeldi í Djúpinu. Um þrjár ár í Djúpinu sé að ræða en þar skilst mér að um 1% af laxveiði landsmanna fari fram.

„Ljós má nú sjá við enda (Óshlíðar)ganganna“

Ljós má nú sjá við enda (Óshlíðar)ganganna því þeir aðilar sem hafa gert áætlanir um að byggja upp laxeldi í Djúpinu eru tilbúnir að teygja sig lengra og fara í mótvægisaðgerðir sem þarf til að minnka líkurnar á erfðablöndun í hinum tilteknu ám til mikilla muna. Auðvitað er sjálfsagt að fara varlega þegar náttúran er annars vegar. Ekki þarf að útskýra það sérstaklega fyrir Vestfirðingum. Landsbyggðarfólk þekkir náttúruna. Hún bæði gefur og tekur.

Fólki hefur fækkað og húsnæðisverðið er lágt

Sá landshluti sem um ræðir hefur ekki komist í snertingu við gullæði í áratugi eða neitt í líkingu við það. Fólki hefur fækkað og húsnæðisverð er lágt en stanslaus varnarbarátta er háð í þeirri von um að ekki þurfi að fara fyrir þessum byggðarlögum eins og Hornströndum sem mörgum finnst svo sjarmerandi án mannlífs.

„Stjórnvöld fá varla betra tækifæri“

Baldur Smári Einarsson, bæjarfulltrúi í Bolungarvík, sagði á samskiptamiðlum á dögunum: „Stjórnvöld fá varla betra tækifæri en þetta til að snúa við neikvæðri byggðaþróun hér við Ísafjarðardjúp.“

Frjálslyndir stjórnmálamenn ættu í raun að sleikja út um eins og Steinríkur með villigölt í fanginu. Hér er ekki verið að tala um handstýrðar stjórnvaldsaðgerðir. Ekki er verið að færa til fjármuni eða verðmæti á milli landshluta. Ekki er verið að sulla saman einkafjármagni og opinberu fjármagni. Það eina sem stjórnmálamennirnir þurfa að gera er að flækjast ekki fyrir athafnamönnum og koma í veg fyrir að embættismenn, sem ekki eru lýðræðislega kjörnir, hirði af þeim umboðið. Stjórnmálamennirnir geta síðan mokað inn atkvæðum á svæðinu í kosningum næstu árin.

„Þetta er dauðafæri“

Bjarni, ríkisstjórnin er kennd við þitt nafn, og þegar hún var sett saman gaf hún vonir um frjálslynda stjórn en ekki stjórnlynda. Bjarni, þetta er dauðafæri. Þótt þér hafi ekki verið hleypt oft í sóknina hér áður fyrr í old days, þá er þetta nánast eins og þú sért kominn inn í vítateig. Þú þarft bara að koma tuðrunni í markið. Markvörðurinn er meira að segja illa staðsettur.

Kristján Jónsson

Birtist í Morgunblaðinu hinn 14. september 2017.

Fiskeldið mun skapa þúsundum manna afkomu

Fiskeldið mun skapa þúsundum manna afkomu

Um fjögur þúsund íbúar munu hafa afkomu af fiskeldi og afleiddum störfum þegar það verður komið upp í þau 71 þúsund tonn sem áhættumat Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir. Ef burðarþolsmatið ( 130 þúsund tonn ) réði þá má áætla að um 7.300 manns hefðu afkomu af þessari starfsemi.

Þetta má ráða af útreikningum Byggðastofnunar, sem vann skýrslu um byggðaleg áhrif fiskeldis og gefin var út 23. ágúst sl.

Flest störfin verða á Vestfjörðum og Austfjörðum

Ljóst er að langflest þessara starfa verða til á Vestfjörðum og Austfjörðum, ekki síst á svæðum sem hafa verið í næsta viðvarandi byggðalegri vörn síðustu áratugina. Augljóst er að með auknu fiskeldi á þessum svæðum mun verða algjör viðsnúningur í byggðalegu tilliti á skömmum tíma.

