Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Orð til sportveiðimanna og kvenna

Orð til sportveiðimanna og kvenna

„Að mínu mati er augljóst að þegar sportveiðimenn fullyrða að eldislax frá sjókvíafyrirtækjunum veiðist „í ám um allt land“ sé um að ræða eldislax frá sjálfum veiðiréttarhöfunum sem þeir sleppa í stórum stíl, beint í árnar. Það er mikilvægt að fjallað sé um þessi mál eins og þau eru í stað þess að leitast sífellt við að hengja bakara fyrir smið. Einhverra hluta vegna virðist það þó ekki forgangsmál að veita almenningi upplýsingar um eldislax veiðiréttarhafa í íslenskum laxveiðiánum“.

Þannig kemst Guðmundur Valur Stefánsson, cand. scient í sjávar og fiskalíffræði að orði í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær, miðvikudag. Hjálagt fylgir grein hans í heild

Æðarvarpi stendur ekki ógn af sjókvíaeldi utan netlaga

Æðarvarpi stendur ekki ógn af sjókvíaeldi utan netlaga

„Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Skila þarf inn ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki, samfélag, aðra starfsemi og fleira. Þetta er gagnsætt ferli þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru kynntar opinberlega og öllum gefst kostur á að koma með athugasemdir bæði almenningi sem og fagaðilum.“ – Þetta segir Einar Örn Gunnarsson stjórnarmaður í Löxum Fiskeldi ehf í grein í Fréttablaðinu sem birtist í gær. Einnig segir Einar að gefnu tilefni: „Það er nokkuð ljóst að æðarvarpi stendur ekki ógn af sjókvíaeldi sem rekið er utan netlaga í fjörðum landsins. “ Grein Einars Arnar birtist hér í heild sinni.

100 þúsund hágæða máltíðir á dag frá Bíldudal

100 þúsund hágæða máltíðir á dag frá Bíldudal

„Nú í ár slátr­um við 10.000 fisk­um á dag og flytj­um út 5-6 daga vik­unn­ar um 100 þúsund hágæða máltíðir að vest­an á dag, eða á bil­inu 40-50 tonn af slægðum laxi,“ seg­ir Kjart­an Ólafsson stjórnarformaður fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal í sam­tali við...

Arctic Fish fær nýjan vinnubát

Í vikunni kom til Íslands nýr vinnubátur fyrir Arctic Fish.  Báturinn er smíðaður í Póllandi og er 16 metra langur og 9 metra breið tvíbytna.  Hann hefur fengið nafnið Hafnarnes og verður með heimahöfn á Þingeyri.  Hafnarnes er afar vel búinn vinnubátur og er koma...

Síða 49 af 62« Fyrsta...102030...4748495051...60...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.