Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Svo má ker fylla að út af flói

Svo má ker fylla að út af flói

Næstum allt laxeldi í heiminum er í sjókvíum. Hingað til hefur gengið misjafnlega að fá laxeldi í landi til að ganga upp fjárhagslega, en óskandi er að það gangi sem best. Hvergi er það þó enn „í stórum stíl“, né slíkt fyrirsjánlegt. Þetta kemur fram í grein eftir Kristján Þ. Davíðsson framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva í Vísi í dag; www.visir.is

Sjókvíaeldi og landeldi á laxi

Sjókvíaeldi og landeldi á laxi

„Það eru ranghugmyndir ríkjandi hérlendis um erfðafræðilega hættu, sem að íslenzkum laxastofnum steðja af völdum takmarkaðs laxeldis í sjókvíum hér við land undir eftirliti íslenzkra stofnana… Eldisstofninn er orðinn svo háður sínu kvíaumhverfi og fóðrun þar, að hann á mjög erfitt uppdráttar í náttúrulegu umhverfi, ef hann sleppur „, segir í grein eftir Bjarna Jónsson verkfræðing.

Af fiskeldi og einhverju öðru

Af fiskeldi og einhverju öðru

„Ég þekki það af eigin raun hvernig samfélög njóta góðs af fiskeldi. Ég er ekki hlutlægur þar sem ég starfa innan geirans og þekki hann vel, frá ígulkerjarækt, sjókvíaeldi og seiðaeldi. Ég sé það jákvæða sem fylgir fiskeldi; Þetta er ansi gott eitthvað annað.“ Þannig kemst Sigmar Arnarson, sem er stöðvarstjóri seiðaeldis í Noregi að orði í grein í Austurfrétt, 18. júlí sl.

„Íslensku fiskeldisfyrirtækin mjög móttækileg fyrir nýjungum“

„Íslensku fiskeldisfyrirtækin mjög móttækileg fyrir nýjungum“

Fyrirtækið Vaki er með búnað í örugglega 90% seiðastöðva laxeldis um allan heim, að sögn forstjórans Hermanns Kristjánssonar.Hann nefnir að íslensku laxeldisfyrirtækin hafi reynst Vaka afar vel og samstarfið við þau verið mikilvægt, en næstum allar vörur Vaka hafa verið þróaðar í samvinnu við íslenska jafnt sem erlenda fiskeldismenn. „Íslensku fiskeldisfyrirtækin hafa verið mjög móttækileg fyrir nýjungum en einnig leitað til okkar og greint frá sínum þörfum og beðið okkur að koma með hugmyndir, þannig að það samstarf hefur gengið glimrandi vel“.

Síða 9 af 62« Fyrsta...7891011...203040...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.