Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Hækkandi verð og aukin eftirspurn

Hækkandi verð og aukin eftirspurn

Ástand á mörkuðum fyrir eldislax er mjög gott, eftirspurn eftir laxi er mun meiri en framboðið og verðið hefur hækkað mikið. Kílóverð á laxi er nú 75 norskar krónur ( 990 íslenskrar krónur) en var 52 norskar krónur ( 690 íslenskar krónur á sama gengi) á sama tíma í fyrra. Neysla á laxi fer vaxandi og afurðirnar fara inn á marga og fjölbreytilega markaði. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali við dr. Jón Þránd Þórðarson sérfræðing hjá ráðgjafar og greiningarfyrirtækinu Markó Partners, sem birtist í Morgunblaðinu 29. desember sl. Hér fer á eftir sá hluti viðtalsins þar sem Jón ræðir um stöðuna í laxeldisiðnaðinum.

Fiskeldi í þágu byggðanna

Sú uppbygging laxeldis sem er hafin á Vestfjörðum og Austfjörðum fer fram í byggðum sem hafa átt undir högg að sækja. Reynslan frá litlu eyjabyggðinni í Syðri Þrændarlögum sýnir okkur hin jákvæðu byggðarlegu áhrif sem öflugt fiskeldi getur haft í för með sér. Við sjáum þegar áhrifin af uppbyggingunni á sunnanverðum Vestfjörðum, þar sem byggðin hefur áratugum saman verið í vörn sem nú hefur verið snúið í sókn. Hið sama mun gerast á Austfjörðum og á norðanverðum Vestfjörðum. Þeir sem reyna að bregða fæti fyrir nýja sókn þessara byggða eru að vinna óhæfuverk sem við látum ekki yfir okkur ganga.

Norðmenn stefna á 5 milljón tonna framleiðslu af eldislaxi árið 2050!

Í umræðunni um fiskeldið á Íslandi er oft horft til Noregs og er það vel.  Sumir hafa haldið því fram að ástæða þess að norsk fiskeldisfyrirtæki séu nú að fjárfesta í íslensku fiskeldi sé sú að þau hafi fullnýtt eldissvæðin í Noregi og leita því fanga hér.  Er því þá...

Síða 54 af 62« Fyrsta...102030...5253545556...60...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.