Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

ATHUGASEMDIR VIÐ RANGÆRSLUR

ATHUGASEMDIR VIÐ RANGÆRSLUR

Í ályktun sem Landssamband veiðifélaga (LV) samþykkti í gær (Grænir heima en ekki hér), þriðjudaginn 7. febrúar, og sagt er frá í fjölmiðlum í dag, gætir margvíslegra rangfærslna og eftir atvikum misskilnings sem undirritaður, f.h. Arctic Sea Farm hf., telur nauðsynlegt að gera athugasendir við og leiðrétta, segir í yfirlýsingu sem Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arcitc Sea Farm hefur sent frá sér

Íslenskur eldislax í forsetaheimsókn í Danmörku

Íslenskur eldislax kemur víða við sögu; á mörkuðum innanlands og erlendis, á viðskiptasýningum og er hvarvetna eftirsótt vara. Og nú síðast kom íslenskur lax frá Arnarlaxi á Bíldudal við sögu í fyrstu heimsókn forsetans okkar Guðna Th. Jóhannessonar í Danmörku á dögunum.
Meðal þess sem forsetinn skoðaði var vélasamstæða frá Marel. Og til þess að sjá mætti sem best virkni vélarinnar var sem sagt notaður lax frá Arnarlaxi. Hér má sjá myndskeið frá frétt danska ríkisútvarpsins Dansk Radio, DR.

„Líkur á slysasleppingum minni en menn vilja vera láta“

„Líkur á slysasleppingum minni en menn vilja vera láta“

„Ég tel að líkur á slysasleppingum á laxi séu einnig minni en menn vilja vera láta. Orðið hafa tvær umtalsverðar slysasleppingar á laxi( hér á landi). Í báðum tilvikum slapp laxinn úr sláturkvíum en ekki eldiskvíum. Nú eru flestir hættir að nota sláturkvíar en taka fiskinn beint úr eldiskvíum. Þær eru gríðarlega sterkar og mikið þarf til að þlr gefi sig“.

Þetta segir Guðmundur Stefánsson fiski og sjávarlíffræðingur í viðtali sem birtist í fróðlegri fréttaskýringagrein Helga Bjarnasonar blaðamanns í Morgunblaðinu í dag, 6. febrúar.

Dæmi um muninn á íslensku og norsku sjókvíaeldi

Dæmi um muninn á íslensku og norsku sjókvíaeldi

Guðmundur Valur Stefánsson cand scient í sjávar og fiskalíffræði bendir á þann reginmun sem er á fiskeldi á Íslandi og í Noregi. Hér á landi eru í raun strangari reglur séð út frá umhverfissjónarmiðum, með því að við stærstan hluta strandlengjunnar er óheimilt að stunda laxeldi. Guðmundur vekur og athygli á því að þeir laxar sem sluppu úr fiskeldiskvíum í Patreksfirði haustið 2013 hafi einungis veiðst inni í botni fjarðarins, en ekki hafi orðið vart við þennan fisk utan Patreksfjarðar

Síða 46 af 57« Fyrsta...102030...4445464748...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.