Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Mótvægisaðgerðir gegn mögulegri erfðablöndun

Mótvægisaðgerðir gegn mögulegri erfðablöndun

Nýlegar bárust fréttir af því að starfsmenn Fiskistofu kanni nú hvort eldislaxar finnist í ám nærri fiskeldisstöðvum og að þeir hyggist fiska þá upp upp úr ánum ef þeir finnast. Þetta minnir á að fiskeldisfyrirtækin hafa einmitt bent á margs konar leiðir til þess að bregðast við ef eldislax gengur upp í ár. Beita má margvíslegum mótvægisaðgerðum við slíkar aðstæður og reynsla annarra landa af slíku er góð. Það gerir verkefnið auðveldara hér á landi að sýnt hefur verið fram á að hætta á erfðablöndun vegna laxeldis er mjög staðbundin; í raun einskorðast hún við þrjár til fjórar ár. Þetta dæmi frá Fiskistofu sýnir þess vegna að beita má tiltölulega einföldum aðferðum til þess að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar þess ef eldislax gengur upp í laxveiðiár.

Aukið laxeldi yrði sannkallaður búhnykkur fyrir samfélagið allt

Aukið laxeldi yrði sannkallaður búhnykkur fyrir samfélagið allt

Mismunur á burðarþolsmati Hafrannsóknastofnunar og áhættumati stofnunarinnar er um 30 þúsund tonn annars vegar í Ísafjarðardjúpi og hins vegar á Austfjörðum. Í skýrslu Byggðastofnunar um byggðaleg áhrif fiskeldis kemur fram að undanfarið ár hefur mánaðarverð á kíló á eldislaxi verið á bilinu 6-8 evrur , sem svarar til 750 til eitt þúsund króna á kíló. Útflutningsverðmæti á 30 þúsund tonnum gæti því verið á bilinu 22,5 til 30 milljarðar á ári.

Gleymum því ekki að þegar makrílveiðar og vinnsla hófust fyrir alvöru var talað um efnahagslegan búhnykk fyrir þjóðina og voru það sannarlega orð að sönnu. Þessar tölur sýna að búhnykkurinn fyrir íslenskt samfélag yrði enn meiri ef okkur tekst að auka laxeldið frá þeim 71 þúsundum tonna sem áhættumatið kveður á um og upp í þau 130 þúsund tonn sem burðarþolsmatið nam.

Hvað geta Íslendingar lært af Færeyingum í fiskeldismálum?

Hvað geta Íslendingar lært af Færeyingum í fiskeldismálum?

Mjög vel var mætt á fund um fiskeldismál sem Sendistofa Færeyja á Íslandi og Landssambands fiskeldisstöðva efndi til á Hallveigarstöðum í Reykjavík í gær, 26. september. Á fundinum ræddi Atli Gregersen forstjóri færeyska fiskeldisfyrirtækisins Hiddenfjord fyrirlestur undir heitinu: Hvað geta Íslendingar lært af Færeyingum.

Síða 6 af 42« Fyrsta...45678...203040...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.