Fiskeldi á Íslandi 2016:
500 ÁRSVERK
15.000 TONN FRAMLEIDD
50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR
Fréttir

Tafir við leyfisveitingu eru farnar að bitna á uppbyggingu í Reyðarfirði
„Tafir við leyfisveitingu eru farnar að bitna mjög á þeirri starfsemi sem hefur verið í uppbyggingu í Reyðarfirði undanfarin ár. Fyrirhuguð 10.000 tonna viðbótarframleiðsla á laxi í Reyðarfirði hefur verið til meðferðar í stjórnsýslunni frá árinu 2012.“

„Sem stangveiðimaður skil ég ekki þessa öskurumræðu um fiskeldi í sjó vestur á fjörðum“
„Sem stangveiðimaður skil ég ekki þessa öskurumræðu um fiskeldi í sjó vestur á fjörðum. Atvinnuuppbygging í laxeldi hefur gjörbreytt lífsskilyrðum fólks þar sem uppbygging hefur tekið við af vörn og hnignun. Við þá uppbyggingu er auðvitað nauðsynlegt að hafa í huga vísindalega ráðgjöf og mat okkar besta vísindafólks um áhættu af laxeldi.“

Fiskeldi getur orðið ein af burðarstoðum atvinnulífsins í Fjarðabyggð
„Fiskeldi getur orðið ein af burðarstoðum atvinnulífsins í Fjarðabyggð og mikilvægt að stjórnvöld skapi heilbrigt og hvetjandi umhverfi til uppbyggingar í greininni. Öflugt atvinnulíf er forsenda framfara og undirstaða velferðarkerfisins.“ Þetta kmeur fram í ályktun fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Fjarðabyggð.

Seyðisfjörður með 10 þúsund tonna burðarþol vegna fiskeldis á grundvelli varúðarnálgunar
Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við lög um fiskeldi (nr 71/2008 m.s.br.) að hámarklífmassi fiskeldis í Seyðisfirði verði 10.000 tonn. Af þessum ástæðum sem stofnunin tilgreinir í mati sínu gefur varúðarnálgun ástæðu til þess að mæla með því að hámarks lífmassi verði ekki meiri en 10.000 tonn í Seyðisfirði.
Fiskeldi á Íslandi
Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:
Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.
Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.
Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.
Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.