Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Auðvitað eiga Íslendingar líka að stunda fiskeldi

Auðvitað eiga Íslendingar líka að stunda fiskeldi

Allar þjóðir sem það geta, reyna að byggja upp fiskeldi sitt. Fæðuþörf mannkynsins eykst með hverju árinu sem líður. Þannig verður það um fyrirsjánlega framtíð og verður ekki mætt nema fiskeldi sé stundað. Hvers vegna skyldum við Íslendingar þá ekki líka stunda fiskeldi líkt og aðrar þjóðir sem eiga þess kost, jafnt í sjókvíum sem og á landi, eftir því sem aðstæður leyfa og bjóða upp á?

Íslensk fiskeldisfyrirtæki á Brusselsýningunni

Tvö íslensk fiskeldisfyrirtæki, Arnarlax sem framleiðir lax og Menja sem framleiðir bleikju, voru með eigin bása á stóru sjávarútvegssýningunni í Brussel og var augljós mikil og góð traffík hjá báðum fyrirtækjunum frá morgni til kvölds. Mjög bersýnilegt var að kaupendur voru ákaflega áhugasamir um framleiðsluna enda um að ræða fyrsta flokks vöru.

Tökumst á við áskoranirnar

Tökumst á við áskoranirnar

Sjókvíaeldi er og hefur verið í sókn enda er það augljóslega góð aðferð til þess að framleiða fisk að ala hann í sjó. Fyrir vikið hefur vöxtur í sjókvíaeldi verið langt umfram það sem við þekkjum í landeldinu. Og dæmi eru um að landeldi hafi hreinlega dregist saman af ástæðum sem nefndar voru hér að ofan. Þetta kemur fram í grein eftir Einar K. Guðfinnsson, formann Landssambands fiskeldisstöðva sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

„Fáum afskaplega góð viðbrögð úti á markaðnum“

„Fáum afskaplega góð viðbrögð úti á markaðnum“

„Við erum glænýtt fyrirtæki þannig séð. Reksturinn var stofnaður árið 2010 og síðasta ár framleiddum við í raun í fyrsta skipti vöru til útflutnings. Við framleiddum sex þúsund tonn af slægðum heilum laxi, ferskum. Þess vegna erum við svo spennt fyrir Brusselsýningunni, við erum að fá afskaplega góð viðbrögð úti á markaðnum við vörunni. Við fáum alla viðskiptavinina okkar í heimsókn þar. Þannig að við hlökkum mjög til að treysta böndin.“
Þetta segir Víkingur Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarlax, í viðtali við 200 mílur, sjávarútvegsblað Morgunblaðsins.

Síða 43 af 62« Fyrsta...102030...4142434445...5060...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.