„Það fylgir þessu birta og gleði“

„Það fylgir þessu birta og gleði“

„Það fylgir þessu birta og gleði, aukin atvinna sem hefur haft mikil og góð áhrif á samfélagið allt hér í kring um okkur. „Ég er alltaf með það í huga að við séum að skapa verðmæti, við erum í matvælaframleiðslu og við erum að vinna að einhverju sem skiptir máli. Þess vegna verður að vanda vel til verka“. Þetta kemur fram hjá Jónu Kristínu Sigurðardóttur, fiskmatsmanni hjá Búlandstindi á Djúpavogi í viðtali við blaðið SÓKNARFÆRI sem dreift var með Morgunblaðinu í  gær, 17. febrúar.

Fiskeldið hefur skapað fjölmörg störf á Djúpavogi

Fleiri í vinnslunni en áður en kvótinn fór af staðnum
Hjá Búlandstindi er laxaslátrun hafin og gengur vel. Fyrirtækið er í eigu þriggja félaga, Ósness, Fiskeldis Austfjarða og Laxa. Fyrirtækið tók við eignum Vísis á Djúpavogi þegar þeir lögðu niður starfsemi sína. Eins og  hefur komið á heimasíðu LF starfa nú fleiri í vinnslu BúlandstindS en var á starfstíma Vísis á Djúpavogi. Alls starfa nú 50 manns hjá Búlandstindi um þessr mundir.

„Það er mikil vinna í kringum þetta og allir ánægðir með það.“

Unga fólkið flytur heim að nýju
„Samfélagið hér er mjög gott“, segir Jóna Kristín í samtali við Sóknarfæri. „ Það hefur færst í vöxt að ungt og vel menntað fólk hafi flutt heim á ný, hafi séð tækifæri hér á heimaslóðum og tekið til við uppbyggingu. Þannig að almennt þykir okkur sem hér búum, bjartsýni ríki á svæðinu.
„Þetta hefur skapað heilmikla atvinnu á svæðinu“
Jóna Kristín segir í viðtali við Sóknarfæri að viðhorf Austfirðinga til laxeldis sé fremur jákvætt. – „Þetta hefur skapað heilmikla atvinnu á svæðinu og ég sé ekki betur en þeir sem að því standa hafi metnað til að standa að öllum málum eins og best verður á kosið“, segir hún enn fremur.
„Við erum í raun ein löng keðja“
„Laxeldið í Berufirði hefur gríðarmikil og góð áhrif á samfélagið á Djúpavogi, það skapar atvinnu fyrir þá sem við það starfa við að fæða seiðin, viðhalda kvíum og annað slíkt. Það skapast líka vinna fyrir okkur sem störfum hjá Búlandstindi við slátrun og pökkun og þá er fólk að störfum við afgreiðslu og flutninga til og frá staðnum. Þessi starfsemi eflir verslun á staðnum, skólarnir eru öflugri fyrir vikið sem og öll þjónusta. Við erum í raun ein löng keðja og hver og einn einstaklingur er hlekkur í þeirri keðju,“segir Jóna Kristín í samtali við blaðið.
„Það er mikil vinna í kringum þetta“
„Það er mikil vinna í kringum þetta og allir ánægðir með það. Vinnslan er stöðugt í gangi, við stoppum ekki til að taka kaffi- og matarhlé heldur leysum hvert annað af. Þetta er heilmikil keyrsla“, segir hún og bætir við að hún kunni starfi sínu vel.