Hver 10 þúsund tonn skapa 560 íbúum afkomu

Í skýrslunni er miðað við að 130 bein störf verði á hver 10.000 framleidd tonn, afleidd störf af þeirri framleiðslu séu um 100 og að 2,4 íbúar fylgi hverju starfi. Þannig má gera ráð fyrir að um 560 íbúar hefðu afkomu af 10 þúsund tonna fiskeldi og afleiddum störfum.

Í samræmi við rauntölur

Þetta er mjög nærri því sem við þekkjum þegar. Á Bíldudal eru framleidd um 10 þúsund tonn af laxi og tölurnar sem Byggðastofnun gengur út frá eru í samræmi við það.

Á næstunni verður hér á þessari síðu gerð frekari grein fyrir áhrifum fiskeldisins á byggðirnar, byggt á skýrslu Byggðastofnunar, sem má lesa í heild sinni hér:
https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/category/1/skyrsla-um-byggdaleg-ahrif-fiskeldis

„Vöxtur fiskeldis lofar góðu“

„Vöxtur fiskeldis lofar góðu“

„Vöxtur fiskeldis lofar góðu. Málefni þess munu koma til kasta þingsins í vetur. Ef við höldum vel á spilum verður það atvinnugrein sem mun skapa mikil verðmæti fyrir samfélagið okkar og styrkja líka byggðir í landinu.“
Þetta kom fram í ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Hér fer á eftir sá kafli ræðu ráðherrans þar sem hún fjallaði um fiskeldismálin.

 

Ef við höldum vel á spilum verður það atvinnugrein sem mun skapa mikil verðmæti fyrir samfélagið okkar og styrkja líka byggðir í landinu.

„Vöxtur fiskeldis lofar góðu. Málefni þess munu koma til kasta þingsins í vetur. Ef við höldum vel á spilum verður það atvinnugrein sem mun skapa mikil verðmæti fyrir samfélagið okkar og styrkja líka byggðir í landinu. Reynsluboltar sem ég hitti og eigendur fiskeldisfyrirtækja í Noregi sem ég hitti ekki alls fyrir löngu ráðlagði mér eindregið: Farið ykkur hægt, kæru Íslendingar. Ég tek undir það. Við verðum að tryggja gott jafnvægi milli nýtingar og umhverfissjónarmiða. Orðspor okkar á sviði sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda eins og sjávarútvegs er gott. Í því eru fólgin verðmæti í sjálfu sér. Fiskeldið getur að sjálfsögðu styrkt þá ímynd.
Starfshópur ólíkra hagsmunaaðila um mótun stefnu í fiskeldi kom sér saman um að miða við svonefnt áhættumat Hafrannsóknastofnunar Íslands, helstu rannsóknarstofnunar okkar á sviði hafs og vatna. Áhættumatið er breytilegt plagg en það er grunnur sem við eigum að byggja á til lengri tíma litið. Það fer í alþjóðlega rýni nú í byrjun október. Auðvitað á að taka alla gagnrýni alvarlega, fara vel yfir hana, að sjálfsögðu. Ég vil benda landsmönnum á að í næstu viku munum við í sjávarútvegsráðuneytinu standa fyrir morgunverðarfundi einmitt um áhættumat Hafró.“

Eldi og vernd

Eldi og vernd

Eftir samtöl mín við forystufólk í sveitarstjórnum við Ísafjarðardjúp er ljóst að sú skoðun er útbreidd á meðal þeirra að leggja beri áherslu á að vernda árnar en kanna jafnframt til hlítar möguleika á að hefja eldi með þeim mótvægisaðgerðum sem duga til að þetta tvennt fari saman.

Þessi afstaða felur ekki í sér kröfu um að hagsmunum veiðiréttarhafa verði fórnað eða náttúruvernd vikið til hliðar. Hún felur það einfaldlega í sér að okkar færu vísindamenn verði spurðir að því hvort hægt sé að nýta tækifærin í eldi með mótvægisaðgerðum sem duga til að tryggja að téðum þremur laxveiðiám sé ekki stefnt í hættu. Og að sett verði tímalína um framhald málsins til að það komist í skilgreindan farveg.

