Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Rúmlega þriggja milljarða seiðaeldisstöð í Tálknafirði

Rúmlega þriggja milljarða seiðaeldisstöð í Tálknafirði

Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar á vegum Arctic Fish þar sem megnið af vatninu sem rennur í gegn verður endurnýtt. Arctic Fish, sem áður hét Dýrfiskur, er að leggja yfir þrjá milljarða króna í seiðaeldisstöð sem verður sú stærsta á landinu og sú fyrsta sinnar tegundar.

Konurnar töfruðu Vestfirðinga með söng og nutu sjálfar vestfirsks lostætis

Konurnar töfruðu Vestfirðinga með söng og nutu sjálfar vestfirsks lostætis

Konurnar í Gígjunni, Landssambandi kvennakóra, sem héldu landsmót sitt á Ísafirði fyrir skemmstu, upplifðu margt hið besta sem norðanverðir Vestfirðir hafa upp á að bjóða. Þær nutu hinnar einstöku vestfirsku náttúru og bæjarlífsins á Ísafirði. Maturinn var heldur ekki af verra taginu; boðið var upp á gómsætan vestfirskan eldislax frá fyrirtækinu Arnarlaxi á Bíldudal, steinbít frá Flateyri( vestfirskara getur það ekki verið), ásamt öðru góðgæti sem kokkarnir á Hótel Ísafirði töfruðu fram af sinni alkunnu snilld.

Auknar fjárfestingar framundan og fjölgun starfa fáist til þess leyfi

Auknar fjárfestingar framundan og fjölgun starfa fáist til þess leyfi

Eldisstarfsemi fiskeldisfyrirtækisins Arctic fish hófst í Dýrafirði og þar er enn helsta starfsstöð félagsins í sjóeldinu. Sjö starfsmenn eru við þann hluta starfseminnar. Vinnslan afurða hefur verið í Ísafjarðarbæ, bæði á Flateyri og Ísafirði en á síðarnefnda staðnum er einnig skrifstofa Arctic Fish þar sem starfsmenn eru fjórir talsins. Við vinnsluna sjálfa starfa að jafnaði 20 starfsmenn. Á Tálknafirði er seiðaeldi félagsins með 8 föstum starfsmönnum. Við uppbygginu á aðstöðu þar hafa um 10 manns starfað og fleiri þegar meira er umleikis, á fjórða tug þegar mest er.

Raunveruleg verðmætasköpun til framtíðar

Raunveruleg verðmætasköpun til framtíðar

Staðreyndirnar tala sínu máli. Hér hefur tekist að skapa farsæla ræktun á verðmætum hágæða laxi. Fyrsta flokks matvælum. Hér á sér stað raunveruleg verðmætasköpun sem nú þegar hefur bætt lífsgæði Vestfirðinga, skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og haft margvísleg jákvæð áhrif á þróun byggðarlagsins.

Síða 5 af 29« Fyrsta...34567...1020...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.