Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Athyglisverð skrif um fiskeldi

Athyglisverð skrif um fiskeldi

Teitur Björn Einarsson alþingismaður skrifaði ákaflega athyglisverða grein um fiskeldi og þá málsókn sem boðuð hefur verið á hendur laxeldisfyrirtækjunum í landi. Segja má að Teitur Björn komist þráðbeint að kjarna málsins, eins og vænta mátti af hans hálfu. Annars vegar ræðir hann um rétt ríkisins til að gefa út rekstrar og starfsleyfi til fiskeldis utan netalaga og sýnir fram á að slíkur réttur sé til staðar. Hins vegar fjallar hann almennt um fiskeldið, efnahagslega þýðingu þess og setur fram skynsamlegar tillögur um rekstrarumhverfi fiskeldis til frambúðar. Þessi skrif eru allrar athygli verð. Sett afar málefnalega fram og af þekkingu og góðri yfirsýn.

Stefnt að auknu laxeldi í Skotlandi

Stefnt að auknu laxeldi í Skotlandi

Að því var látið liggja í dagblaðsfrétt nýlega að dagar laxeldis í Skotlandi kynnu brátt að vera taldir. Ekkert gæti verið fjær sanni. Stefnt er að auknu laxeldi í Skotlandi, sjókvíaeldi þar með talið. Skosk stjórnvöld styðja við uppbyggingu laxeldisins, meðal annars með beinum fjárframlögum. Laxeldi gegnir þýðingarmiklu hlutverki í skosku efnahagslífi, stuðlar að hagvexti að mati stjórnvalda og útflutningur á afurðum laxeldisins samsvarar 40% af heildarútflutningi á skoskum matvörum.

Hækkandi verð og aukin eftirspurn

Hækkandi verð og aukin eftirspurn

Ástand á mörkuðum fyrir eldislax er mjög gott, eftirspurn eftir laxi er mun meiri en framboðið og verðið hefur hækkað mikið. Kílóverð á laxi er nú 75 norskar krónur ( 990 íslenskrar krónur) en var 52 norskar krónur ( 690 íslenskar krónur á sama gengi) á sama tíma í fyrra. Neysla á laxi fer vaxandi og afurðirnar fara inn á marga og fjölbreytilega markaði. Þetta kom fram í ítarlegu viðtali við dr. Jón Þránd Þórðarson sérfræðing hjá ráðgjafar og greiningarfyrirtækinu Markó Partners, sem birtist í Morgunblaðinu 29. desember sl. Hér fer á eftir sá hluti viðtalsins þar sem Jón ræðir um stöðuna í laxeldisiðnaðinum.

Fiskeldi í þágu byggðanna

Sú uppbygging laxeldis sem er hafin á Vestfjörðum og Austfjörðum fer fram í byggðum sem hafa átt undir högg að sækja. Reynslan frá litlu eyjabyggðinni í Syðri Þrændarlögum sýnir okkur hin jákvæðu byggðarlegu áhrif sem öflugt fiskeldi getur haft í för með sér. Við sjáum þegar áhrifin af uppbyggingunni á sunnanverðum Vestfjörðum, þar sem byggðin hefur áratugum saman verið í vörn sem nú hefur verið snúið í sókn. Hið sama mun gerast á Austfjörðum og á norðanverðum Vestfjörðum. Þeir sem reyna að bregða fæti fyrir nýja sókn þessara byggða eru að vinna óhæfuverk sem við látum ekki yfir okkur ganga.

Síða 43 af 51« Fyrsta...102030...4142434445...50...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.