Þetta er ekki ósanngjörn ósk. Við skuldum íbúum á svæðinu að kanna þetta til hlítar og láta það ekki dragast úr hófi.
Þetta segir í grein eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamála, iðnaðar og nýsköpunarráðherra í Morgunblaðinu í gær. Greinin birtist hér í heild sinni.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Stóru fréttirnar í nýlegu áhættumati Hafrannsóknastofnunar um laxeldi eru þær, að unnt er að auka eldi á Vestfjörðum án þess að stofna villtum laxastofnum í öðrum landshlutum í hættu. Áætluð innblöndun en nánar tiltekið vel undir öryggismörkum.

Laxeldi spilli ekki villtum nytjastofnum

Það hefur verið grunnforsenda í umræðu um laxeldi að spilla ekki villtum nytjastofnum, burtséð frá samanburði á verðmætum í krónum og aurum talið. Lög um fiskeldi eru alveg skýr um þetta, en í fyrstu grein þeirra segir: “Markmið laga þessara er að skapa skilyrði til uppbyggingar fiskeldis og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu, stuðla að ábyrgu fiskeldi og tryggja verndun villtra nytjastofna. Skal í því skyni leitast við að tryggja gæði framleiðslunnar, koma í veg fyrir hugsanleg spjöll á villtum nytjastofnum og lífríki þeirra og tryggja hagsmuni þeirra sem nýta slíka stofna. Við framkvæmd laganna skal þess ávallt gætt að sem minnst röskun verði á vistkerfi villtra fiskstofna og að sjálfbærri nýtingu þeirra sé ekki stefnt í hættu.”

50 þúsund tonn – yfir eitt þúsund störf

Með niðurstöðu Hafrannsóknastofnunar opnast möguleikar á að skapa mikil verðmæti. Þau 50 þúsund tonn sem samkvæmt áhættumatinu er hægt að framleiða á Vestfjörðum gætu hæglega verið um 40 milljarða virði, samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar um byggðaleg áhrif fiskeldis. Bein og afleidd störf við eldið yrðu vel yfir eitt þúsund samkvæmt sömu skýrslu.

Um þýðingu þessa fyrir viðkomandi byggðir þarf ekki að fjölyrða. Atvinnulíf á Vestfjörðum hefur tekið stakkaskiptum á þeim svæðum sem njóta góðs af núverandi umsvifum fiskeldisfyrirtækja. Niðurstaðan gefur því væntingar um áframhaldandi jákvæðan viðsnúning í byggðum sem háð hafa varnarbaráttu árum saman.

Niðurstaðan er einnig þýðingarmikil fyrir veiðiréttarhafa og alla sem leggja áherslu á að villtum stofnum sé ekki stefnt í hættu.

Áfall fyrir byggðina við Ísafjarðardjúp

Aftur á móti var það áfall fyrir byggðina við Ísafjarðardjúp að eldi þar teldist ekki óhætt, vegna hættu á að innblöndun í þremur laxveiðiám við Djúp færi yfir öryggismörk. Það er erfitt fyrir utanaðkomandi að gera sér í hugarlund höggið sem þetta var, eftir að væntingar höfðu verið uppi um álíka uppgang og orðið hefur annars staðar.

Ekki er víst að allir átti sig á að hagvöxtur á Vestfjörðum var neikvæður um 6% á árunum 2008-2015, eins og fram kemur í nýrri skýrslu Byggðastofnunar um hagvöxt landshluta. Enginn annar landshluti upplifði samdrátt á þessu tímabili. Veruleiki Vestfjarða á þessu tiltekna tímabili er því einstakur á landsvísu. Það er inn í þetta samhengi sem setja þarf vonir fólks um aukin umsvif í atvinnulífi.

