Fiskeldi á Íslandi 2016:
500 ÁRSVERK
15.000 TONN FRAMLEIDD
50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR
Fréttir

Fagnaðarefni úrskurðarnefndar
Úrskurður Úrskurnarnefndar umhverfis og auðlindamála er að mörgu leyti fagnaðarefni. Hann hefur staðfest ójafna stöðu íbúa gagnvart stjórnsýslunni og því miður talsverða mannfyrirlitningu. Nú hlýtur botninum að vera náð. Löggjafinn getur ekki annað en dregið gluggatjöldin þungu frá og hleypt hreinu lofti og birtunni inn.

„Undir þeim mörkum að erfðasamsetningu villtu stofnanna sé hætta búin“
„Þessi fjöldi eldislaxa í ám á þessum svæðum, er í samræmi við það sem áhættumat um erfðablöndun gerir ráð fyrir miðað við núverandi umfang sjókvíaeldiseldis hér við land. Hlutfall eldislaxa í þessum ám er, miðað við þennan fjölda laxa, vel undir þeim mörkum að erfðasamsetningu villtu stofnanna sé hætta búin.“

Villtir laxastofnar standa einna sterkast í Noregi þrátt fyrir gríðarlegt laxeldi
„Sú staðreynd að villtir laxastofnar standa einna sterkast í Noregi þrátt fyrir gríðarlegt laxeldi og að hrun varð einna mest í laxastofnum í þeim löndum þar sem ekkert laxeldi er ætti að segja einhverja sögu.“

„Eldislaxinn á litla möguleika á að komast af í villtri náttúru“
„Sá norski laxastofn sem notaður er hér í eldi hefur þegar verið kynbættur í tólf kynslóðir. Kynbæturnar hafa einkum verið með vali fyrir auknum vaxtarhraða en gegn ótímabærum kynþroska. Eldislaxinn er því orðinn þróað húsdýr sem á litla möguleika á að komast af í villtri náttúru.“
Fiskeldi á Íslandi
Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:
Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.
Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.
Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.
Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.