Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

„Fiskeldið hefur haft mjög jákvæð á byggðarlögin“

„Fiskeldið hefur haft mjög jákvæð á byggðarlögin“

Það hefur mikil uppbygging átt sér stað í fiskeldinu, einkum á svæðum þar sem tækifæri til annarrar atvinnuuppbyggingar eru af skornum skammti. Það hefur haft mjög jákvæð áhrif á byggðalögin, þar er nú kraftmikið atvinnulíf eins og á suðurfjörðum Vestfjarða og á sunnanverðum Austfjörðum þar sem mikil umskipti hafa orðið. Þessi vöxtur gerir svo að verkum að meira er um að vera hjá okkur.“

Aukin rekstrarhagkvæmni og umhverfisvænna eldi

Aukin rekstrarhagkvæmni og umhverfisvænna eldi

Kostir þessarar fóðrunartækni ( máltíðarfóðrun) eru ótvíræðir. Með henni er tryggt lágmarks fóðurtap sem leiðir til aukinnar rekstrarhagkvæmni en jafnframt því er slík stýring þáttur í umhverfisvænna eldi þar sem losun lífrænna efna er minni.

Svo má ker fylla að út af flói

Svo má ker fylla að út af flói

Næstum allt laxeldi í heiminum er í sjókvíum. Hingað til hefur gengið misjafnlega að fá laxeldi í landi til að ganga upp fjárhagslega, en óskandi er að það gangi sem best. Hvergi er það þó enn „í stórum stíl“, né slíkt fyrirsjánlegt. Þetta kemur fram í grein eftir Kristján Þ. Davíðsson framkvæmdastjóra Landssambands fiskeldisstöðva í Vísi í dag; www.visir.is

Sjókvíaeldi og landeldi á laxi

Sjókvíaeldi og landeldi á laxi

„Það eru ranghugmyndir ríkjandi hérlendis um erfðafræðilega hættu, sem að íslenzkum laxastofnum steðja af völdum takmarkaðs laxeldis í sjókvíum hér við land undir eftirliti íslenzkra stofnana… Eldisstofninn er orðinn svo háður sínu kvíaumhverfi og fóðrun þar, að hann á mjög erfitt uppdráttar í náttúrulegu umhverfi, ef hann sleppur „, segir í grein eftir Bjarna Jónsson verkfræðing.

Síða 5 af 58« Fyrsta...34567...102030...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.