Aftur á móti var það áfall fyrir byggðina við Ísafjarðardjúp að eldi þar teldist ekki óhætt, vegna hættu á að innblöndun í þremur laxveiðiám við Djúp færi yfir öryggismörk.

Hefja eldi með mótvægisaðgerðum sem duga

Mikilvægt er að árétta að mögulegt laxeldi við Djúp væri samkvæmt áhættumatinu fjarri því að valda innblöndun yfir öryggismörkum í laxveiðiám annars staðar á landinu. Það eru árnar á svæðinu, við sjálft Djúpið, sem falla á matinu. Fyrirfram hefði því mátt ætla að það væri útbreidd skoðun meðal heimamanna að þessum ám bæri að fórna fyrir meiri hagsmuni í atvinnuuppbyggingu. Eftir samtöl mín við forystufólk í sveitarstjórnum á svæðinu er hins vegar ljóst að sú skoðun er útbreidd á meðal þeirra að leggja beri áherslu á að vernda árnar en kanna jafnframt til hlítar möguleika á að hefja eldi með þeim mótvægisaðgerðum sem duga til að þetta tvennt fari saman.

Ekki krafa um að náttúruvernd sé vikið til hliðar

Þessi afstaða felur ekki í sér kröfu um að hagsmunum veiðiréttarhafa verði fórnað eða náttúruvernd vikið til hliðar. Hún felur það einfaldlega í sér að okkar færu vísindamenn verði spurðir að því hvort hægt sé að nýta tækifærin í eldi með mótvægisaðgerðum sem duga til að tryggja að téðum þremur laxveiðiám sé ekki stefnt í hættu. Og að sett verði tímalína um framhald málsins til að það komist í skilgreindan farveg.

Þetta er ekki ósanngjörn ósk. Við skuldum íbúum á svæðinu að kanna þetta til hlítar og láta það ekki dragast úr hófi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Enginn eldislax veiðst í íslenskum ám í sumar

Enginn eldislax veiðst í íslenskum ám í sumar

Enginn eldislax hefur veiðst í ám á Íslandi á þessu sumri, skv. þeim gögnum sem nú liggja fyrir hjá Hafrannsóknastofnun og byggja á upplýsingum úr veiðibókum. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu föstudaginn 8. september sl. Þessar tölur gefa skýrt til kynna að íslenskt sjókvíaeldi sé ekki vandamál í veiðiánum.
Samkvæmt sömu gögnum hafa veiðst 8 regnbogasilungar, en ekki kemur fram í fréttinni hvaðan þeir koma. Þá hafa veiðst 59 hnúðlaxar í ánum í sumar.
Hnúðlax er ekki eldisfiskur
Ólafur Sigurgeirsson lektor við fiskeldis og fiskalíffræðideils Hólaskóla fjallar um þessi mál á facebooksíðu sinni og segir þar:
„Hér er ljómandi gott dæmi um hvert sumir fjölmiðlar eru komnir. Annað hvort er blaðabarnið sem þetta skirfar fullkominn bjálfi, sem hefur engan metnað eða áhuga á að kynna sér efni máls, ellegar reynir að slá bara einhverju nógu krassandi upp, til að fá athygli. Hnúðlax, sem talsvert hefur verið í brennidepli (og veiðist nú í Noregi, Skotlandi, Írlandi, Finnlandi og Frakklandi svo eitthvað sé nefnt), er ekki eldisfiskur heldur flækist hingað úr Hvítahafinu. Í anda Tómasar postula hefði ég síðan gjarnan vilja sjá og snerta regnbogasilung sem veiddist, að því er virðist skv. myndinni, í ofanverðri Vantsdalsá. Og hver ætli hafi hjálpað hnúðlaxi upp í Þórisvatn?“
Flökkusögurnar ganga staflaust um samfélagsmiðlana
Öðru hverju dúkka líka upp flökkusögur um eldislaxa í laxveiðiám. Þannig kom upp meint slíkt tilvik í Laxá í Aðaldal. Frásagnir af því gekk staflaust um samfélagsmiðlana þar sem spekingar af öllu tagi slógu því föstu að eldislax hefði farið upp í ána og veiðst þar. Birt var mynd af veiðiverði með hinn grunaða fisk og fullyrt að um lax væri að ræða.
„Eldislaxinn“ reyndist vera silungur !!
Fjölmiðlar bitu á agnið ( sem væntanlega hefur verið fluga) og „flugufréttinni“ var slegið upp. Enginn fjölmiðill hafði fyrir því að kanna sannleiksgildið og át þar hver upp eftir öðrum það sem síðar kom í ljós að var tóm della. Menn sem guma af reynslu sinni og þekkingu af laxveiðum létu sig hafa það að kveða upp harða dóma um hinn meinta lax. Myndinni af hinum meinta sökudólg var hins vegar komið á framfæri við Hafrannsóknastofnun. Þar á bæ voru menn ekki í nokkrum vafa.
„Eldislaxinn“ reyndist sem sagt þegar að var gáð vera silungur; regnbogasilungur! –

