Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Útflutningsverðmæti fiskeldis  er 7 prósent útflutningstekna sjávarútvegsins

Útflutningsverðmæti fiskeldis er 7 prósent útflutningstekna sjávarútvegsins

Útflutningsverðmæti eldisfiskjar nam 14 milljörðum í fyrra og samsvarar 7 prósentum af útflutningstekjum í sjávarútvegi. Þorskurinn er verðmætasta tegundin með 83 milljarða útflutningsverðmæti. Þá loðna 18 milljarðar, en í þriðja sæti er fiskeldið með 14 milljarða. Útflutningur héðan á sjávarafurðum til Noregs nam í fyrra um 18,6 milljörðum króna. Lang mestur hluti þess er fiskimjöl og lýsi, sem fer í framleiðslu á fóðri til fiskeldis og sem er meðal annars selt hingað til lands.
Á þessu ári er áætlað að laxeldisframleiðslan ein og saman hér á landi geti numið um 15 milljörðum og á næsta ári nálægt 23 milljörðum króna. Er þá ótalin framleiðsla á öðrum tegundum, svo sem bleikju, regnbogasilungi, senegalflúru og hrognkelsaseiðum.
Þetta kemur fram í grein eftir Einar K. Guðfinnsson, formann stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva í Morgunblaðinu 12. maí.

Laxaverð í sögulegum hæðum – nálgast nú þúsund krónur á kíló

Laxaverð í sögulegum hæðum – nálgast nú þúsund krónur á kíló

Mikil eftirspurn er nú eftir laxi og laxaafurðum á alþjóðlegum mörkuðum. Verð á laxi er í hæstu hæðum og framboð heldur ekki í við eftirspurn. Á mörkuðum hafa sést sölutölur fyrir lax á allt að 8,29 evrum, sem samsvarar um þúsund krónum á kíló. Verð á laxi hefur verið hátt undanfarin ár, lækkaði þó aðeins undir lok síðasta árs, en það hefur heldur betur snúist við.

Því óskildari sem laxinn er villta laxinum, því minni er hætta á erfðablöndun

Því óskildari sem laxinn er villta laxinum, því minni er hætta á erfðablöndun

Því óskildari sem aðkomulaxinn er villta laxinum því ósennilegra er að hann skilji eftir sig spor. Þetta er niðurstaða Kevin Glover prófessors í Bergen. Annar norskur fræðimaður, Kjetil Hindar hjá norsku Náttúrufræðistofnuninni segir að það þurfi mikla, stöðuga og viðvarandi innblöndun af eldislaxi í áratugi til að hætta á erfðablöndun sé raunveruleg.

Þetta kemur fram í grein eftir Gunnar Stein Gunnarsson líffræðing og framleiðslustjóra hjá Löxum ehf í Fréttablaðinu í dag.

Íslendingar taka virkan þátt í þróun á geldfiski

Íslendingar taka virkan þátt í þróun á geldfiski

Mikil viðurkenning felst í því fyrir íslenska fyrirtækið Stofnfisk, að eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, Grieg seafood, ætlar að kaupa verulegt magn af geldhrognum, alls 22 milljónir hrogna, til þess að þróa eldi á geldum laxi í laxeldisstöð sinni á Nýfundnalandi. Þó framleiðsla á ófrjóum laxi sé enn á þróunarstigi, taka Íslendingar, fræðasamfélagið jafnt og fiskeldisfyrirtækin virkan þátt í þróuninniog Stofnfiskur fékk nú nýverið styrk til þessa verkefnis úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis, sem íslensku fiskeldisfyrirtækin fjármagna.

Síða 5 af 55« Fyrsta...34567...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.