Ljósmyndir af facebooksíðu Jónu Kristínar Sigurðardóttur

Djúpivogur: Störf í fiskvinnslu fleiri en áður en 90% af kvótanum fór

Tæplega 21 þúsund tonna framleiðsla í fiskeldi í fyrra

Tæplega 21 þúsund tonna framleiðsla í fiskeldi í fyrra

 Framleiðsla í fiskeldi jókst um 38% á nýliðnu ári, miðað við árið á undan, og nam 20.776 tonnum. Mest jukust afurðir úr sjókvíaeldi á laxi en hlutfallslega mest jókst regnbogasilungur úr sjókvíum. 86% af öllum laxi sem framleiddur var hér á landi á síðasta ári kom upp úr kvíunum hjá einu fyrirtæki. Bleikjan er á hægri uppleið, eins og lengi hefur verið. Framleidd voru 4.450 tonn í 22 landsstöðvum, 9 prósent meira en árið áður.
Þetta kemur fram í úttekt Morgunblaðsins, 1. febrúar sl. Hér á eftir birtist fréttin í heild sinni.
Framleidd voru 11.265 tonn af laxi á síðasta ári, þriðjungi meira en árið áður, sakvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun. Meginhluti framleiðslunnar er úr sjókvíaeldi, þar af nærri 10 þúsund tonn frá Arnarlaxi. Fjögur fyrirtæki framleiddu lax, tvö í sjó og tvö á landi. Íslandsbleikja framleiddi nærri 1.200 tonn í landeldisstöð.

Bleikjan er á hægri uppleið, eins og lengi hefur verið. Framleidd voru 4.450 tonn í 22 landsstöðvum, 9 prósent meira en árið áður. Langöflugasti framleiðandinn er Íslandsbleikja sem slátraði tæplega 2.700 tonnum í þremur stöðvum.

Útlit er fyrir að aukning verði í laxeldi á þessu ári með því að ný fyrirtæki koma inn í framleiðsluna auk viðbótar hjá þeim sem fyrir eru. Þannig hefur Fiskeldi Austfjarða hafið slátrun og Laxar fiskeldi hefja slátrun undir lok þessa árs eða í byrjun þess næsta.
Áform um frekari uppbyggingu
Fiskeldisfyrirtækin eru með mikil áform um aukningu svo að framleiðslan fari yfir 60 þúsund tonn árið 2020. Tafir við uppbyggingu seiðastöðva og lokun eldissvæða til að draga úr hættu á erfðablöndun við náttúrulegan lax getur þó dregið úr möguleikunum. Í skýrslu um stefnumótun í fiskeldi sem gefin var út sl. sumar er talið að raunhæft að slátrað verði 15 þúsund tonnum úr sjókvíum á þessu ári, 20 þúsund tonnum á því næsta og 25 þúsund tonnum á árinu 2020. Þessu til viðbótar kemur lax sem alinn er í landstöðvum, en það er mun minna magn.
Minnkandi framleiðsla á regnbogasilungi
Regbogaslilungur er nú skyndilega önnur afurðahæsta fiskeldisgreinin og tvöfaldast framleiðslan á milli ára. Helstu fyrirtækin voru hins vegar að slátra upp og færa sig yfir í lax og önnur eru að ljúka slátrun á þessu ári. Því er búist við að framleiðslan minnki niður í um 400 tonn í ár.
Bleikjuframleiðslan jókst um 9 prósent
Bleikjan er á hægri uppleið, eins og lengi hefur verið. Framleidd voru 4.450 tonn í 22 landsstöðvum, 9 prósent meira en árið áður. Langöflugasti framleiðandinn er Íslandsbleikja sem slátraði tæplega 2.700 tonnum í þremur stöðvum.
Í skýrslu stefnumótunarnefndar er spáð 6 þúsund tonna framleiðslu á bleikju árið 2018 en hún minnki aftur og verði um 4.500 tonn á ári næstu ár.

Drög að fiskeldisfrumvarpi komið til kynningar

Drög að fiskeldisfrumvarpi komið til kynningar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi.

Unnt er að senda umsagnir um drögin til og með 9. febrúar nk. og skulu þær sendar á netfangið postur@anr.is.
Drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi
Skýrsla nefndar I hluti – Tillögur
Skýrsla nefndar II hluti – Viðaukar

Efni frumvarpsins byggir að stærstum hluta á tillögum starfshóps um stefnumótun í fiskeldi sem fram koma í skýrslu starfshópsins frá 21. ágúst sl. til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þá er frumvarpið í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar sem fram kemur í stefnuyfirlýsingu hennar en þar segir:

“Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar en þarf að byggja upp með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað. Samhliða vexti greinarinnar þarf að tryggja nauðsynlegar rannsóknir og eðlilega vöktun áhrifa á lífríkið. Eftir því sem fiskeldinu vex fiskur um hrygg þarf að ræða framtíðarfyrirkomulag gjaldtöku vegna leyfisveitinga.”