„Eldislaxinn“ sem reyndist vera silungur !!

Að þekkja ekki muninn á laxi og silungi
Enginn hinna meintu spekinga höfðu þar af leiðandi þekkt muninn á laxi og silungi. Þá varð gömlum togarasjómanni að orði: „Ekki veit ég hvað hefði verið gert við mig þegar ég var á sjó, ef ég hefði ekki þekkt muninn á ýsu og þorski“.
Enginn baðst afsökunar á frumhlaupinu
Athyglisvert er að enginn þeirra sem um málið fjallaði baðst afsökunar á frumhlaupi sínu. Veiðifélag árinnar hafði ekki fyrir því að koma hinu sanna á framfæri. Fullyrðingarnar sem höfðu reynst óhrekjandi lygi fengu að standa.
Flökkusögur geta ekki orðið grundvöllur skynsamlegrar umræðu
Þetta minnir á mikilvægi þess að tilkynningar um meinta eldisfiska í ám séu rannsakaðar, kannað sannleiksgildið og fundið út hvaðan þeir hafi komið. Flökkusögur geta aldrei orðið grundvöllur skynsamlegrar umræðu um þessi mál, eins og dæmið sannar frá því í sumar af því þegar menn þekktu ekki muninn á laxi og silungi en létu sig ekki muna um að fullyrða um hluti sem þeir höfðu enga hugmynd um

Breyttar eldisaðferðir geta aukið laxeldið

Breyttar eldisaðferðir geta aukið laxeldið

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að áhættumatið miðist við þær aðferðir sem notaðar eru í fiskeldi í dag og það geti breyst. Hann segir að að umræður um breyttar aðferðir hafi átt sér stað við eldisfyrirtækin en allt taki þetta tíma, mislangan eftir því hvar þekkingarstigið er. Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.

Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir í viðtali við Ríkisútvarpið að áhættumatið miðist við þær aðferðir sem notaðar eru í fiskeldi í dag og það geti breyst. Hann segir að að umræður um breyttar aðferðir hafi átt sér stað við eldisfyrirtækin en allt taki þetta tíma, mislangan eftir því hvar þekkingarstigið er. Þetta kemur fram í fréttum Ríkisútvarpsins í dag.
Sigurður segir að niðurstöður vöktunar verði einnig hafðar til grundvallar endurmati. Nýjar forsendur geti til dæmis verið kynbætur á eldisstofninum svo hann verði seinna kynþroska og útsetning stærri seiða að hausti. Breytingar sem gætu dregið úr hættu af eldinu: „Það var nú lagt upp með að þetta yrði gert að lágmarki á þriggja ára fresti en það er í rauninni ekkert sem hindrar endurmat komi fram nýjar forsendur.“ Sigurður segir að að umræður um breyttar aðferðir hafi átt sér stað við eldisfyrirtækin en allt taki þetta tíma, mislangan eftir því hvar þekkingarstigið er. Þá eru niðurstöður vöktunar einnig hafðar til grundvallar endurmati. Endurmat get þó bæði leitt til hækkunar og lækkunar á leyfilegu magni á laxeldi.
Sigurður telur að með frekari þróun og rannsóknum sé ekki langt í að menn finni skaðminni lax til að ala: „Það er mikið rannsóknastarf unnið, sérstaklega í Noregi, að finna og þróa lax sem er ófrjór en stendur sig samt vel í eldi.“ Hann telur að innan fárra ára verði slíkur lax kominn á markað. Stofnfiskur og fleiri aðilar hér á landi vinna að slíkum rannsóknum. Stofnfiskur hefur selt ófrjó laxaseiði til Noregs en framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir laxinn vera viðkvæmari en sá tvílitna.

