Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Vestfirðir: Atvinnutekjur  í fiskeldi jukust um nær 600%

Vestfirðir: Atvinnutekjur í fiskeldi jukust um nær 600%

Langamesta aukning atvinnutekna á Vestfjörðum var í fiskeldi, sem margfaldaðist á árunum 2008 til 2015. Atvinnutekjur í greininni jukust um 350 milljónir króna, eða um 591 prósent. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar Atvinnutekjur 2008 til 2015 eftir atvinnugreinum og svæðum.

Áskoranir fiskeldisins felast í umhverfisspurningunum

Áskoranir fiskeldisins felast í umhverfisspurningunum

Áskoranir laxeldisins felast sérstaklega í þeim umhverfisspurningum sem verið hafa í umræðunni. Ég fyrir mína parta og fiskeldismenn allir, tek þær spurningar mjög alvarlega. Það eru hagsmunir fiskeldisins að standa að uppbyggingunni af mikilli varúð“, segir Einar Kristinn Guðfinnsson formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva í viðtali við Fréttatímann, laugardaginn 21. Janúar sl.

Sér samfélagsbreytingarnar út um gluggann sinn

Sér samfélagsbreytingarnar út um gluggann sinn

Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal segir að samfélagslegu áhrifin af laxeldinu séu nú þegar orðin talsverð á sunnanverðum Vestfjörðum. 110 starfsmenn vinna hjá Arnarlaxi á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði.
Hann segist ekki þurfa að gera annað en að líta út um gluggann á skrifstofunni sinni. „Á þessum stöðum þar sem er fiskeldi í gangi, bæði í þorpum hér á Íslandi og annars staðar, er fjölgin á barnafólki, það er fjölgun í barnaskólunum og svo framvegis. Á Bíldudal og Patreksfirði er þetta augljóst: Fjölgun íbúa, hærra húsnæðisverð, tekjur sveitarfélagsins hafa aukist.

Villandi málflutningur um laxeldi – grein eftir Guðmund Val Stefánsson

Villandi málflutningur um laxeldi Vísindamenn sérhæfa sig gjarnan í rannsóknum á alls konar hlutum og fyrirbærum og fjármagna ríkissjóðir landa oftast laun þeirra í gegnum sérstaka sjóði sem stofnaðir eru í þeim tilgangi. Rannsóknarfé fer að stórum hluta í verkefni...

Síða 52 af 62« Fyrsta...102030...5051525354...60...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.