Í samræmi við þessa stefnu er markmið frumvarpsins að styrkja lagaumgjörð fiskeldis þannig að íslensku fiskeldi séu sköpuð bestu mögulegu skilyrði til uppbyggingar og það verði þannig sterk og öflug atvinnugrein. Frumvarpinu er ætlað að styðja við þennan vöxt en jafnframt leggja grunn að öflugu og skilvirku eftirlit með fiskeldi. Jafnframt að stuðla að ábyrgu fiskeldi þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkisins er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna. Þá er frumvarpinu ætlað að mæta kröfum um náttúruvernd, gegnsæi, aukna upplýsingagjöf og betra aðgengi almennings að upplýsingum sem tengjast fiskeldi.

Í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu er unnið að frumvarpi til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er lagt til að rekstrarleyfishafar sem stunda fiskeldi í sjókvíum greiði auðlindagjald. Byggt er á því að auðlindagjald verði lagt á öll eldisfyrirtæki sem nýta sameiginlega auðlind, í þessu tilviki hafsvæði utan netlaga, til starfseminnar. Gengið er útfrá því að stærstur hluti auðlindagjalds renni til uppbyggingar innviða á þeim svæðum sem nýtast við uppbyggingu fiskeldis. Er þessi útfærsla auðlindagjaldsins einnig í samræmi við tillögur fyrrgreinds starfshóps.

Með því að smella á neðangreindan tengil má nálgast frumvarpið og skýrslu stefnumótunarnefndarinnar

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/01/30/Til-umsagnar-Drog-ad-lagafrumvarpi-um-breytingu-a-ymsum-lagaakvaedum-sem-tengjast-fiskeldi/

 

Aukning í umhverfisvottun á fiskeldi

Aukning í umhverfisvottun á fiskeldi

Umhverfisvottun fiskeldis hefur aukist mjög að umfangi síðustu árin. Arnarlax reiknar með ASC-vottun fyrir mitt ár. Arctic Fish er nú þegar með ASC-vottun fyrir eldi regnbogasilungs í Dýrafirði og Arnarfirði. ASC staðallinn er almennt talinn einn sá kröfuharðasti í heiminum og er í raun hliðstæður MSC vottuninni sem flestir þekkja úr sjávarútveginum

Þetta kemur fram í Fiskifréttum 21. janúar sl. Hér að neðan fer fréttin í heild sinni:

Undanfarin tuttugu ár hefur mikilvægi MSC-vottunar ábyrgra og sjálfbærra fiskveiða aukist nokkuð jafnt og þétt. Færri vita að í fiskeldinu er sambærileg vottun tekin að ná sér á strik. Það er svonefnd ASC-vottun, sem er hliðstæð MSC-vottun fiskveiða.

Sigurður Pétursson hjá Arctic fish: Almennt er talað um þennan staðal sem einn þann kröfuharðasta varðandi lífræna ræktun.

Eina íslenska fiskeldisfyrirtækið sem er með ASC-vottun er Arctic Fish, en Arnarlax vinnur einnig hörðum höndum að því að fá ASC-vottun og reiknar með að hún verði í höfn strax á næstu mánuðum.

Sigurður Pétursson hjá Arctic Fish segir það hafa verið langt og býsna strangt ferli að fá ASC-vottunina.

„Við förum í svokallaða forskoðun 2016 og þar kemur fram hvað þarf að bæta hjá okkur. Sérstaklega eru það nokkur atriði sem snúa að rekjanleika.“

Fyrir var Arctic Fish með lífræna vottun í gegnum vottunarstofuna Tún.

„Í raun er þetta byggt á sama prinsippi og MSC,“ segir Sigurður. „Nema þetta er fyrir eldisafurðir. Almennt er talað um þennan staðal sem einn þann kröfuharðasta varðandi lífræna ræktun.“

Meðal annars voru gerðar óskir um ákveðnar umhverfisrannsóknir sem aldrei hafa verið framkvæmdar hér við land.

„Þetta sneri að þungmálum og slíku sem í raun hefur enga þýðingu hér. Við þurftum að útvega staðfestingar á því, en annars staðar er það hið opinbera sem sér um að gera slíkar rannsóknir.“

Hann segir ASC-úttektina hafa verið gerða samkvæmt laxastaðli ASC, þótt hún hafi verið gerð fyrir regnbogasilung því Arctic Fish einbeitti sér til að byrja með að regnbogasilungnum. Vottunin gildir fyrir eldissvæðin í Dýrafirði og Önundarfirði.