Sjá fréttina í heild sinni: http://ruv.is/frett/haegt-ad-byggja-upp-umhverfisvaenna-laxeldi

Gagnrýnir harðlega að laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði frestað

Gagnrýnir harðlega að laxeldi í Ísafjarðardjúpi verði frestað

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga, krefst þess að stjórnvöld gefi íbúum Vestfjarða skýr svör og höggvi nú þegar á þá hnúta sem standa atvinnuuppbyggingu í fjórðungnum fyrir þrifum. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga gagnrýnir harðlega hugmyndir um að laxeldi við Ísafjarðardjúp verði slegið á frest eða laxeldi settir þvílíkir afarkostir að ekki verður unt að hefja raunhæfa uppbyggingu laxeldis við Djúp.

Lífsnauðsynlegt er að skjóta öruggari stoðum undir byggð á Vestfjörðum og tryggja atvinnuöryggi þannig að hægt sé að styrkja grunnþætti atvinnulífs í fjórðungnum. Megin áhersla atvinnuppbyggingar snúi að sjávartengdri atvinnustarfsemi auk nýtingu allra þeirra auðlinda sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Stjórn félagsins bendir á þann mikla viðsnúning í atvinnulífi og uppbyggingu sem orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum með tilkomu nýrra atvinnutækifæra.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga sendi frá sér. Ályktunin er hér í heild sinni

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga, krefst þess að stjórnvöld gefi íbúum Vestfjarða skýr svör og höggvi nú þegar á þá hnúta sem standa atvinnuuppbyggingu í fjórðungnum fyrir þrifum. Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga gagnrýnir harðlega hugmyndir um að laxeldi við Ísafjarðardjúp verði slegið á frest eða laxeldi settir þvílíkir afarkostir að ekki verður unt að hefja raunhæfa uppbyggingu laxeldis við Djúp.

Lífsnauðsynlegt er að skjóta öruggari stoðum undir byggð á Vestfjörðum og tryggja atvinnuöryggi þannig að hægt sé að styrkja grunnþætti atvinnulífs í fjórðungnum. Megin áhersla atvinnuppbyggingar snúi að sjávartengdri atvinnustarfsemi auk nýtingu allra þeirra auðlinda sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Stjórn félagsins bendir á þann mikla viðsnúning í atvinnulífi og uppbyggingu sem orðið hefur á sunnanverðum Vestfjörðum með tilkomu nýrra atvinnutækifæra.

Í dag er óhóflegur flutningskostnaður rafmagns ásamt erfiðum rekstrarskilyrðum vegna ótryggrar raforku og skorts á boðlegum heilsárssamgöngum innan Vestfjarða mikil ógn við atvinnuöryggi í fjórðungnum. Alþingi á að boða lagasetningu á Teigsskógshnútinn sem framhald við Dýrafjarðargöng og endurbætur Dynjandisheiðar. Nauðsynlegt er að stórbæta afhendingaröryggi raforku í fjórðungnum með því að ráðast strax í byggingu Hvalárvirkjunar. Slíkt verði í sátt við náttúru og samfélag þó þannig að íbúar svæðisins fái að njóta vafans.

