Fiskeldi á Íslandi 2016:

500 ÁRSVERK

15.000 TONN FRAMLEIDD

50 MILLJÓN MÁLTÍÐIR

Fréttir

Fæðuframboð úr fiskeldi er meira en frá fiskveiðum

Fæðuframboð úr fiskeldi er meira en frá fiskveiðum

Um heim allan, þar með talið í okkar heimshluta, er áhersla lögð á aukið fiskeldi. Það er eina leiðin til að mæta aukinni próteinþörf mannkyns. Samt er reynt að halda því á lofti hér á landi að fiskeldi sé á undanhaldi, ekki síst eldi í sjó. Gögn frá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna segja okkur annað. Fiskeldi fer vaxandi í heiminum og mun enn aukast.

Aqua-Nor fiskeldissýningin 2017

Aqua-Nor fiskeldissýningin 2017

Aqua-Nor fiskeldissýningin í Þrándheimi í Noregi er vafalítið ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Sýningin er haldin annað hvert ár (á móti Nor-Fishing sjávarútvegssýningunni) og verður í ár haldin dagana 15. – 18. ágúst

Ekki verið að hægja á lögbundnu ferli

Ekki verið að hægja á lögbundnu ferli

Það er morgunljóst að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi , að vísa til áforma sem nefnd hafa verið og EKKI eru komin í það lögformlega ferli sem lög um fiskeldi kveða á um.

2016 var fremur farsælt fiskeldisár

2016 var fremur farsælt fiskeldisár

„Árið 2016 reyndist fremur farsælt fiskeldisár á marga vísu. Eitt af því sem stendur upp úr er að aldrei áður hefur framleiðsla til slátrunar og vinnslu aukist jafn mikið á milli einstakra ára, eða um heil 82% og mun það met eflaust standa um ókomin ár“. Þetta kemur fram í inngangi Ársskýrslu Dýralæknis fisksjúkdóma fyrir árið 2016 og er nýlega komin út

Síða 42 af 58« Fyrsta...102030...4041424344...50...Síðasta »

Fiskeldi á Íslandi

Landssambandið sinnir almennri hagsmunagæslu fiskeldis í landinu. Markmið samtakanna er að efla og styrkja fiskeldi á Íslandi. Að þessu verður unnið m.a. með því að:

Marka stefnu í fiskeldismálum og vera opinber málsvari fiskeldis í landinu.

Afla upplýsinga um markaði og miðla þeim til eldismanna.
Leggja grunn að samræmdu gæðamati afurða.

Stuðla að fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna og almennings.

Rétt til inngöngu í samtökin hafa félög og einstaklingar sem stunda eldi dýra í ferskvatni eða sjó og uppfylla öll skilyrði um eldi samkvæmt íslenskum lögum.