„Hún gildir einnig fyrir lax,“ segir Sigurður. „Við þurfum svo þegar við byrjum á öðrum svæðum, svo sem Patreksfirði, tálknafirði og Arnarfirði, að fá úttekt líka á þeim eldissvæðum.“

Nýr framkvæmdastjóri
Sigurður hefur verið framkvæmdastjóri Arctic Fish en lét af þeirri stöðu nú um áramótin og ætlar í staðinn að einbeita sér að leyfismálum. Norðmaðurinn Stein Ove Tveiten tekur við framkvæmdastjórastöðunni og er fluttur til landsins ásamt fjölskyldu sinni.

„Við erum mjög heppin að fá hann,“ segir Sigurður. „Hann hefur verið að stýra stóru eldisfyrirtæki i Noregi í átta ár og kemur því inn með mikla reynslu.“

Arctic Fish stefnir að því að efla starfsemina verulega með laxeldi.

Sigurður segist ekki hafa neina trú á því að á Íslandi verði nokkurn tímann stundað fiskeldi af sömu stærðargráðu og í Noregi. Hins vegar sé óneitanlega mikil stærðarhagkvæmni í eldinu, sem óhjákvæmilegt sé að Íslendingar nýti sér. Þess vegna sé nú lögð mikil áhersla á að afla leyfa til frekara eldis.

„Í þessum iðnaði skiptir rosalega miklu máli að vera með góðan grunn. Ísland býr samt að því að vera með góða ímynd og það hjálpar okkur mikið.“

Kristian Matthíasson forstjóri Arnarlax með sínu fólki, Önnu Vilborgu Rúnarsdóttur mannauðsstjóra hjá Arnarlaxi og Gísla Ægi Ágústssyni fyrrverandi starfsmanni Arnarlax og núverandi veitingamanni á Bíldudal.

Arnarlax nálgast óðum
Arnarlax er um þessar mundir að vinna að því að fá ASC-vottun á fiskeldi sitt. Kristján Matthíasson framkvæmdastjóri segir þá vinnu langt komna.

Kristján segir mikilvægt að greina á milli ólíkra tegunda af vottunum. Vottun búnaðar sé engan veginn það sama og markaðsvottun, og umhverfisvottun er síðan enn annað.

„Oft er þessu öllu ruglað saman hér á Íslandi,“ segir hann.

Hann segir Arnarlax vera með allan búnað vottaðan á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins, samkvæmt norska staðlinum NS9415, enda gera íslensk stjórnvöld kröfu um það.

„Þarna þarf sérstaka vottun fyrir hvern stað og við erum með stöðvarskírteini fyrir alla staðina okkar.“

Þá er Arnarlax með markaðsvottun frá bandarísku Whole Foods verslunakeðjunni sem er helsti kaupandi afurða frá fyrirtækinu.

„Sú vottun er samt aðallega fyrir það fyrirtæki, en síðan erum við að vinna að því að fá umhverfisvottun frá ASC og reiknum með að það gerist á fyrri helmingi ársins 2018. Við erum búin að vinna að því í næstum því ár, en það er mikil vinna.“

„Staðurinn er fullkominn fyrir bleikjueldi

„Staðurinn er fullkominn fyrir bleikjueldi

Lindarfiskur er lítið fjölskyldufyrirtæki staðsett í Meðallandinu rétt austan við Vík. „Móðir mín er frá þessari jörð og er staðurinn algerlega einangraður. Aðalverðmætin á jörðinni er allt þetta tæra lindarvatn sem streymir hér beint úr eldhrauninu og því er staðurinn fullkominn fyrir bleikjueldi,” segir Drífa Bjarnadóttir, einn eigandi Lindarfisks. „Við fjölskyldan eigum og rekum Lindarfisk saman. Það eru ég og maðurinn minn, Árni Jóhannsson, systir mín, Sigrún Bjarnadóttir, og foreldrar okkar, þau Helga Ólafsdóttir og Bjarni Jón Finnsson,” segir Drífa.í samtali við DV þann 19. janúar sl. Fréttin fer hér á eftir:

Lindarfiskur er lítið fjölskyldufyrirtæki staðsett í Meðallandinu rétt austan við Vík. „Móðir mín er frá þessari jörð og er staðurinn algerlega einangraður. Aðalverðmætin á jörðinni er allt þetta tæra lindarvatn sem streymir hér beint úr eldhrauninu og því er staðurinn fullkominn fyrir bleikjueldi,” segir Drífa Bjarnadóttir, einn eigandi Lindarfisks. „Við fjölskyldan eigum og rekum Lindarfisk saman. Það eru ég og maðurinn minn, Árni Jóhannsson, systir mín, Sigrún Bjarnadóttir, og foreldrar okkar, þau Helga Ólafsdóttir og Bjarni Jón Finnsson,” segir Drífa.

