Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Fiskeldi í heiminum er í sókn

Fiskeldi í heiminum er í sókn

Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á okkar slóðum sem geta stundað fiskeldi hefur það vaxið og áform stjórnvaldanna standa til þess auka það enn frekar. Þannig hefst grein eftir Einar K. Guðfinnsson formann Landssambands fiskeldisstöðva sem birtist í Fréttablaðinu í gær, 10. mars.

Ótrúlega fjölbreytt störf unnin í fiskeldi

Ótrúlega fjölbreytt störf unnin í fiskeldi

Anna Vilborg Rúnarsdóttir mannauðsstjóri hjá Arnarlaxi á Bíldudal vakti athygli á því í erindi á ráðstefnu Strandbúnaðar í síðasta mánuði hversu fjölbreytt þau störf eru sem fiskeldið útheimtir. Hún brá upp á skjá yfirliti yfir ýmis þau sérfræðistörf sem unnin eru í fiskeldi. Hér er alls ekki um tæmandi lista að ræða, heldur dæmi um þann margbreytileika sem einkennir fiskeldisstarfsemina.

Fæðuframboð úr fiskeldi er meira en frá fiskveiðum

Fæðuframboð úr fiskeldi er meira en frá fiskveiðum

Um heim allan, þar með talið í okkar heimshluta, er áhersla lögð á aukið fiskeldi. Það er eina leiðin til að mæta aukinni próteinþörf mannkyns. Samt er reynt að halda því á lofti hér á landi að fiskeldi sé á undanhaldi, ekki síst eldi í sjó. Gögn frá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna segja okkur annað. Fiskeldi fer vaxandi í heiminum og mun enn aukast.

Aqua-Nor fiskeldissýningin 2017

Aqua-Nor fiskeldissýningin 2017

Aqua-Nor fiskeldissýningin í Þrándheimi í Noregi er vafalítið ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Sýningin er haldin annað hvert ár (á móti Nor-Fishing sjávarútvegssýningunni) og verður í ár haldin dagana 15. – 18. ágúst

Síða 43 af 60« Fyrsta...102030...4142434445...5060...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.