Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Sér samfélagsbreytingarnar út um gluggann sinn

Sér samfélagsbreytingarnar út um gluggann sinn

Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal segir að samfélagslegu áhrifin af laxeldinu séu nú þegar orðin talsverð á sunnanverðum Vestfjörðum. 110 starfsmenn vinna hjá Arnarlaxi á Bíldudal, Tálknafirði og Patreksfirði.
Hann segist ekki þurfa að gera annað en að líta út um gluggann á skrifstofunni sinni. „Á þessum stöðum þar sem er fiskeldi í gangi, bæði í þorpum hér á Íslandi og annars staðar, er fjölgin á barnafólki, það er fjölgun í barnaskólunum og svo framvegis. Á Bíldudal og Patreksfirði er þetta augljóst: Fjölgun íbúa, hærra húsnæðisverð, tekjur sveitarfélagsins hafa aukist.

Villandi málflutningur um laxeldi – grein eftir Guðmund Val Stefánsson

Villandi málflutningur um laxeldi Vísindamenn sérhæfa sig gjarnan í rannsóknum á alls konar hlutum og fyrirbærum og fjármagna ríkissjóðir landa oftast laun þeirra í gegnum sérstaka sjóði sem stofnaðir eru í þeim tilgangi. Rannsóknarfé fer að stórum hluta í verkefni...

Þurfum að skoða möguleika þess að byggja upp öflugt fiskeldi

Þurfum að skoða möguleika þess að byggja upp öflugt fiskeldi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra segir aðspurð um afstöðu sína til laxeldis, að skoða þurfi hvaða möguleikar séu fyrir hendi til að byggja upp öfluga atvinnugrein án þess að ógna lífríkinu.
Þetta kemur fram í viðtali við ráðherrann í Fréttatímanumí dag. Þorgerður Katrín leggur áherslu á að umhverfisþátturinn sé í hávegum hafður. Jafnframt hvetur hún til þess að mótuð sé stefna til framtíðar um fiskeldi og lýsir vilja til þess að skapa um það breiða sátt

Atvinnutekjur í fiskeldi þrefaldast á átta árum

Atvinnutekjur í fiskeldi þrefaldast á átta árum

Atvinnutekjur í fiskeldi hafa nærfellt þrefaldast á átta árum. Voru 700 milljónir árið 2008 en urðu rífir tveir milljarðar á árinu 2015. Þetta kemur fram í úttekt Byggðastofnunar á atvinnutekjum eftir landsvæðum og atvinnugreinum fyrir árin 2008 til 2015. Ætla má að útsvarstekjur sveitarfélaganna af fiskeldi hafi því orðið um 300 milljónir árið 2015, en voru um 100 milljónir árið 2008. 75% atvinnuteknanna runnu til fólks utan höfuðborgarsvæðisins og þar með fara þrjár af hverjum fjórum krónum sem greiddar eru í formi útsvars til sveitarfélaga á landsbyggðinni. Þar voru Suðurnesin og Vestfirðir stærst, en Norðurland eystra og Suðurland komu þar á eftir.

Síða 49 af 58« Fyrsta...102030...4748495051...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.