Alger sjálfbærni

Fyrstu bleikjuhrognin voru tekin hjá fyrirtækinu árið 2011 og síðan þá hefur Lindarfiski svo sannarlega vaxið fiskur um hrygg. „Við stefnum að algerri sjálfbærni og gerum því allt sjálf.“

Fyrstu bleikjuhrognin voru tekin hjá fyrirtækinu árið 2011 og síðan þá hefur Lindarfiski svo sannarlega vaxið fiskur um hrygg. „Við stefnum að algerri sjálfbærni og gerum því allt sjálf. Nýlega fengum við okkur svín sem éta nánast allan afskurðinn af bleikjunum og afgangurinn er svo notaður í áburð. Fiskinn vinnum við alfarið á svæðinu. Það hefur gengið hægt en örugglega að koma fyrirtækinu á þann stað sem það er í dag og munum við von bráðar selja vörur okkar í stórmarkaði. Við höfum meðal annars hannað neytendaumbúðir sem eru svartar og nær ógegnsæjar til þess að stuðla að ferskari og betri vöru. Að auki höfum við hugsað okkur að fara í útflutning á eldisbleikju, enda erum við með ótrúlega ferska vöru í höndunum,” segir Drífa.

Tærasta vatnið, ferskasti fiskurinn

„Við leggjum mjög mikið upp úr ferskleika, það er eitthvað sem við getum bara alls ekki slegið af hérna hjá Lindarfiski. Hrognin fáum við frá kynbótastöðinni á Hólum í Hjaltadal sem framleiðir fyrsta flokks hrogn. Þau ölum við svo hér í Meðallandinu í kerjum og svokölluðum lengdarstraumsrennum. Hér rennur ferskt og tært vatn beint úr lindaruppsprettum og fiskurinn er eins ferskur og getur orðið,” segir Drífa.

Hafðu samband

„Við erum aðallega að selja bleikju til veitingastaða sem undantekningalaust lofa bleikjuna okkar í hástert,” segir Drífa. Enn sem komið er selur Lindarfiskur ekki vörur í stórmörkuðum en til þess að versla beint við Lindarfisk er hægt að hringja í Drífu í síma 663-4528 eða senda henni netpóst á drifa@lindarfiskur.com. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Lindarfisks og á facebook-síðunni.  Einnig heldur Lindarfiskur út síðu á Instagramsem er stórskemmtilegt að fylgjast með.

http://lindarfiskur.com/

Áforma 16 þúsund tonna fiskeldi í Reyðarfirði

Áforma 16 þúsund tonna fiskeldi í Reyðarfirði

Laxar fiskeldi hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum af aukinni framleiðslu á laxi í Reyðarfirði um tíu þúsund tonn. Fyrirtækið hefur nú starfs og rekstrarleyfi fyrir sex þúsund tonna ársframleiðslu og mun hefja slátrun síðar á þessu ár. Við aukninguna verður heildarframleiðslan í Reyðarfirði samtals 16 þúsund tonn tonn. Þetta kemur ma fram í frétt Morgunblaðsins  miðvikudaginn 17. Janúar. Í frétt blaðsins segir:

 

Með tilkomu laxeldis af þessari stærðargráðu munu stoðir atvinnulífs í Fjarðabyggð styrkjast með hærra atvinnustigi og fjölbreyttara atvinnulífi