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga minnir á að landsbyggðin ráðstafar um 30-80% af sínum tekjum á höfuðborgarsvæðinu en höfuðborgarsvæðið eingöngu 10-20% af sínum tekjum í hendur lögaðila á landsbyggðinni. Því eru það sjálfsögð mannréttindi að búsetuskilyrði á Vestfjörðum komist inn í tuttugustu og fyrstu öldina. Við viljum að fólkið okkar sé sett í forgang og hér verði sköpuð skilyrði til atvinnuppbyggingar í sátt íbúa og náttúru.

Vestfirðingar eru ekki að biðja um neitt meira en fá að bjarga sér.

Ísafirði 4. september 2017

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Fiskur er framtíðin

Fiskur er framtíðin

 Tekjur af umræddum þremur ám í Ísafjarðardjúpi  (Laugardalsá, Langadals og Hvannadalsár) eru í besta falli 20-25 milljónir á ári og ekkert starf skapast á Vestfjörðum vegna þessarar starfsemi, svo vitað sé. Í skýrslu Byggðastofnunar kemur fram að ef fram­leidd eru 40.000 tonn af eld­is­fiski á ári hafi það í för með sér í kring­um 520 bein störf og um leið 416 af­leidd störf. Sam­tals geti þá 2.246 íbú­ar byggt af­komu sína frá slíku fisk­eldi sam­kvæmt út­reikn­ing­um Byggðastofn­un­ar. Útflutn­ings­verðmæti 40.000 tonn fisk­eldisaf­urða gætu orðið allt að 38,7 millj­arðar, eft­ir kílóverði hverju sinni.

Frá árinu 1991, sem er árið sem ég fæddist, hefur verið stöðug fólksfækkun á Vestfjörðum með nokkrum undantekningum. Núna er kominn tími til þess að snúa við blaðinu og fjölga íbúum, fá fleiri tækifæri og meiri uppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi. Til þess þurfum við Vestfirðingar að standa saman.

Þetta kemur fram í grein sem Freysteinn Nonni Mánason sjávarútvegsfræðingur skrifaði í BB.is. Greinin birtist hér í heild sinni.

Freysteinn Nonni Mánason, sjávarútvegsfræðingur

Mikil umfjöllun hefur átt sér stað á undanförnum mánuðum um uppbyggingu fiskeldis hér á Íslandi, enda eðlilegt að þegar nýjar atvinnugreinar ryðja sér til rúms takast á ólík sjónarmið og ekki allir á eitt sáttir um hvernig standa skuli að uppbyggingunni. Fiskeldi í sjókvíum er þó ekki nýtt af nálinni hér á landi, en áform um mikla aukningu hafa legið fyrir.

Vegna mikillar fólksfjölgunar í heiminum hefur neysla á fiski og hverskyns sjávarfangi aukist mikið á síðustu árum. Þessari aukningu hefur að stærstum hluta verið mætt með fiskeldi, enda villtir stofnar að mestu fullnýttir.

Fiskeldi er framtíðin – En hver verður hlutur Íslendinga

Enginn vafi liggur á því að fiskeldi er framtíðin, en spurningin er hvort að við Íslendingar ætlum að taka þátt í framleiðslunni. Frá árinu 1988 hafa almennar fiskveiðar verið nokkuð stöðugar, þegar þær fóru upp í tæp 90 milljón tonn, eftir að hafa aukist sífellt ár frá ári með aukinni eftirspurn og tækni í fiskveiðum. Frá 1988 til dagsins í dag hafa veiðar verið rétt undir 100 milljónum tonna, en eldi á sjávarfangi hefur hins vegar aukist gríðarlega frá árinu 1988, þegar eldi á sjávarfangi var ekki nema rétt rúmlega 15 milljónir tonna.

Árið 2014 hafði hinsvegar orðið viðsnúningur á þessu, en þá fór framleitt magn úr eldi yfir 100 milljónir tonna og bendir allt til þess að aukning verði áfram á næstu árum (FAO, 2017).

