Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Þurfum að skoða möguleika þess að byggja upp öflugt fiskeldi

Þurfum að skoða möguleika þess að byggja upp öflugt fiskeldi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra segir aðspurð um afstöðu sína til laxeldis, að skoða þurfi hvaða möguleikar séu fyrir hendi til að byggja upp öfluga atvinnugrein án þess að ógna lífríkinu.
Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann í Fréttatímanumí dag. Þorgerður Katrín leggur áherslu á að umhverfisþátturinn sé í hávegum hafður. Jafnframt hvetur hún til þess að mótuð sé stefna til framtíðar um fiskeldi og lýsir vilja til þess að skapa um það breiða sátt

Atvinnutekjur í fiskeldi þrefaldast á átta árum

Atvinnutekjur í fiskeldi þrefaldast á átta árum

Atvinnutekjur í fiskeldi hafa nærfellt þrefaldast á átta árum. Voru 700 milljónir árið 2008 en urðu rífir tveir milljarðar á árinu 2015. Þetta kemur fram í úttekt Byggðastofnunar á atvinnutekjum eftir landsvæðum og atvinnugreinum fyrir árin 2008 til 2015. Ætla má að útsvarstekjur sveitarfélaganna af fiskeldi hafi því orðið um 300 milljónir árið 2015, en voru um 100 milljónir árið 2008. 75% atvinnuteknanna runnu til fólks utan höfuðborgarsvæðisins og þar með fara þrjár af hverjum fjórum krónum sem greiddar eru í formi útsvars til sveitarfélaga á landsbyggðinni. Þar voru Suðurnesin og Vestfirðir stærst, en Norðurland eystra og Suðurland komu þar á eftir.

Athyglisverð skrif um fiskeldi

Athyglisverð skrif um fiskeldi

Teitur Björn Einarsson alþingismaður skrifaði ákaflega athyglisverða grein um fiskeldi og þá málsókn sem boðuð hefur verið á hendur laxeldisfyrirtækjunum í landi. Segja má að Teitur Björn komist þráðbeint að kjarna málsins, eins og vænta mátti af hans hálfu. Annars vegar ræðir hann um rétt ríkisins til að gefa út rekstrar og starfsleyfi til fiskeldis utan netalaga og sýnir fram á að slíkur réttur sé til staðar. Hins vegar fjallar hann almennt um fiskeldið, efnahagslega þýðingu þess og setur fram skynsamlegar tillögur um rekstrarumhverfi fiskeldis til frambúðar. Þessi skrif eru allrar athygli verð. Sett afar málefnalega fram og af þekkingu og góðri yfirsýn.

Stefnt að auknu laxeldi í Skotlandi

Stefnt að auknu laxeldi í Skotlandi

Að því var látið liggja í dagblaðsfrétt nýlega að dagar laxeldis í Skotlandi kynnu brátt að vera taldir. Ekkert gæti verið fjær sanni. Stefnt er að auknu laxeldi í Skotlandi, sjókvíaeldi þar með talið. Skosk stjórnvöld styðja við uppbyggingu laxeldisins, meðal annars með beinum fjárframlögum. Laxeldi gegnir þýðingarmiklu hlutverki í skosku efnahagslífi, stuðlar að hagvexti að mati stjórnvalda og útflutningur á afurðum laxeldisins samsvarar 40% af heildarútflutningi á skoskum matvörum.

Síða 53 af 62« Fyrsta...102030...5152535455...60...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.