Stærðarhagkvæmni er lykilatriði
Í samantekt skýrslunnar segir að Laxar fiskeldi ehf áformi að byggja upp öflugt áframeldi í sjókvíum á Austfjörðum. Fyrirhuguð framleiðsla félagsins í Reyðarfirði og í Fáskrúðsfirði muni nema 20 þúsund tonnum. „ Í þessari grein er stærðarhagkvæmni lykilatriði. Mikilla upplýsinga hefur verið aflað um náttúru og umhverfi í Reyðarfirði á undanförnum árum og viðbótarrannsóknir hafa verið gerðar vegna þessarar framkvæmdar“, segir í útdrætti skýrslunnar.
Stoðir atvinnulífs í Fjarðabyggð munu styrkjast
Með auknu eldismagni skapist meira hagræði í rekstri, betri samkeppnisstað og traustari grundvöllur fyrir starfsemina. Með tilkomu laxeldis af þessari stærðargráðu munu stoðir atvinnulífs í Fjarðabyggð styrkjast með hærra atvinnustigi og fjölbreyttara atvinnulífi, segir í skýrslunni.
Aukið sjókvíaeldi Laxa fiskeldis verður rekið á fimm eldissvæðum, þ.e fjórum við utanverðan Reyðarfjörð og einn í innri hluta Reyðarfjarðar. Þessi eldissvæði eru Kolmúli, Vattarnes, Rifssker, Hafranes og Hjálmeyri.
Kvíar í hæsta gæðaflokki
Valdar verða kvíar í hæsta gæðaflokki sem viðurkenndar eru af norskum yfirvöldum og tryggingarfélögum, en þar í landi eru gerðar strangar kröfur til búnaðar og festinga, segir í skýrslunni. Ætlunin er að notast við kvíar sem eru 157 metrar að ummáli. Þegar framleiðsla verður komin í full afköst verða fjórtán kvíar á hverri staðsetningu.
Framleiðslan gæti náð hámarki á árinu 2020
Ráðgert er að hefja eldi á þessu ári, 2018, með útsetningu 2,1 milljón seiða. Framleiðslan nær hámarki á árinu 2020.
Opinn kynningarfundur um skýrsluna verður haldinn 25. janúar kl. 20 í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Frummatsskýrslan er aðgengileg á skipulag.is og á bókasöfnunum á Eskifirði og Reyðarfirði, bæjarskrifstofum Fjarðarbyggðar, Skipulagsstofnun og Þjóðarbókhlöðunni. Kynningartími er til 26. febrúar.

Spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á laxi

Spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á laxi

„Nei ég held að það hafi enginn áhyggjur af ástandinu hér heima. Það er ennþá spáð áframhaldandi meiri vexti í eftirspurn en framboði á heimsmarkaði“, segir Kristján Þ. Davíðsson framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva í viðtali við Morgunblaðið laugardaginn 13. janúar sl.
Í frétt Morgunblaðsins segir ennfremur:
Greint var frá því í vikunni að laxeldisfyrirtækið Bakkafrost í Færeyjum hefði sagt upp 147 starfsmönnum af 300 í vinnslustöð fyrirtækisins. Eru uppsagnirnar raktar til minnkandi eftirspurnar eftir eldislaxi. Fyrirtækið hafi gert færri sölusamninga en áður og lækkun á heimsmarkaðsverði á eldislaxi hafi áhrif á afkomu.

Kristján Þ. Davíðsson:  Eftirspurnin var svo mikil í fyrra að þeir unnu líka á næturvöktum. Þeir voru að núna að segja upp næturvaktinni vegna minnkandi eftirspurnar en þeir vonast til að geta tekið fólkið inn aftur um mitt ár.

Verðið lækkað frá því að það var í hæstu hæðum
Kristján segir í samtali við Morgunblaðið að verð hafi farið mjög hátt í fyrra. Neytendur hafi brugðist við og stórmarkaðir minnkað hillupláss.
„Verðið hefur lækkað aðeins síðan það var í hæstu hæðum í fyrra“, segir hann og telur ekki tilefni til að örvænta.
Vonast til að geta tekið fólkið inn aftur um mitt ár
„Nei. Bakkafrost er vel rekið fyrirtæki. Það er í kauphöllinni í Osló og verksmiðja þeirra er með hátæknibúnað, meðal annars frá Íslandi. Eftirspurnin var svo mikil í fyrra að þeir unnu líka á næturvöktum. Þeir voru að núna að segja upp næturvaktinni vegna minnkandi eftirspurnar en þeir vonast til að geta tekið fólkið inn aftur um mitt ár.
Höfum fundað með Hafrannsóknastofnuninni“
Er gott hljóð í fólki hér heima?
Já, við höfum fundað með Hafró og lítum til þess að það verði unnið úr þessum tillögum að mótvægisaðgerðum. Þá hefur Kristján Þór Júlíussson sjávarútvegs og landbúnaðrráðherra boðað breytingar núna í mars. Við erum spennt að vita hvaða áhrif þær munu hafa“