Uppbygging fiskeldis skiptir okkur Vestfirðinga miklu máli

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa þessa grein, er sú að lítið hefur komið fram um skoðanir ungs fólks á þessu máli og þá sérstaklega ungs fólks á Vestfjörðum, þar sem áform hafa legið fyrir um mikla aukningu í fiskeldi í sjó. Uppbygging fiskeldis skiptir okkur Vestfirðinga gríðarlega miklu máli og óhætt er að segja að niðurstöður Hafrannsóknastofnunar um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi séu gríðarleg vonbrigði. Í niðurstöðum stofnunarinnar kemur fram að möguleg erfðablöndun verði á villtum laxastofnum í Laugardalsá, Hvannadalsá/Langadalsá í Ísafjarðardjúpi og Breiðdalsá í Breiðdalsvík. Af þessum ástæðum er lagt til að ekki verði leyft eldi í Ísafjarðardjúpi vegna mögulegra neikvæðra áhrifa á villta laxastofna í Djúpinu. En skiptir möguleg erfðablöndun það miklu máli, að koma á í veg fyrir þessa miklu atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum?

2.246 íbúar við Djúp gætu byggt afkomu sína á fiskeldinu

Halldór Jónsson skrifaði grein á vefsíðu Morgunblaðsins 2. ágúst síðastliðinn um fjárhagslega hagsmuni laxveiðiáa í Ísafjarðardjúpi þar sem tekjur af umræddum þremur ám í Ísafjarðardjúpi séu í besta falli 20-25 milljónir á ári og ekkert starf skapast á Vestfjörðum vegna þessarar starfsemi, svo vitað sé. Í skýrslu Byggðastofnunar kemur fram að ef fram­leidd eru 40.000 tonn af eld­is­fiski á ári hafi það í för með sér í kring­um 520 bein störf og um leið 416 af­leidd störf. Sam­tals geti þá 2.246 íbú­ar byggt af­komu sína frá slíku fisk­eldi sam­kvæmt út­reikn­ing­um Byggðastofn­un­ar. Útflutn­ings­verðmæti 40.000 tonn fisk­eldisaf­urða gætu orðið allt að 38,7 millj­arðar, eft­ir kílóverði hverju sinni.

Laxeldi í Arnarfirði

Fiskeldi er ein umhverfisvænsta próteinframleiðsla sem þekkist

Ein umhverfisvænsta próteinframleiðsla sem þekkist

Jafnframt er fiskeldi ein umhverfisvænsta próteinframleiðsla sem við þekkjum. Sem dæmi má nefna að fóðurstuðull landdýra er mun hærri en sjávardýra, en fóðurstuðull er fóðurinntaka deilt með þyngdaraukningu hvers dags. Gefa þarf nautgripum til að mynda um 8 kílógrömm af fóðri og um 30 lítra af vatni til þess að stækka um eitt kílógramm, fyrir utan gríðarlegt pláss af landi og mikils magns af metani sem nautgripin skila frá sér. Fóðurstuðull laxa (Atlantic Salmon) er ekki nema 1,3 sem gerir 1,3 kílógrömm af fóðri til þess að hann stækki um 1 kílógramm. Önnur landdýr eins og svín hafa fóðurstuðulinn 3 og alifuglar 2 ,sem er einnig mun meira en í laxi. Það verður að horfast í augu við það að framleiðsla á matvælum mun alltaf hafa áhrif. Áskorun okkar er að meta kosti og galla framleiðslunnar og leita leiða til að lágmarka neikvæð áhrif.

Nú er kominn tími til þess að snúa blaðinu við

Frá árinu 1991, sem er árið sem ég fæddist, hefur verið stöðug fólksfækkun á Vestfjörðum með nokkrum undantekningum. Núna er kominn tími til þess að snúa við blaðinu og fjölga íbúum, fá fleiri tækifæri og meiri uppbyggingu á Vestfjörðum með fiskeldi. Til þess þurfum við Vestfirðingar að standa saman.

Freysteinn Nonni Mánason, sjávarútvegsfræðingur

Síða 1 af 1512345...10...Síðasta »