Mótvægisaðgerðir gætu aukið laxeldi austan lands og vestan

Mótvægisaðgerðir gætu aukið laxeldi austan lands og vestan

Ef mótvægisaðgerðir draga úr líkum á erfðablöndun eldislaxa og villtra stofna gæti áhættumat Hafrannsóknastofnunar rýmkað fyrir meira laxeldi, þetta sagði Ragnar Jóhannsson sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Stofnunin skoðar nú mögulegar mótvægisaðgerðir í laxeldi ásamt fiskeldismönnum. Hér fer á eftir fréttin í heild sinni.

Ef mótvægisaðgerðir draga úr líkum á erfðablöndun eldislaxa og villtra stofna gæti áhættumat Hafrannsóknastofnunar rýmkað fyrir meira laxeldi, þetta segir sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun. Stofnunin skoðar nú mögulegar mótvægisaðgerðir í laxeldi ásamt fiskeldismönnum.

Kristján Þ. Davíðsson: Það er  vitað að með notkun mótvægisaðgerða sem fela í sér meðal annars ljósastýringu, möskvastærð í nótum, stærð á fiskum við útsetningu osfrv. þá væri hægt að minnka  líkur á erfðablöndun.

Skoða áhrif mótvægisaðgerða

Mótvægisaðgerðir í laxeldi eiga að draga úr hættu á erfðablöndun eldislaxa við vilta laxastofna. Þrjú fyrirtæki eru með áform um stórfellt laxeldi í Ísafjarðardjúpi en áhættumat Hafrannsóknastofnunar, vegna mögulegrar erfðablöndunar, leggst gegn laxeldi í Djúpinu. Líkur á erfðablöndun þykja of miklar. Kristján Davíðson, framkvæmdastjóri Landsambands fiskeldisstöðva, var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2: „Það er hins vegar vitað að með notkun mótvægisaðgerða sem fela í sér meðal annars ljósastýringu, möskvastærð í nótum, stærð á fiskum við útsetningu og sfrv. Þá væri hægt að minnka þessar líkur.“ Ljósastýring yfir myrkustu vetrarmánuðina á að seinka kynþroska laxanna og með því að tryggja stærð seiða við útsetningu á að koma í veg fyrir að lítil seiði smjúgi út úr kvíunum.

Margir þættir hafa áhrif á niðurstöðu áhættumats

Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun, segir mótvægisaðgerðirnar byggja á tillögum sem komu fram við gerð áhættumatsins. Verið er að skoða áhrif nokkurra þátta á niðurstöðu reiknilíkans fyrir áhættu á erfðablöndun og hvort hægt sé að tryggja að hlutfall strokulaxa sé minna en fjögur prósent fiska í ám, sem sé viðmiðið. Ragnar segir að ef sú verði raunin geti leyfi fyrir laxeldi verið veitt með skilyrðum um mótvægisaðgerðir. Þó þyrfti að tryggja eftirlit og skoða hvort að mótvægisaðgerðir yrðu staðbundnar kröfur eða ættu við um landið í heild. Ragnar bendir á að þótt mótvægisaðgerðir geti haft áhrif á niðurstöðu áhættumats þá gætu einnig aðrir áhrifaþættir gert það. Matið er síkvikt og tekur til margra þátta sem geti bæði sett laxeldi rýmri og þrengri skorður.

Hér má sjá fréttina og jafnframt hlusta á hana: http://ruv.is/frett/motvaegisadgerdir-gaetu-rymkad-fyrir-laxeldi

 

Fiskeldisblaðið komið út

Fiskeldisblaðið komið út

Fyrsta tölublað Fiskeldisblaðsins leit dagsins ljós nú fyrir áramótin. Blaðinu var dreift á öll póstföng bæði á Austfjörðum og Vestfjörðum. Auk þess hefur blaðinu verið dreift til fyrirtækja og stofnanna sem tengjast greininni með einum eða öðrum hætti. Freyr Einarsson er ritstjóri og útgefandi blaðsins en Fiskeldisblaðið er gefið út í samstarfi við Landssamband Fiskeldisstöðva. Áætlað er að níu tölublöð Fiskeldisblaðsins komi út árið 2018.

Allt fiskeldi hjá Arnarlaxi uppfyllir alþjóðlegan staðal

Allt fiskeldi hjá Arnarlaxi uppfyllir alþjóðlegan staðal

Allt fiskeldi hjá Arnarlaxi uppfyllir alþjóðlegan staðal NS 9415:2007 ásamt því að hafa staðist burðarþolsmat, áhættumat, staðarúttekt og umhverfismat. Það er ekki valkvætt og er bundið í lög. Jafnframt uppfyllir Arnarlax staðal Whole Foods Market sem er tekin út af óháðum aðila árlega.

Arnarlax hefur átt í góðu samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða, keypt af þeim töluverða þjónustu og þar á meðal umhverfisvöktun. Á síðasta ári var samið við Akvaplan Niva um að sinna umhverfisvöktun en Náttúrustofan mun áfram sinna súrefnisvöktun fyrir félagið.

Í frétt Bylgjunnar og Vísis kom einnig fram að fyrirtækið hafi ekki fengið ASC vottun vegna þessara niðurstöðu úr sýnatöku í Patreksfirði en það er ekki rétt. Hið rétta er að Arnarlax er í miðju umsóknarferli og vonast eftir að klára ferlið á þessu ári.

Yfirlýsing frá Arnarlaxi vegna fréttar á Vísi og Bylgjunni þann 3. Janúar 2018

Í frétt á Bylgjunni og Vísi þann 3 janúar var meðal annars sagt frá því að fyrirtækjum í fiskeldi væri í lófa lagt hvort þau uppfylltu alþjóðlega staðla eða ekki..
Allt fiskeldi hjá Arnarlax uppfyllir alþjóðlegan staðal NS 9415:2007 ásamt því að hafa staðist burðarþolsmat, áhættumat, staðarúttekt og umhverfismat. Það er ekki valkvætt og er bundið í lög. Jafnframt uppfyllir Arnarlax staðal Whole Foods Market sem er tekin út af óháðum aðila árlega. Staðallinn gerir meðal annars kröfur um að áhrif eldisins á umhverfið séu lágmörkuð.

Hafa á gott samstarf við Náttúrustofu Vestfjarða sem áfram mun vinna fyrir félagið
Í fréttinni kemur einnig fram að Arnarlax hafi slitið samstarfi við Náttúrurustofu Vestfjarða. Arnarlax hefur átt í góðu samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða, keypt af þeim töluverða þjónustu og þar á meðal umhverfisvöktun. Á síðasta ári var samið við Akvaplan Niva um að sinna umhverfisvöktun en Náttúrustofan mun áfram sinna súrefnisvöktun fyrir félagið.

Staðbundin áhrif
Í fréttinni kemur fram að niðurstöður úr sýnatökum hafi bent til uppsöfnunar á lífrænum úrgangi. Um leið og þessar niðurstöður lágu fyrir var ákveðið að færa eldiskvíarnar en niðurstaða sýnatöku á svæðinu sýna jafnframt að áhrifin eru staðbundin og að ástand annarstaðar í firðinum sé mjög gott. Í skýrslunni segir meðal annars að „Samkvæmt viðmiðum norska staðalsins NS 9410:2007 um botndýrasamfélög á nærsvæðum fiskeldiskvía voru stöðvar í 25 og 55 m fjarlægð frá kví í góðu ástandi utan við kvíasvæðið og nær miðju fjarðarins“

Arnarlax er miðju umsóknarferli vegna ASC vottunar
Í fréttinni kom einnig fram að fyrirtækið hafir ekki fengið ASC vottun vegna þessara niðurstöðu úr sýnatöku í Patreksfirði en það er ekki rétt. Hið rétta er að Arnarlax er í miðju umsóknarferli og vonast eftir að klára ferlið á þessu ári en þess má geta að ASC er ein strangasta umhverfisvottun sem hægt er að fá í fiskeldi.

Kallað eftir skýrum reglum
Fyrirtækið tekur hinsvegar undir að skýra þarf regluverk og ramma í kringum fiskeldi og hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki um allt land kallað eftir skýrari reglum sem tryggir sjálfbærni, umhverfisvernd og rekstargrundvöll fyrirtækjanna.

Síða 1 af 1812345...10...Síðasta »